Lineker útskýrði umdeildan endi formúlunnar á fótboltamáli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2021 11:31 Gary Lineker og Lewis Hamilton. Það voru margir ósáttir fyrir hönd Hamilton og þar á meðal var Lineker. Getty/Bryn Lennon&Tim P. Whitby Það hafa margir sérfræðingar velt fyrir sér niðurstöðunni í formúlu eitt í ár þar sem Max Verstappen varð heimsmeistari eftir æsispennandi lokakeppni og hann endaði um leið fimm ára sigurgöngu Lewis Hamilton. Það eru ekki aðeins formúlusérfræðingar sem eru að tjá sig heldur eru einnig fótboltasérfræðingarnir farnir að greina málið. Umdeildur endir fór vægast sagt misvel í fólk og allra verst í Bretana sem fannst sinn maður verða rændur heimsmeistaratitlinum. Formúla eitt stillti lokasprettinum þannig upp að Max Verstappen fékk að fara fram fyrir bílana sem hafði hringað og vera því fyrir aftan Lewis Hamilton þegar keppnin hófst á nýju. Öryggisbílinn hafði komið inn eftir árekstur á brautinni. Max Verstappen tókst í millitíðinni að skipta yfir á betri dekk og var því miklu betur búinn fyrir lokakaflann þar sem hann komst fram fyrir Hamilton og tryggði sér heimsmeistaratitilinn. Gary Lineker hefur unnið mikið í fótboltasjónvarpi undanfarna áratugi eftir að hafa sjálfur átt frábæran feril í fótboltanum. Imagine Man City and Liverpool going toe to toe for the title. On the last day of the season they meet & City are 3 up with just minutes to go. The referee decides it would be more exciting to have a penalty shootout. What s more the City players have to be barefooted. That s @F1— Gary Lineker (@GaryLineker) December 13, 2021 Lineker tjáði sig um formúluna á Twitter og hitti naglann á höfuðið að mati flestra sem eru Lewis Hamilton megin í lífinu. „Ímyndið ykkur að Man City og Liverpool séu að berjast um enska meistaratitilinn. Á lokadegi tímabilsins þá mætast þau. City er þremur mörkum yfir þegar mínúta er eftir af leiknum,“ skrifaði Gary Lineker á twitter síðu sína og hélt áfram: „Dómarinn ákveður þá að það væri skemmtilegra og meira spennandi að enda þetta í vítakeppni. Það sem meira er að leikmenn City þurfa að taka vítin berfættir. Svona er F1,“ skrifaði Lineker og færslan hans fór á flug. Formúla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Það eru ekki aðeins formúlusérfræðingar sem eru að tjá sig heldur eru einnig fótboltasérfræðingarnir farnir að greina málið. Umdeildur endir fór vægast sagt misvel í fólk og allra verst í Bretana sem fannst sinn maður verða rændur heimsmeistaratitlinum. Formúla eitt stillti lokasprettinum þannig upp að Max Verstappen fékk að fara fram fyrir bílana sem hafði hringað og vera því fyrir aftan Lewis Hamilton þegar keppnin hófst á nýju. Öryggisbílinn hafði komið inn eftir árekstur á brautinni. Max Verstappen tókst í millitíðinni að skipta yfir á betri dekk og var því miklu betur búinn fyrir lokakaflann þar sem hann komst fram fyrir Hamilton og tryggði sér heimsmeistaratitilinn. Gary Lineker hefur unnið mikið í fótboltasjónvarpi undanfarna áratugi eftir að hafa sjálfur átt frábæran feril í fótboltanum. Imagine Man City and Liverpool going toe to toe for the title. On the last day of the season they meet & City are 3 up with just minutes to go. The referee decides it would be more exciting to have a penalty shootout. What s more the City players have to be barefooted. That s @F1— Gary Lineker (@GaryLineker) December 13, 2021 Lineker tjáði sig um formúluna á Twitter og hitti naglann á höfuðið að mati flestra sem eru Lewis Hamilton megin í lífinu. „Ímyndið ykkur að Man City og Liverpool séu að berjast um enska meistaratitilinn. Á lokadegi tímabilsins þá mætast þau. City er þremur mörkum yfir þegar mínúta er eftir af leiknum,“ skrifaði Gary Lineker á twitter síðu sína og hélt áfram: „Dómarinn ákveður þá að það væri skemmtilegra og meira spennandi að enda þetta í vítakeppni. Það sem meira er að leikmenn City þurfa að taka vítin berfættir. Svona er F1,“ skrifaði Lineker og færslan hans fór á flug.
Formúla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira