Lífið

Sindri og Jói í basli í bakstri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sindri og Jói eru ekki miklir bakarar.
Sindri og Jói eru ekki miklir bakarar.

Í gærkvöldi fór í loftið jólaútgáfa af Blindum bakstri þar sem Eva Laufey fær til sín skemmtilega gesti næstu tvö sunnudagskvöld.

Sindri Sindrason og Jóhannes Ásbjörnsson voru gestir Evu í Blindum jólabakstri á Stöð 2 í gær.

Baksturinn gekk nokkuð vel hjá gestunum sem viðurkenndu það í upphafi þáttarins að þeir kunna akkúrat ekkert að baka. Sindri er til að mynda með ofnæmi fyrir smjöri, hveiti og vanilludropum sem þurfti einmitt að nota í verkefnið.

Að þessu sinni átti að baka fallega þriggja laga jólaköku skreytta með fallegum jólatrjám.

Það kom fljótlega í ljós að Sindri yrði í smá vandræðum í þessu verkefni og byrjaði fyrsta skrefið erfiðlega hjá honum eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Sindri og Jói í töluverður basli í bakstri

Tengdar fréttir

Jóla­molar: Er ein af þeim fáu sem sendir enn­þá jóla­kort

Það er óhætt að segja að dagskrárgerðarkonan Eva Laufey Kjaran sé ein af þeim sem bakar tvær ef ekki þrjár sortir fyrir jólin. Hún er mikið jólabarn og hefst undirbúningurinn snemma hjá henni. Hún gaf nýlega út sína fjórðu bók, Bakað með Evu, ásamt því að hafa verið að frumsýna aðra þáttaröð af Blindum bakstri síðasta sunnudag en fyrstu þættirnir verða í sérstökum hátíðarbúningi.

Bölvað ves á Bassa í des

Í gærkvöldi fór í loftið jólaútgáfa af Blindum bakstri þar sem Eva Laufey fær til sín skemmtilega gesti næstu tvö sunnudagskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×