Lífið

Birgitta syngur Eitt lítið jólalag í fyrsta sinn í yfir fimmtán ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birgitta hefur ekki sungið lagið í fimmtán ár. 
Birgitta hefur ekki sungið lagið í fimmtán ár. 

Sóli Hólm og Eva Laufey stíga á stokk í sérstökum jólaskemmtiþætti á Stöð 2 í kvöld sem gengur undir nafninu Vertu með okkur um jólin.

Um er að ræða glæsilega tónlistarveislu þar sem kertaljós og kósý stemming er í fyrirrúmi. Einvalalið tónlistarfólks flytur klassísk og vinsæl jólalög í bland við ný. 

Davíð Sigurgeirsson stýrir hljómsveit og 30 manna gospelkór Jóns Vídalíns verður á svæðinu.

Í þættinum í kvöld má til að mynda sjá Birgittu Haukdal syngja jólalagið vinsæla Eitt lítið jólalag en þetta er í fyrsta skipti í rúmlega 15 ár sem hún flytur lagið opinberlega.

Þátturinn hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 í kvöld. 

Klippa: Birgitta syngur Eitt lítið jólalag í fyrsta sinn í yfir fimmtán ár





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.