Hækka útsvar eftir að fulltrúi Sjálfstæðisflokks lagðist á sveif með minnihlutanum Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2021 12:43 Grótta á Seltjarnarnesi. Eftir að breytingin tekur gildi á næsta ári verður Seltjarnarnes enn með lægra útsvar en nær öll önnur sveitarfélög á landinu. Vísir/Vilhelm Samþykkt var að hækka útsvar Seltjarnarnesbæjar úr 13,70 prósentum í 14,09 prósent á fundi bæjarstjórnar í dag. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins klofnaði við atkvæðagreiðsluna og lagðist fulltrúi flokksins á sveif með minnihlutanum. Þrír fulltrúar minnihlutans lögðu fyrst til að útsvarsprósentan yrði hækkuð í 14,48 prósent en sú tillaga var felld af fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfarið lagði Bjarni Torfi Álfþórsson, fulltrúi Sjálfstæðismanna, fram málamiðlunartillögu um að útsvarið yrði hækkað í 14,09 prósent. Sú tillaga var samþykkt með fjórum atkvæðum hans og minnihlutans gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðismanna. Bjarni Torfi Álfþórsson samþykkti að hækka útsvarið.Sjálfstæðisflokkurinn Karl Pétur Jónsson, fulltrúi Viðreisnar, segir að hækkunin hafi verið nauðsynleg í ljósi fjárhagsstöðu bæjarins. Útsvarshækkunin skili um 96 milljónum í viðbótartekjur en þýði tæplega þrjú þúsund króna hækkun útsvars á mánuði fyrir einstakling með meðallaun. Það hafi verið mat minnihlutans að það væri óábyrgt að fara inn í nýtt ár og komandi sveitarstjórnarkosningar við óbreytt ástand. „Halli bæjarsjóðs á kjörtímabilinu er búin að meðaltali 220-30 milljónir á ári. Við sáum bara að það yrði að grípa til einhverra aðgerða.“ „Bjarni Torfi er einn reyndasti sveitarstjórnarmaður á landinu og sá málið sömu augum og við. Svo sú breyting var samþykkt,“ segir Karl Pétur. Minnihlutinn sé sáttur við niðurstöðuna og telji að ný bæjarstjórn taki þar með við betra búi. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Enginn klofningur Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafnar því í samtali við Vísi að klofningur sé í meirihlutanum. Aðrir fulltrúar flokksins hafi þó ekki talið tímabært að hækka útsvar eða aðrar álögur á næsta ári. Í stað þess vilji flokkurinn leggja áhersla á að bæjarfélagið vinni sig út úr efnahagsáfalli faraldursins. Einnig eigi eftir að koma betur í ljós hvernig ríkisstjórnin ætli að styðja við sveitarfélögin. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness.Vísir/Vilhelm Ásgerður mótmælir harðlega neikvæðum málflutningi minnihlutans um fjárhag bæjarins og segir fjárhagsstöðuna mjög sterka. „Nettó skuldahlutfall bæjarins er það lægsta á landinu og þessi fjárhagsáætlun fyrir næsta ár er mjög ábyrg. Við erum að auka í þjónustu, fjölga leikskólarýmum og fleira svo ég get ekki tekið undir þessi sjónarmið hjá minnihlutanum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Seltjarnarnes Skattar og tollar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Þrír fulltrúar minnihlutans lögðu fyrst til að útsvarsprósentan yrði hækkuð í 14,48 prósent en sú tillaga var felld af fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfarið lagði Bjarni Torfi Álfþórsson, fulltrúi Sjálfstæðismanna, fram málamiðlunartillögu um að útsvarið yrði hækkað í 14,09 prósent. Sú tillaga var samþykkt með fjórum atkvæðum hans og minnihlutans gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðismanna. Bjarni Torfi Álfþórsson samþykkti að hækka útsvarið.Sjálfstæðisflokkurinn Karl Pétur Jónsson, fulltrúi Viðreisnar, segir að hækkunin hafi verið nauðsynleg í ljósi fjárhagsstöðu bæjarins. Útsvarshækkunin skili um 96 milljónum í viðbótartekjur en þýði tæplega þrjú þúsund króna hækkun útsvars á mánuði fyrir einstakling með meðallaun. Það hafi verið mat minnihlutans að það væri óábyrgt að fara inn í nýtt ár og komandi sveitarstjórnarkosningar við óbreytt ástand. „Halli bæjarsjóðs á kjörtímabilinu er búin að meðaltali 220-30 milljónir á ári. Við sáum bara að það yrði að grípa til einhverra aðgerða.“ „Bjarni Torfi er einn reyndasti sveitarstjórnarmaður á landinu og sá málið sömu augum og við. Svo sú breyting var samþykkt,“ segir Karl Pétur. Minnihlutinn sé sáttur við niðurstöðuna og telji að ný bæjarstjórn taki þar með við betra búi. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Enginn klofningur Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafnar því í samtali við Vísi að klofningur sé í meirihlutanum. Aðrir fulltrúar flokksins hafi þó ekki talið tímabært að hækka útsvar eða aðrar álögur á næsta ári. Í stað þess vilji flokkurinn leggja áhersla á að bæjarfélagið vinni sig út úr efnahagsáfalli faraldursins. Einnig eigi eftir að koma betur í ljós hvernig ríkisstjórnin ætli að styðja við sveitarfélögin. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness.Vísir/Vilhelm Ásgerður mótmælir harðlega neikvæðum málflutningi minnihlutans um fjárhag bæjarins og segir fjárhagsstöðuna mjög sterka. „Nettó skuldahlutfall bæjarins er það lægsta á landinu og þessi fjárhagsáætlun fyrir næsta ár er mjög ábyrg. Við erum að auka í þjónustu, fjölga leikskólarýmum og fleira svo ég get ekki tekið undir þessi sjónarmið hjá minnihlutanum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Seltjarnarnes Skattar og tollar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira