„Hann öskraði að hann vildi deyja út af verkjum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2021 14:16 Til vinstri má sjá Alexander á Fossvogsspítala, 12 klukkustundum eftir að Karenína móðir hans talaði við hjúkrunarfræðinginn á Læknavaktinni. Vísir Móðir átta ára gamals drengs segist hafa mætt hroka og skilningsleysi á Læknavaktinni þegar hún hringdi inn vegna átta ára sonar síns, sem var þjakaður úr verkjum. Í ljós kom þegar drengurinn var fluttur á spítala að hann væri með heilablæðingu. „Þann 22. apríl á þessu ári, á 8 ára afmælisdaginn sinn, vaknar Alexander með versta mögulega höfuðverk. Hann ældi og öskraði úr verkjum. Ég hringdi á læknavaktina, þar sem við vorum í sóttkví, til þess að vita hvert ég ætti að fara með hann. En þvílíkur hroki og „er þetta fyrsta barn“ stælar,“ skrifar Karenína Elsudóttir í Facebook-færslu. Karenína birti færslunna í gær eftir að hún las viðtal í Fréttablaðinu við móður með slæma reynslu af Læknavaktinni. Hún segist ekki hafa getað setið á sér eftir að hún las viðtalið og deilir því sögu sinni. Færslu Karenínu hefur verið deilt tæplega 180 sinnum á Facebook og meira en 1.100 manns hafa líkað við færsluna. Karenína segir hjúkrunarfræðing á Læknavaktinni hafa sagt sér að gefa Alexander verkjalyf, sem hafi ekki verið hægt. „Ég sagðist ekki koma því ofan í hann þar sem hann ældi bókstaflega úr verkjum. Hann öskraði að hann vildi deyja útaf þessum verkjum. Hún sagði mér að halda áfram að reyna og hringja aftur ef hann yrði eitthvað verri?!“ Hún segist ekki hafa verið sátt við þessi svör og því hringt í neyðarlínuna. Í miðju símtali hafi Alexander hins vegar misst meðvitund. „Um leið og sjúkraflutningamenn komu þá rifu þeir hann í fangið og hlupu með hann út í sjúkrabíl og beint á barnaspítala. Niðrá barnaspítala kom í ljós að barnið væri með massíva heilblæðingu. Hann var drifinn upp í Fossvog,“ segir Karenína og segir Alexander hafa fæðst með æðaflækju í heila sem hafði þarna blætt úr. „Uppá Fossvogi var okkur tjáð að þetta væri mjög alvarlegt ástand og hann gæti dáið, við áttum að undirbúa fjölskylduna okkur undir það. Hann fór í margra klukkutíma heilaaðgerð sem bjargaði lífi hans,“ skrifar Karenína. Hún segir að fjölskyldunni hafi verið tjáð það að hefðu sjúkraflutningamennirnir ekki brugðist svo hratt við hefði drengurinn dáið. Við hafi tekið fjögurra mánaða sjúkrahúslega. Alexander hafi þurft að læra að labba, tala, borða og læra alla samhæfingu upp á nýtt. Hann sé enn í sjúkraþjálfun til að styrkjast. „Ég lagði inn kvörtun til Læknavaktarinnar út af þessu símtali, bæði út af hrokanum sem mætti mér og skilningsleysinu. Þeir sögðu að það hafði verið tekið fyrir sem hefur greinilega ekki gerst. Þetta er ekki fyrsta, ekki annað og örugglega ekki síðasta skiptið sem Læknavaktin drullar svona upp á bak, á það að kosta líf barnanna okkar eða þeirra sem okkur þykir vænt um?“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira
„Þann 22. apríl á þessu ári, á 8 ára afmælisdaginn sinn, vaknar Alexander með versta mögulega höfuðverk. Hann ældi og öskraði úr verkjum. Ég hringdi á læknavaktina, þar sem við vorum í sóttkví, til þess að vita hvert ég ætti að fara með hann. En þvílíkur hroki og „er þetta fyrsta barn“ stælar,“ skrifar Karenína Elsudóttir í Facebook-færslu. Karenína birti færslunna í gær eftir að hún las viðtal í Fréttablaðinu við móður með slæma reynslu af Læknavaktinni. Hún segist ekki hafa getað setið á sér eftir að hún las viðtalið og deilir því sögu sinni. Færslu Karenínu hefur verið deilt tæplega 180 sinnum á Facebook og meira en 1.100 manns hafa líkað við færsluna. Karenína segir hjúkrunarfræðing á Læknavaktinni hafa sagt sér að gefa Alexander verkjalyf, sem hafi ekki verið hægt. „Ég sagðist ekki koma því ofan í hann þar sem hann ældi bókstaflega úr verkjum. Hann öskraði að hann vildi deyja útaf þessum verkjum. Hún sagði mér að halda áfram að reyna og hringja aftur ef hann yrði eitthvað verri?!“ Hún segist ekki hafa verið sátt við þessi svör og því hringt í neyðarlínuna. Í miðju símtali hafi Alexander hins vegar misst meðvitund. „Um leið og sjúkraflutningamenn komu þá rifu þeir hann í fangið og hlupu með hann út í sjúkrabíl og beint á barnaspítala. Niðrá barnaspítala kom í ljós að barnið væri með massíva heilblæðingu. Hann var drifinn upp í Fossvog,“ segir Karenína og segir Alexander hafa fæðst með æðaflækju í heila sem hafði þarna blætt úr. „Uppá Fossvogi var okkur tjáð að þetta væri mjög alvarlegt ástand og hann gæti dáið, við áttum að undirbúa fjölskylduna okkur undir það. Hann fór í margra klukkutíma heilaaðgerð sem bjargaði lífi hans,“ skrifar Karenína. Hún segir að fjölskyldunni hafi verið tjáð það að hefðu sjúkraflutningamennirnir ekki brugðist svo hratt við hefði drengurinn dáið. Við hafi tekið fjögurra mánaða sjúkrahúslega. Alexander hafi þurft að læra að labba, tala, borða og læra alla samhæfingu upp á nýtt. Hann sé enn í sjúkraþjálfun til að styrkjast. „Ég lagði inn kvörtun til Læknavaktarinnar út af þessu símtali, bæði út af hrokanum sem mætti mér og skilningsleysinu. Þeir sögðu að það hafði verið tekið fyrir sem hefur greinilega ekki gerst. Þetta er ekki fyrsta, ekki annað og örugglega ekki síðasta skiptið sem Læknavaktin drullar svona upp á bak, á það að kosta líf barnanna okkar eða þeirra sem okkur þykir vænt um?“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira