Flýr frá neysluhyggjunni sem einkennir oft vestræn jól Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. desember 2021 22:00 Fjölskyldan er fjölmenn. aðsend Móðir sem hefur þrisvar sinnum haldið upp á jólin í Afríku með fjölskyldu sinni segir gott að komast frá neysluhyggjunni sem einkennir oft vestræn jól. Sama hvar fjölskyldan er stödd í heiminum láta þau dómkirkjuklukkur í Reykjavík ætíð hringja inn jólin. Guðrún Helga býr að hluta til í Senegal í Afríku með eiginmanni og börnum. Hún aðhyllist hæglæti og einfaldan lífstíl en í því felst meðal annars sú áskorun að forðast allt jólastress. „Ég segi á hverju einasta ári að ég ætli að minnka jólastress en svo dettur maður alltaf í þennan gír og þetta er það sem við losnum alveg við hérna í Senegal,“ sagði Guðrún Helga Jóhannsdóttir. Undankomuleið frá neysluhyggjunni Í ár fagnar fjölskyldan jólunum í Senegal sem Guðrún segir vera hálfgerða undankomuleið frá neysluhyggjunni sem fylgir oft jólunum. En hún leggur áherslu á að börn um allan heim eigi gleðileg jól. „Við viljum koma því til barnanna okkar að þegar þú gefur jólagjöf þá gefuru líka jólagjöf til einhvers sem ekki hefur tök á að fá jólagjöf. Ég vinn í þessum geira og hef því upplifað ýmislegt. Og bara að sjá hvað einn lítill bolti gerir. Ánægjan og bosin og gleðin sem verður í þorpinu, það er meiri gjöf fyrir þann sem gefur en fyrir þann sem fær boltann.“ Sjálf gefur Guðrún börnum sínum svokallaðar heillagjafir, sem eru gjafir sem berast síðan til bágstaddra barna. „Krakkarnir mínir hafa séð það hérna í Senegal að það er fólk sem borðar ekki og börn geta ekki farið í skóla en með þessum gjöfum þá geturu tryggt að börnin fái betri heilsu, öryggi og menntun. Þetta eru mjög nytsamlegar, umhverfisvænar og fallegar gjafir.“ „Við viljum kenna börnunum okkar að við höfum lang flest og getum keypt dýrar jólagjafi fyrir börnin okkar en það skiptir jafn miklu máli að börnin sem hafa ekki þessi veraldlegu gæði að þau eigi gleðileg jól eins og börnin okkar. Það skiptir ekki minna máli. Við viljum koma því til barnanna okkar að þegar þú gefur jólagjöf þá gefuru jólagjöf til einhvers sem ekki hefur tök á að fá jólagjöf.“ Fjölskyldan ferðast mikið og hefur sjö sinnum verið í útlöndum um jólin.aðsend Hún segist ekki vilja snú til baka til jóla sem einkennast af neysluhyggju. „Ég myndi ekki vilja það, en um leið og maður kemur til Íslands þá dettur maður í þann gír. Ég reyni að vera mjög minimalísk en maður dettur alltaf aðeins lengra í það heldur en maður vill því miður.“ Þannig jól í Senegal er fullkomin undankomuleið frá neysluhyggjunni? „Það er fullkomin undankomuleið en á sama tíma saknar maður þess auðvitað að vera með fjölskyldunni á Íslandi um jólin.“ Áhersla á íslenskar hefðir sama hvar í heiminum þau eru Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að ferðast með börnin annað um jólin til þess að kenna þeim að ekki hafi allir það jafn gott um jólin. Guðrún tók íslenskt hangikjöt og eina dós af ora grænum baunum með út til Senegal, en hún segir að þrátt fyrir að fjölskyldan verji jólunum oft erlendis séu sumar jólahefðir ómissandi. „Það er ein hefð hjá okkur hvar sem við erum í heiminum, þá kveikjum við alltaf á messunni í dómkirkjunni klukkan sex þannig að hún fær alltaf að hringja inn jólin og svo byrjum við að borða.“ Jólatréð er ekki stórt.aðsend Jólin séu til að gleðja öll börn Hún hvetur þá sem geta til þess að gleðja fleiri börn um jólin. „Jólin eru til að gleðja börnin, en þau eru ekki bara til þess að gleðja íslensk börn heldur til þess að gleðja öll börn.