Sterk systkini á Selfossi sem æfa þrjá tíma á dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. desember 2021 20:15 Sterku systkinin á Selfossi, Bjarki Breiðfjörð, sem er 18 ára og Bergrós, sem er 14 ára. Þau eru með frábæra líkamsræktaraðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þau kalla ekki allt ömmu sína systkinin á Selfossi þegar kemur að kröftum því þau hafa breytt bílskúrnum heima hjá sér í kraftlyftingaskúr. Hann, sem er 18 ára er nýkrýndur Norðurlandameistari í Ólympískum lyftingum og hún, sem er 14 ára hreppti silfrið í sínum flokki. Systkinin æfa að meðaltali í þrjá klukkutíma á dag. Herbergin hjá systkinunum Bjarka Breiðfjörð Björnssyni og Bergrósu systur hans eru full af verðlaunapeningum og bikurum fyrir keppni í mótorkrossi og í lyftingum. Systkinin æfa sig mikið saman inn í bílskúr heima hjá sér í Sílatjörninni á Selfossi þar sem þau hafa komið upp flottri aðstöðu. Bæði kepptu þau nýlega á Norðurlandameistaramót unglinga og ungmenna, undir 17 ára og undir 20 ára í Ólympískum lyftingum í Noregi. Bjarki varð Norðurlandameistari í flokki undir 20 ára en hann keppti fyrir hönd Ungmennafélags Selfoss og Bergrós, sem keppti líka undir merki félagsins gerði sér lítið fyrir og varð í öðru sæti í mínus 71 kílóa flokki kvenna en hún var langyngsti keppandi mótsins og var að berjast við 16 og 17 ára stelpur. Úlfhildur Unnarsdóttir varð Norðurlandameistari í þeim flokki. Aðrir Íslendingar, sem kepptu á mótinu náðu líka mjög góðum árangri. En hvað er skemmtilegast við Ólympískar lyfingar? „Bara bætingarnar, sjá bætingar á hverri æfingu. Líka félagsskapurinn í kringum þetta allt, sem er mjög góður. Það er mjög þægilegt að hafa svona flotta aðstöðu í bílskúrnu því það er svo gott að geta æft heima líka þegar það er vont veður úti og við nennum ekki út úr húsinu,“ segir Bjarki og Bergrós bætir við. „Það koma líka til vegna Covid, þegar líkamsræktarstöðvarnar voru lokaðar, þá var hægt að æfa hérna heima alla daga." Það er oft tekið á því í bílskúrnum í Sílatjörninni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Systkinin segja að áhugi á Ólympískum lyftingum sé alltaf að aukast og aukast enda sé þetta frábær íþróttagrein. „Já, já, viði ætlum okkur langt í lyftingunum, við erum að æfa um þrjá tíma á dag,“ segir Bergrós. En er mikil keppni á milli þeirra? „Nei, engin keppni því ég er miklu betri en hún,“ segir Bjarki og hlær. „Nei, nei, hann er náttúrulega strákur og eldri, þannig að við getum ekkert verið að metast á í þessu,“ segir Bergrós hlægjandi. Systkinin hafa unnið til fjölda verðlauna síðustu ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Lyftingar Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Herbergin hjá systkinunum Bjarka Breiðfjörð Björnssyni og Bergrósu systur hans eru full af verðlaunapeningum og bikurum fyrir keppni í mótorkrossi og í lyftingum. Systkinin æfa sig mikið saman inn í bílskúr heima hjá sér í Sílatjörninni á Selfossi þar sem þau hafa komið upp flottri aðstöðu. Bæði kepptu þau nýlega á Norðurlandameistaramót unglinga og ungmenna, undir 17 ára og undir 20 ára í Ólympískum lyftingum í Noregi. Bjarki varð Norðurlandameistari í flokki undir 20 ára en hann keppti fyrir hönd Ungmennafélags Selfoss og Bergrós, sem keppti líka undir merki félagsins gerði sér lítið fyrir og varð í öðru sæti í mínus 71 kílóa flokki kvenna en hún var langyngsti keppandi mótsins og var að berjast við 16 og 17 ára stelpur. Úlfhildur Unnarsdóttir varð Norðurlandameistari í þeim flokki. Aðrir Íslendingar, sem kepptu á mótinu náðu líka mjög góðum árangri. En hvað er skemmtilegast við Ólympískar lyfingar? „Bara bætingarnar, sjá bætingar á hverri æfingu. Líka félagsskapurinn í kringum þetta allt, sem er mjög góður. Það er mjög þægilegt að hafa svona flotta aðstöðu í bílskúrnu því það er svo gott að geta æft heima líka þegar það er vont veður úti og við nennum ekki út úr húsinu,“ segir Bjarki og Bergrós bætir við. „Það koma líka til vegna Covid, þegar líkamsræktarstöðvarnar voru lokaðar, þá var hægt að æfa hérna heima alla daga." Það er oft tekið á því í bílskúrnum í Sílatjörninni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Systkinin segja að áhugi á Ólympískum lyftingum sé alltaf að aukast og aukast enda sé þetta frábær íþróttagrein. „Já, já, viði ætlum okkur langt í lyftingunum, við erum að æfa um þrjá tíma á dag,“ segir Bergrós. En er mikil keppni á milli þeirra? „Nei, engin keppni því ég er miklu betri en hún,“ segir Bjarki og hlær. „Nei, nei, hann er náttúrulega strákur og eldri, þannig að við getum ekkert verið að metast á í þessu,“ segir Bergrós hlægjandi. Systkinin hafa unnið til fjölda verðlauna síðustu ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Lyftingar Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira