Sara lék með Haukum á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu að komast í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Hún var svo valinn besti leikmaður Domino's deildarinnar að tímabilinu loknu.
Í sumar gekk Sara í raðir Phoenix Constanta í Rúmeníu og er á meðal stigahæstu leikmanna deildarinnar þar í landi. Þá er hún í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu.
Elvar lék með Siauliai í Litáen á síðasta tímabili og var valinn besti leikmaður deildarinnar. Hann var jafnframt stoðsendingahæsti leikmaður hennar. Í sumar gekk Elvar til liðs við Antwerp Giants í Belgíu.
Njarðvíkingurinn var stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á árinu og átti stóran þátt í að Ísland komst á næsta stig undankeppni HM.
Helena Sverrisdóttir var í 2. sæti í kjörinu á körfuboltakonu ársins og Þóra Kristín Jónsdóttir í því þriðja.
Martin Hermannsson varð annar í kjörinu á körfuboltamanni ársins og Tryggvi Snær Hlinason þriðji.