Sú besta í heimi eins og krúttleg lítil stelpa þegar hún bað Tiger um mynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 13:01 Nelly Korda bítur í Ólympíugullið sitt eftir sigur sinn á leikunum í Tókýó í sumar. EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS Falleg stund náðist á mynd um helgina þegar besti kvenkylfingur heims um þessar mundir hitti goðsögnina Tiger Woods í fyrsta sinn á ævinni. Það er óhætt að segja að hún hafi verið spennt og ætlaði jafnframt ekki að láta tækifærið renna úr greipum sér. Nelly Korda er efst á heimslista kvenna í golfi en hún vann PGA-risamótið í ár og tryggði sér einnig Ólympíugull á leikunum í Tókýó í ágúst. Korda er 23 ára gömul og þykir hafa allt til alls til að verða súperstjarna í íþróttinni á næstu árum. Hún og Tiger eru bæði mikið í Flórída eins og fjölmargir af bestu kylfingum heims en það kom örugglega mjög mörgum á óvart að þau hefðu aldrei fyrst fyrir PNC Championship góðgerðamótið um helgina. Á PNC Championship spila kylfingar með foreldrum eða börnum. Tiger Woods var að spila með syni sínum Charlie Axel Woods en Nelly Korda með föður sínum Petr Korda sem vann meðal annars risamót í tennis á sínum ferli. Nelly Korda fékk loksins tækifærið fyrir aftan átjándu flötina á laugardaginn þegar Woods og Charlie kláruðu fyrri umferðina sína á PNC Championship mótinu í Orlando. Það besta er að atvikið náðist á mynd eins og sjá má hér fyrir neðan. Nelly met Tiger for the first time. Her reaction says it all. pic.twitter.com/Wn2yEFP42h— PGA TOUR Champions (@ChampionsTour) December 18, 2021 „Hæ, Tiger,“ sagði Nelly Korda vandræðalega við Tiger Woods og bað hann síðan um mynd. Hann tók henni vel og var að sjálfsögðu til í mynd. „Nelly,“ svaraði Tiger eins og hann hafði þekkt hana síðan hún fæddist. „Já, þú færða hana, klárt mál,“ sagði Tiger Woods. Nelly gekk einu skrefi lengra og spurði hvort bróðir hennar fengi líka að vera með á mynd. Bróðir hennar Sebastian Korda er atvinnumaður í tennis eins og pabbi þeirri. Pabbinn tekur síðan myndina af henni og svo er tekin mynd af Sebastian og Petr með Tiger. Myndbandið sýnir Nelly þegar hún kemur svífandi úr myndatökunni, brosandi út að eyrum, eins og smástelpa nýbúin að opna draumajólagjöfina sína. Tiger spyr þau síðan að því á hversu mörgum höggum þau kláruðu hringinn sem var 63 högg eins og Woods feðgarnir. Petr segir að dóttirin hafi borið þau uppi en hún nefnir fuglinn sem faðir hennar náði á annarri holunni. Nelly þakkar Tiger nokkrum sinnum fyrir og gengur síðan skælbrosandi í burtu. „Draumur minn var að rætast,“ segir hún að lokum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Golf Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sjá meira
Nelly Korda er efst á heimslista kvenna í golfi en hún vann PGA-risamótið í ár og tryggði sér einnig Ólympíugull á leikunum í Tókýó í ágúst. Korda er 23 ára gömul og þykir hafa allt til alls til að verða súperstjarna í íþróttinni á næstu árum. Hún og Tiger eru bæði mikið í Flórída eins og fjölmargir af bestu kylfingum heims en það kom örugglega mjög mörgum á óvart að þau hefðu aldrei fyrst fyrir PNC Championship góðgerðamótið um helgina. Á PNC Championship spila kylfingar með foreldrum eða börnum. Tiger Woods var að spila með syni sínum Charlie Axel Woods en Nelly Korda með föður sínum Petr Korda sem vann meðal annars risamót í tennis á sínum ferli. Nelly Korda fékk loksins tækifærið fyrir aftan átjándu flötina á laugardaginn þegar Woods og Charlie kláruðu fyrri umferðina sína á PNC Championship mótinu í Orlando. Það besta er að atvikið náðist á mynd eins og sjá má hér fyrir neðan. Nelly met Tiger for the first time. Her reaction says it all. pic.twitter.com/Wn2yEFP42h— PGA TOUR Champions (@ChampionsTour) December 18, 2021 „Hæ, Tiger,“ sagði Nelly Korda vandræðalega við Tiger Woods og bað hann síðan um mynd. Hann tók henni vel og var að sjálfsögðu til í mynd. „Nelly,“ svaraði Tiger eins og hann hafði þekkt hana síðan hún fæddist. „Já, þú færða hana, klárt mál,“ sagði Tiger Woods. Nelly gekk einu skrefi lengra og spurði hvort bróðir hennar fengi líka að vera með á mynd. Bróðir hennar Sebastian Korda er atvinnumaður í tennis eins og pabbi þeirri. Pabbinn tekur síðan myndina af henni og svo er tekin mynd af Sebastian og Petr með Tiger. Myndbandið sýnir Nelly þegar hún kemur svífandi úr myndatökunni, brosandi út að eyrum, eins og smástelpa nýbúin að opna draumajólagjöfina sína. Tiger spyr þau síðan að því á hversu mörgum höggum þau kláruðu hringinn sem var 63 högg eins og Woods feðgarnir. Petr segir að dóttirin hafi borið þau uppi en hún nefnir fuglinn sem faðir hennar náði á annarri holunni. Nelly þakkar Tiger nokkrum sinnum fyrir og gengur síðan skælbrosandi í burtu. „Draumur minn var að rætast,“ segir hún að lokum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Golf Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sjá meira