Spá Söru ekki á pall í Dúbaí: Alltaf eitthvað sem bítur hana í rassinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2021 09:31 Sara Sigmundsdóttir keppir á ný á Dubai CrossFit Championship mótinu sem hefst á morgun. Instagram/@sarasigmunds Það verða mörg augu á Söru Sigmundsdóttur þegar keppni hefst á Dubai CrossFit Championship mótinu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun. Sara er þar að fara að keppa á sínu fyrsta móti síðan að hún sleit krossband í mars og missti af öllu 2021 tímabilinu. Dubai CrossFit Championship mótið fer fram frá 16. til 18. desember og er síðasta stóra mót ársins. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara hefur titil að verja á þessu móti í Dúbaí en það verða samt aðeins liðnir átta mánuðir síðan að hún lá á skurðarborðinu í krossbandsaðgerðinni. Sara vann mótið þegar það fór fram síðast árið 2019 en mótið féll niður í fyrra vegna kórónuveirunnar. Morning Chalk Up fékk þá Brian Friend, Patrick Clark og Derek Forrest til að spá fyrir um mótið í Dúbaí. Derek Forrest spáir Lauru Horvath sigri, Gabriela Migala öðru sæti og Kristin Holte þriðja sæti. „Mig langaði svo mikið að setja Söru Sigmundsdóttur á listann minn yfir þær þrjá efstu. Ég er mikill aðdáandi Söru alveg síðan að hún byrjaði að keppa en það er alltaf þessi eina grein hjá henni þar sem hún gleymir að bera pokann yfir línuna eða eitthvað viðlíka,“ sagði Derek Forrest. „Það er alltaf eitthvað andlegt sem læðist aftur að henni og bítur hana í rassinn. Svo er þetta auðvitað fyrsta mótið hennar eftir aðgerð og ég held að hún verði ekki hundrað prósent. Hún er því ekki á spá minni fyrir verðlaunapallinn en það kæmi mér samt ekki mikið á óvart ef hún kæmist þangað,“ sagði Derek. Derek er líka á því að Þuríður Erla Helgadóttir geti komið á óvart á mótinu í ár. „Ég held að Gabi vinni þetta og byggi ofan á frammistöðu sína á heimsleikunum og flotta framgöngu sína á Rogue. Ég er síðan með Lauru í öðru sætinu og síðan er ég með Emmu Cary í þriðja sætinu hjá mér. Ég var samt um tíma með Holte í þriðja sætinu,“ sagði Patrick Clark en hann segir að sú norska hafi fagnað því að keppa í snjónum á degi eitt. Þetta er einmitt síðasta mót Holte á ferlinum sem einstaklingur en hún er að setja skóna sína upp á hillu. „Þeir hafa nefnt sigursælustu keppendurna hjá stelpunum fyrir utan Karin Freyova. Hún er frábær íþróttakona og hefði getað gert flotta hluti á heimsleikunum hefði hún náð að tryggja sér sæti þar. Hún varð í öðru sæti þegar hún keppti síðast í Dúbaí,“ sagði Brian Friend. Brian spáði að þær Gabriela Migala, Laura Horvath og Kristin Holte endi á verðlaunapallinum í ár. Það má pælingar hópsins hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=aW9TVBAZWs4">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Sara er þar að fara að keppa á sínu fyrsta móti síðan að hún sleit krossband í mars og missti af öllu 2021 tímabilinu. Dubai CrossFit Championship mótið fer fram frá 16. til 18. desember og er síðasta stóra mót ársins. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara hefur titil að verja á þessu móti í Dúbaí en það verða samt aðeins liðnir átta mánuðir síðan að hún lá á skurðarborðinu í krossbandsaðgerðinni. Sara vann mótið þegar það fór fram síðast árið 2019 en mótið féll niður í fyrra vegna kórónuveirunnar. Morning Chalk Up fékk þá Brian Friend, Patrick Clark og Derek Forrest til að spá fyrir um mótið í Dúbaí. Derek Forrest spáir Lauru Horvath sigri, Gabriela Migala öðru sæti og Kristin Holte þriðja sæti. „Mig langaði svo mikið að setja Söru Sigmundsdóttur á listann minn yfir þær þrjá efstu. Ég er mikill aðdáandi Söru alveg síðan að hún byrjaði að keppa en það er alltaf þessi eina grein hjá henni þar sem hún gleymir að bera pokann yfir línuna eða eitthvað viðlíka,“ sagði Derek Forrest. „Það er alltaf eitthvað andlegt sem læðist aftur að henni og bítur hana í rassinn. Svo er þetta auðvitað fyrsta mótið hennar eftir aðgerð og ég held að hún verði ekki hundrað prósent. Hún er því ekki á spá minni fyrir verðlaunapallinn en það kæmi mér samt ekki mikið á óvart ef hún kæmist þangað,“ sagði Derek. Derek er líka á því að Þuríður Erla Helgadóttir geti komið á óvart á mótinu í ár. „Ég held að Gabi vinni þetta og byggi ofan á frammistöðu sína á heimsleikunum og flotta framgöngu sína á Rogue. Ég er síðan með Lauru í öðru sætinu og síðan er ég með Emmu Cary í þriðja sætinu hjá mér. Ég var samt um tíma með Holte í þriðja sætinu,“ sagði Patrick Clark en hann segir að sú norska hafi fagnað því að keppa í snjónum á degi eitt. Þetta er einmitt síðasta mót Holte á ferlinum sem einstaklingur en hún er að setja skóna sína upp á hillu. „Þeir hafa nefnt sigursælustu keppendurna hjá stelpunum fyrir utan Karin Freyova. Hún er frábær íþróttakona og hefði getað gert flotta hluti á heimsleikunum hefði hún náð að tryggja sér sæti þar. Hún varð í öðru sæti þegar hún keppti síðast í Dúbaí,“ sagði Brian Friend. Brian spáði að þær Gabriela Migala, Laura Horvath og Kristin Holte endi á verðlaunapallinum í ár. Það má pælingar hópsins hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=aW9TVBAZWs4">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum