Ólasveinar BDSM-samtakanna vekja lukku: „Hlekkjastaur kom fyrstur“ Jakob Bjarnar skrifar 14. desember 2021 15:56 Sindri Freyr teiknar og semur vísur með félögum sínum í stjórn BDSM á Íslandi. Hann segir það hafa verið undarlega auðvelt að breyta orðum og gera jólasveinana að ólasveinum. aðsend Félagar í BDSM á Íslandi hafa lagað jólasveinaniðurtalningu að smekk sínum og hefur það vakið mikla lukku í þeim ranni. Þann 11. desember birtist teikning og tilkynning á Facebook-síðu samtakanna BDSM þar sem öllum er óskað gleðilegrar hátíðar. Þar er sagt að fyrsti „ólasveinninn“ komi til byggða í nótt og að á næstu dögum hefjist niðurtalning, og muni ný ólasveinavísa birtast daglega fram að jólum. Engir helgijólasveinar Það þýðir að nú hafa teikningar af þremur ólasveinum litið dagsins ljós á þessum vettvangi, þeir Hlekkjastaur, Iljagaur og Bljúgur. Með hverjum um sig fylgir svo vísa. Teiknarinn er listamaðurinn Sindri Freyr Bjarnason sem að auki semur vísurnar, sem taka mið af gömlu jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum, ásamt öðrum í stjórninni. BDSM á Íslandi hafa lagað gömlu jólasveinana að smekk sínum, eins og reyndar hefur tíðkast lengi; að jólasveinar séu settir í hitt og þetta samhengið.Sindri Freyr „Jú, viðtökurnar hafa verið mjög góðar hingað til. Við erum bara komin á þriðja dag en fólki finnst þetta skemmtilegt,“ segir Sindri Freyr í samtali við blaðamann Vísis. Hann segir þetta fyrst og fremst sprell, til gamans gert og engin alvara búi þarna að baki. Ekki hefur orðið vart við neina neikvæða athygli, enda myndi það skjóta skökku við ef jólasveinarnir væru hin helgu vé og að þar væri línan, hvar umburðarlyndinu lýkur? „Við höfum ekki séð neina neikvæða umræðu í kringum þetta og þá sérstaklega ekki á þann hátt. Fyrirtæki og aðrir hópar hafa verið að breyta sveinunum í mörg ár þannig að ég held að þeir séu engir helgijólasveinar,“ segir Sindri Freyr. Henda gaman að steríótýpum Það sem hefur komið þeim sem að þessu standa skemmtilega á óvart hversu vel jólasveinarnir gömlu virka í þessu samhengi, að þeir umturnist í ólasveina. Að sögn teiknarans og eins höfunda vísnanna hefur það gengið merkilega vel að laga gömlu jólasveinana að þessu samhengi.sindri freyr „Já, það er undarlega auðvelt að breyta orðum og gera jólasveinana að ólasveinum. Tungumálið okkar hefur þennan ljóðræna eiginleika að auðvelt er að gera orðagrín. Fyrir utan að gömlu klassísku jólasveinarnir eru ekki beinlínis efni í barnagælur nútímans; þeir eru brögðóttir, hrekkjóttir og stelsjúkir.“ Sindri Freyr segir jólasveinana eiga heima í raunveruleikanum eins og hann blasti við venjulegum Íslendingum á 18. og 19. öld. „Við höfum víða séð þá staðfærða og hlutverk þeirra breytast undanfarna áratugi, jafnvel að þeir hafi tekið upp einhverja siði frá ameríska frænda sínum. Ólasveinarnir eru aðferð okkar til að henda gaman að steríótýpum sem tengjast BDSM í bland við raunveruleikann eins og hann blasir við okkur BDSM fólki.“ Með ólasveinunum er öðrum þræði verið að gera grín að hinum ýmsu stereótýpum sem birtast okkur reglulega.sindri freyr Og þá er bara að bíða og sjá hvaða ólasveinn fer á stjá í nótt og birtist á Facebook-síðu BDSM á Íslandi á morgun. Jól Hinsegin Myndlist Bókmenntir Jólasveinar Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þann 11. desember birtist teikning og tilkynning á Facebook-síðu samtakanna BDSM þar sem öllum er óskað gleðilegrar hátíðar. Þar er sagt að fyrsti „ólasveinninn“ komi til byggða í nótt og að á næstu dögum hefjist niðurtalning, og muni ný ólasveinavísa birtast daglega fram að jólum. Engir helgijólasveinar Það þýðir að nú hafa teikningar af þremur ólasveinum litið dagsins ljós á þessum vettvangi, þeir Hlekkjastaur, Iljagaur og Bljúgur. Með hverjum um sig fylgir svo vísa. Teiknarinn er listamaðurinn Sindri Freyr Bjarnason sem að auki semur vísurnar, sem taka mið af gömlu jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum, ásamt öðrum í stjórninni. BDSM á Íslandi hafa lagað gömlu jólasveinana að smekk sínum, eins og reyndar hefur tíðkast lengi; að jólasveinar séu settir í hitt og þetta samhengið.Sindri Freyr „Jú, viðtökurnar hafa verið mjög góðar hingað til. Við erum bara komin á þriðja dag en fólki finnst þetta skemmtilegt,“ segir Sindri Freyr í samtali við blaðamann Vísis. Hann segir þetta fyrst og fremst sprell, til gamans gert og engin alvara búi þarna að baki. Ekki hefur orðið vart við neina neikvæða athygli, enda myndi það skjóta skökku við ef jólasveinarnir væru hin helgu vé og að þar væri línan, hvar umburðarlyndinu lýkur? „Við höfum ekki séð neina neikvæða umræðu í kringum þetta og þá sérstaklega ekki á þann hátt. Fyrirtæki og aðrir hópar hafa verið að breyta sveinunum í mörg ár þannig að ég held að þeir séu engir helgijólasveinar,“ segir Sindri Freyr. Henda gaman að steríótýpum Það sem hefur komið þeim sem að þessu standa skemmtilega á óvart hversu vel jólasveinarnir gömlu virka í þessu samhengi, að þeir umturnist í ólasveina. Að sögn teiknarans og eins höfunda vísnanna hefur það gengið merkilega vel að laga gömlu jólasveinana að þessu samhengi.sindri freyr „Já, það er undarlega auðvelt að breyta orðum og gera jólasveinana að ólasveinum. Tungumálið okkar hefur þennan ljóðræna eiginleika að auðvelt er að gera orðagrín. Fyrir utan að gömlu klassísku jólasveinarnir eru ekki beinlínis efni í barnagælur nútímans; þeir eru brögðóttir, hrekkjóttir og stelsjúkir.“ Sindri Freyr segir jólasveinana eiga heima í raunveruleikanum eins og hann blasti við venjulegum Íslendingum á 18. og 19. öld. „Við höfum víða séð þá staðfærða og hlutverk þeirra breytast undanfarna áratugi, jafnvel að þeir hafi tekið upp einhverja siði frá ameríska frænda sínum. Ólasveinarnir eru aðferð okkar til að henda gaman að steríótýpum sem tengjast BDSM í bland við raunveruleikann eins og hann blasir við okkur BDSM fólki.“ Með ólasveinunum er öðrum þræði verið að gera grín að hinum ýmsu stereótýpum sem birtast okkur reglulega.sindri freyr Og þá er bara að bíða og sjá hvaða ólasveinn fer á stjá í nótt og birtist á Facebook-síðu BDSM á Íslandi á morgun.
Jól Hinsegin Myndlist Bókmenntir Jólasveinar Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira