Searle skaut Borland niður á jörðina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2021 16:17 Þrátt fyrir að sjá varla á píluspjaldið er Ryan Searle afar flinkur spilari. getty/John Walton Ryan Searle, William O'Connor og Luke Humphries komust örugglega í 3. umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. Joe Cullen þurfti hins vegar að hafa mikið fyrir sínum sigri. Í fyrsta leik dagsins mætti Searle Skotanum William Borland sem sló í gegn í 1. umferð þegar hann tryggði sér sigur á Bradley Brooks með ótrúlegum níu pílna leik. Borland átti þó ekki mikla möguleika í Searle sem hefur leikið einkar vel á þessu ári og er í 15. sæti heimslistans. Searle vann fyrsta settið 3-0 og Borland virtist ekki eiga möguleika. Skotinn náði sér aðeins betur á strik í næstu tveimur settum en það dugði ekki til. Searle vann þau bæði, 3-2, og leikinn, 3-0. Í öðrum leik dagsins vann Írinn William O'Connor mjög svo öruggan sigur á reynsluboltanum Glen Durrant. O'Connor vann leikinn 3-0 og tapaði aðeins einum legg. Austurríkismaðurinn Rowby-John Rodriguez sýndi góða takta í 1. umferðinni en átti litla möguleika gegn Luke Humphries sem vann viðureignina, 3-0. Eftir þrjár frekar ójafnar viðureignir var mikil spenna í leik Cullens og Jims Williams. Sá síðarnefndi komst í 0-1 og 1-2 en Cullen gafst ekki upp. Hann jafnaði með því að vinna fjórða settið, 3-0, og tryggði sér svo sigurinn með 3-1 sigri í oddasetti. Fjórir leikir fara fram á HM í kvöld. Bein útsending Stöðvar 2 Sports 3 hefst klukkan 19:00. Leikir kvöldsins Nathan Aspinall - Joe Murnan Dirk van Duijvenbode - Boris Koltsov Kim Huybrechts - Steve Beaton Simon Whitlock - Martiijn Kleermaker Pílukast Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Í fyrsta leik dagsins mætti Searle Skotanum William Borland sem sló í gegn í 1. umferð þegar hann tryggði sér sigur á Bradley Brooks með ótrúlegum níu pílna leik. Borland átti þó ekki mikla möguleika í Searle sem hefur leikið einkar vel á þessu ári og er í 15. sæti heimslistans. Searle vann fyrsta settið 3-0 og Borland virtist ekki eiga möguleika. Skotinn náði sér aðeins betur á strik í næstu tveimur settum en það dugði ekki til. Searle vann þau bæði, 3-2, og leikinn, 3-0. Í öðrum leik dagsins vann Írinn William O'Connor mjög svo öruggan sigur á reynsluboltanum Glen Durrant. O'Connor vann leikinn 3-0 og tapaði aðeins einum legg. Austurríkismaðurinn Rowby-John Rodriguez sýndi góða takta í 1. umferðinni en átti litla möguleika gegn Luke Humphries sem vann viðureignina, 3-0. Eftir þrjár frekar ójafnar viðureignir var mikil spenna í leik Cullens og Jims Williams. Sá síðarnefndi komst í 0-1 og 1-2 en Cullen gafst ekki upp. Hann jafnaði með því að vinna fjórða settið, 3-0, og tryggði sér svo sigurinn með 3-1 sigri í oddasetti. Fjórir leikir fara fram á HM í kvöld. Bein útsending Stöðvar 2 Sports 3 hefst klukkan 19:00. Leikir kvöldsins Nathan Aspinall - Joe Murnan Dirk van Duijvenbode - Boris Koltsov Kim Huybrechts - Steve Beaton Simon Whitlock - Martiijn Kleermaker
Nathan Aspinall - Joe Murnan Dirk van Duijvenbode - Boris Koltsov Kim Huybrechts - Steve Beaton Simon Whitlock - Martiijn Kleermaker
Pílukast Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira