Ósvikinn fögnuður eftir sturlaða flautukörfu Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2021 07:30 Devonte Graham var vel fagnað eftir ótrúlega sigurkörfu í nótt. AP/Sue Ogrocki Það velkist enginn í vafa um hver mögnuðustu tilþrif næturinnar voru í NBA-deildinni í körfubolta. Devonte Graham skoraði sigurkörfu frá eigin vallarhelmingi í 113-110 sigri New Orleans Pelicans á Oklahoma City Thunder. Heimamenn í Oklahoma náðu að jafna metin með erfiðum þristi frá Shai Gilgeous-Alexander þegar aðeins 1,4 sekúnda var eftir. Gestirnir komu boltanum á Graham sem einhvern veginn tókst að koma boltanum í körfuna af tæplega tuttugu metra færi. pic.twitter.com/lGtT0l5k98— NBA Spain (@NBAspain) December 16, 2021 Kenrich Williams reyndi að setja pressu á Graham en varð samt að fara varlega. „Ég vildi bara ekki brjóta af mér og gera eitthvað heimskulegt. Ég reyndi að sýna hendurnar. Ég vissi að hann myndi reyna við þetta skot og, ja hérna, það fór ofan í. Þá verður maður bara að taka hattinn ofan fyrir honum,“ sagði Williams. Brandon Ingram var stigahæstur Pelíkananna með 34 stig, Jonas Valanciunas skoraði 19 og tók 16 fráköst, og Graham endaði með 15 stig. Gilgeous-Alexander var stigahæstur Oklahoma með 33 stig. Nýliðinn hetja Lakers í framlengingu Af öðrum úrslitum má nefna að Utah Jazz vann sinn áttunda sigur í röð þegar liðið lagði LA Clippers að velli, 124-103. LA Lakers unnu svo sætan sigur í framlengdum leik gegn Dallas Mavericks, 107-104, þar sem nýliðinn Austin Reaves skoraði þriggja stiga sigurkörfu þegar 0,9 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Úrslitin í nótt: Cleveland 124-89 Houston Orlando 99-111 Atlanta Philadelphia 96-101 Miami Dallas 104-107 (e. framl.) LA Lakers Milwaukee 114-99 Indiana Oklahoma 110-113 New Orleans San Antonio 115-131 Charlotte Denver 107-124 Minnesota Utah 124-103 LA Clippers Portland 103-113 Memphis Sacramento 119-105 Washington NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Sjá meira
Heimamenn í Oklahoma náðu að jafna metin með erfiðum þristi frá Shai Gilgeous-Alexander þegar aðeins 1,4 sekúnda var eftir. Gestirnir komu boltanum á Graham sem einhvern veginn tókst að koma boltanum í körfuna af tæplega tuttugu metra færi. pic.twitter.com/lGtT0l5k98— NBA Spain (@NBAspain) December 16, 2021 Kenrich Williams reyndi að setja pressu á Graham en varð samt að fara varlega. „Ég vildi bara ekki brjóta af mér og gera eitthvað heimskulegt. Ég reyndi að sýna hendurnar. Ég vissi að hann myndi reyna við þetta skot og, ja hérna, það fór ofan í. Þá verður maður bara að taka hattinn ofan fyrir honum,“ sagði Williams. Brandon Ingram var stigahæstur Pelíkananna með 34 stig, Jonas Valanciunas skoraði 19 og tók 16 fráköst, og Graham endaði með 15 stig. Gilgeous-Alexander var stigahæstur Oklahoma með 33 stig. Nýliðinn hetja Lakers í framlengingu Af öðrum úrslitum má nefna að Utah Jazz vann sinn áttunda sigur í röð þegar liðið lagði LA Clippers að velli, 124-103. LA Lakers unnu svo sætan sigur í framlengdum leik gegn Dallas Mavericks, 107-104, þar sem nýliðinn Austin Reaves skoraði þriggja stiga sigurkörfu þegar 0,9 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Úrslitin í nótt: Cleveland 124-89 Houston Orlando 99-111 Atlanta Philadelphia 96-101 Miami Dallas 104-107 (e. framl.) LA Lakers Milwaukee 114-99 Indiana Oklahoma 110-113 New Orleans San Antonio 115-131 Charlotte Denver 107-124 Minnesota Utah 124-103 LA Clippers Portland 103-113 Memphis Sacramento 119-105 Washington NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: Cleveland 124-89 Houston Orlando 99-111 Atlanta Philadelphia 96-101 Miami Dallas 104-107 (e. framl.) LA Lakers Milwaukee 114-99 Indiana Oklahoma 110-113 New Orleans San Antonio 115-131 Charlotte Denver 107-124 Minnesota Utah 124-103 LA Clippers Portland 103-113 Memphis Sacramento 119-105 Washington
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Sjá meira