Skytturnar ekki í vandræðum gegn Kanarífuglunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. desember 2021 16:55 Þessir tveir voru á skotskónum í dag. EPA-EFE/NEIL HALL Arsenal var án þriggja leikmanna vegna kórónuveirunnar er liðið heimsótti Norwich City í dag. Þrátt fyrir að þurfa að færa menn til í öftustu línu þó kom það ekki að sök þar sem Arsenal vann einkar öruggan 5-0 sigur. Bukayo Saka kom gestunum yfir snemma leiks eftir undirbúning Martin Ødegaard. Virtist sem það myndi vera eina mark fyrri hálfleiks en undir lok hans tvöfaldaði Arsenal forystuna. Aftur var það Ødegaard sem lagði upp á örvfættan leikmann en að þessu sinni skoraði Kieran Tierney markið. Staðan 2-0 Skyttunum í vil í hálfleik. Um miðbik síðari hálfleiks gulltryggði Saka sigur gestanna með góðu skoti fyrir utan vítateig. Staðan orðin 3-0 og þó sigurinn væri gulltryggður bættu gestirnir enn frekar í. 10 Bukayo Saka (20 years, 112 days) is the second-youngest Arsenal player to reach 10 Premier League goals for the club, after Nicolas Anelka (19 years, 225 days). Gooner. https://t.co/ADKd8m2pmP— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2021 Þegar sex mínútur lifðu leiks fengu gestirnir frá Lundúnum vítaspyrnu. Alexandre Lacazette fór á punktinn og kom Arsenal fjórum mörkum yfir. Varamaðurinn Emile Smith-Rowe skoraði fimmta mark gestanna í uppbótartíma. Lokatölur 5-0 Skyttunum í vil og lærisveinar Mikel Arteta komnir upp í 4. sæti deildarinnar með 35 stig. Enski boltinn Fótbolti
Arsenal var án þriggja leikmanna vegna kórónuveirunnar er liðið heimsótti Norwich City í dag. Þrátt fyrir að þurfa að færa menn til í öftustu línu þó kom það ekki að sök þar sem Arsenal vann einkar öruggan 5-0 sigur. Bukayo Saka kom gestunum yfir snemma leiks eftir undirbúning Martin Ødegaard. Virtist sem það myndi vera eina mark fyrri hálfleiks en undir lok hans tvöfaldaði Arsenal forystuna. Aftur var það Ødegaard sem lagði upp á örvfættan leikmann en að þessu sinni skoraði Kieran Tierney markið. Staðan 2-0 Skyttunum í vil í hálfleik. Um miðbik síðari hálfleiks gulltryggði Saka sigur gestanna með góðu skoti fyrir utan vítateig. Staðan orðin 3-0 og þó sigurinn væri gulltryggður bættu gestirnir enn frekar í. 10 Bukayo Saka (20 years, 112 days) is the second-youngest Arsenal player to reach 10 Premier League goals for the club, after Nicolas Anelka (19 years, 225 days). Gooner. https://t.co/ADKd8m2pmP— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2021 Þegar sex mínútur lifðu leiks fengu gestirnir frá Lundúnum vítaspyrnu. Alexandre Lacazette fór á punktinn og kom Arsenal fjórum mörkum yfir. Varamaðurinn Emile Smith-Rowe skoraði fimmta mark gestanna í uppbótartíma. Lokatölur 5-0 Skyttunum í vil og lærisveinar Mikel Arteta komnir upp í 4. sæti deildarinnar með 35 stig.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti