Tiger Woods og sonur hans náðu ellefu fuglum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 17:00 Tiger Woods faðmar son sinn Charlie Woods efir lokapúttið á átjándu holunni. AP/Scott Audette Tiger Woods og Charlie settu á svið sannkallaða golfsýningu á seinni deginum á PNC Championship fjölskyldumótinu en urðu á endanum að sætta sig við annað sætið á eftir Daly feðgunum. Tiger Woods sneri aftur á golfvöllinn í Orlando um helgina þar sem hann lék við hlið sonar síns í scramble höggleik. Tiger ætlaði sér að hafa gaman af því að spila með syni sínum og að forðast það að fá skolla. Það tókst heldur betur hjá honum. Þeir feðgar áttu einkar góðan seinni dag þar sem þeir náðu meðal annars fugli á ellefu holum í röð. Það endaði loks á átjándu holunni þar sem þurftu örn til að komast í efsta sætið. Báðir vippuðu framhjá holunni. Það breytti ekki því að Tiger og Charlie léku seinni átján holurnar á 56 höggum eða fimmtán höggum undir pari. Þeir náðu þrettán fuglum, einum erni og pöruðu síðan fjórar holur. John Daly og sonur hans John II unnu þar með mótið með tveimur höggum eftir að hafa spilað seinni daginn á 57 höggum. Þeir léku á 27 höggum undir pari samanlagt. Með þessari spilamennsku slógu þeir met Davis Love III og sonar hans frá því fyrir þremur árum. Það þurfti metframmistöðu til að vinna Woods-feðga. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) „Við vorum orðnir heitir þarna og Charlie var að hitta kúluna ótrúlega vel. Það hefði auðvitað haft mikla þýðingu fyrir mig að vinna,“ viðurkenndi Tiger en það skipti líka miklu máli að hann gat spilað þessa helgi. „Sú staðreynd að við gátum fengið þetta tækifæri í ár þegar fyrir aðeins nokkrum vikum vissi ég ekki hvort ég gæti þetta, en hér erum við. Ég naut þess í botn en vildi bara að ég hefði getað gengið brautirnar með honum og verið við hlið hans allan tímann eins og í fyrra,“ sagði Tiger sem fór um á golfbíl. Hann er enn að jafna sig eftir að hafa rústað fæti sínum í bílslysi í febrúar. Tiger gekk síðustu metrana á lokaholunni en það fór ekkert á milli mála að hann fann meira og meira fyrir vinstri fætinum eftir því sem leið á mótið. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Golf Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sjá meira
Tiger Woods sneri aftur á golfvöllinn í Orlando um helgina þar sem hann lék við hlið sonar síns í scramble höggleik. Tiger ætlaði sér að hafa gaman af því að spila með syni sínum og að forðast það að fá skolla. Það tókst heldur betur hjá honum. Þeir feðgar áttu einkar góðan seinni dag þar sem þeir náðu meðal annars fugli á ellefu holum í röð. Það endaði loks á átjándu holunni þar sem þurftu örn til að komast í efsta sætið. Báðir vippuðu framhjá holunni. Það breytti ekki því að Tiger og Charlie léku seinni átján holurnar á 56 höggum eða fimmtán höggum undir pari. Þeir náðu þrettán fuglum, einum erni og pöruðu síðan fjórar holur. John Daly og sonur hans John II unnu þar með mótið með tveimur höggum eftir að hafa spilað seinni daginn á 57 höggum. Þeir léku á 27 höggum undir pari samanlagt. Með þessari spilamennsku slógu þeir met Davis Love III og sonar hans frá því fyrir þremur árum. Það þurfti metframmistöðu til að vinna Woods-feðga. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) „Við vorum orðnir heitir þarna og Charlie var að hitta kúluna ótrúlega vel. Það hefði auðvitað haft mikla þýðingu fyrir mig að vinna,“ viðurkenndi Tiger en það skipti líka miklu máli að hann gat spilað þessa helgi. „Sú staðreynd að við gátum fengið þetta tækifæri í ár þegar fyrir aðeins nokkrum vikum vissi ég ekki hvort ég gæti þetta, en hér erum við. Ég naut þess í botn en vildi bara að ég hefði getað gengið brautirnar með honum og verið við hlið hans allan tímann eins og í fyrra,“ sagði Tiger sem fór um á golfbíl. Hann er enn að jafna sig eftir að hafa rústað fæti sínum í bílslysi í febrúar. Tiger gekk síðustu metrana á lokaholunni en það fór ekkert á milli mála að hann fann meira og meira fyrir vinstri fætinum eftir því sem leið á mótið. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Golf Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sjá meira