“ Hér má fylgjast með Guðrúnu og fjölskyldu á Instagram. Jól Börn og uppeldi Verslun Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Guðrún Helga býr að hluta til í Senegal í Afríku með eiginmanni og börnum. Hún aðhyllist hæglæti og einfaldan lífstíl en í því felst meðal annars sú áskorun að forðast allt jólastress. „Ég segi á hverju einasta ári að ég ætli að minnka jólastress en svo dettur maður alltaf í þennan gír og þetta er það sem við losnum alveg við hérna í Senegal,“ sagði Guðrún Helga Jóhannsdóttir. Undankomuleið frá neysluhyggjunni Í ár fagnar fjölskyldan jólunum í Senegal sem Guðrún segir vera hálfgerða undankomuleið frá neysluhyggjunni sem fylgir oft jólunum. En hún leggur áherslu á að börn um allan heim eigi gleðileg jól. „Við viljum koma því til barnanna okkar að þegar þú gefur jólagjöf þá gefuru líka jólagjöf til einhvers sem ekki hefur tök á að fá jólagjöf. Ég vinn í þessum geira og hef því upplifað ýmislegt. Og bara að sjá hvað einn lítill bolti gerir. Ánægjan og bosin og gleðin sem verður í þorpinu, það er meiri gjöf fyrir þann sem gefur en fyrir þann sem fær boltann.“ Sjálf gefur Guðrún börnum sínum svokallaðar heillagjafir, sem eru gjafir sem berast síðan til bágstaddra barna. „Krakkarnir mínir hafa séð það hérna í Senegal að það er fólk sem borðar ekki og börn geta ekki farið í skóla en með þessum gjöfum þá geturu tryggt að börnin fái betri heilsu, öryggi og menntun. Þetta eru mjög nytsamlegar, umhverfisvænar og fallegar gjafir.“ „Við viljum kenna börnunum okkar að við höfum lang flest og getum keypt dýrar jólagjafi fyrir börnin okkar en það skiptir jafn miklu máli að börnin sem hafa ekki þessi veraldlegu gæði að þau eigi gleðileg jól eins og börnin okkar. Það skiptir ekki minna máli. Við viljum koma því til barnanna okkar að þegar þú gefur jólagjöf þá gefuru jólagjöf til einhvers sem ekki hefur tök á að fá jólagjöf.“ Fjölskyldan ferðast mikið og hefur sjö sinnum verið í útlöndum um jólin.aðsend Hún segist ekki vilja snú til baka til jóla sem einkennast af neysluhyggju. „Ég myndi ekki vilja það, en um leið og maður kemur til Íslands þá dettur maður í þann gír. Ég reyni að vera mjög minimalísk en maður dettur alltaf aðeins lengra í það heldur en maður vill því miður.“ Þannig jól í Senegal er fullkomin undankomuleið frá neysluhyggjunni? „Það er fullkomin undankomuleið en á sama tíma saknar maður þess auðvitað að vera með fjölskyldunni á Íslandi um jólin.“ Áhersla á íslenskar hefðir sama hvar í heiminum þau eru Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að ferðast með börnin annað um jólin til þess að kenna þeim að ekki hafi allir það jafn gott um jólin. Guðrún tók íslenskt hangikjöt og eina dós af ora grænum baunum með út til Senegal, en hún segir að þrátt fyrir að fjölskyldan verji jólunum oft erlendis séu sumar jólahefðir ómissandi. „Það er ein hefð hjá okkur hvar sem við erum í heiminum, þá kveikjum við alltaf á messunni í dómkirkjunni klukkan sex þannig að hún fær alltaf að hringja inn jólin og svo byrjum við að borða.“ Jólatréð er ekki stórt.aðsend Jólin séu til að gleðja öll börn Hún hvetur þá sem geta til þess að gleðja fleiri börn um jólin. „Jólin eru til að gleðja börnin, en þau eru ekki bara til þess að gleðja íslensk börn heldur til þess að gleðja öll börn.“ Hér má fylgjast með Guðrúnu og fjölskyldu á Instagram.
Jól Börn og uppeldi Verslun Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira