Óvenjulegar jólakveðjur vekja athygli hlustenda Rásar 1 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. desember 2021 13:30 Lesnar jólakveðjur á Rás 1 eru fastur liður í jólahefðum margra Íslendinga. Vísir/Vilhelm Jólakveðjurnar sem lesnar eru á Rás 1 í aðdraganda jóla og áramóta eru í huga margra órjúfanlegur hluti af jólahefðinni hér á landi. Fjölmargir senda vinum og ættingjum jólakveðjur í útvarpinu, sem oftar en ekki eru hugheilar. Jólakveðjum hvaðanæva af landinu hefur rignt yfir hlustendur gufunnar á síðustu dögum, með tilheyrandi óskum um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með þakkir fyrir stundirnar á árinu sem er að líða, og svo framvegis. Nú virðist hinsvegar sem kímnir kveðjusendendur hafi fangað athygli netverja í ár, en nokkrar óhefðbundnar kveðjur hafa heyrst á öldum ljósvakans í aðdraganda jólanna sem senn ganga í garð og verið deilt á Twitter. Nokkrar þeirra má heyra hér að neðan. Bessí og Dæi senda til að mynda „nánast öllum landsmönnum hugheilar jóla-, nýárs- og páskakveðjur,“ og hvetja sérstaklega til dáða KR og Jesú. Það virðist vera einhver keppni í gangi um óhefðbundnustu jólakveðjuna þetta árið. Bessí og Dæi komin í úrslit ásamt honum Magga sem sendi kveðju í gær 🎄 pic.twitter.com/dFhXQGOljD— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) December 23, 2021 Snæbjörn spyr þá einfaldlega hver ætli að eiga gleðileg jól. Og hér er ein frá honum Snæbirni. pic.twitter.com/2MYDF34EAs— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) December 23, 2021 Maggi, Maggi, heimsins besti Maggi sendir „eldheitar jólakveðjur af þakinu.“ Væri til í að kynnast þessum Magga. pic.twitter.com/FUiYPdjKzJ— Grétar Þór (@gretarsigurds) December 22, 2021 Þá fengu allir í Swingerklúbbi Vesturbæjar, sem er félagsskapur sem fréttamaður þekkir ekki nánari deili á, hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Jólakveðja til allra í Swingerklúbbi Vesturbæjar 🍍 pic.twitter.com/L3EWSltQFB— Andrea Sigurðardóttir (@andreasig) December 23, 2021 Mjá, mjá, mjá, mjá segja Harry og Helga Ingibjörg í kveðju frá Hryllingi en netverjar velta því fyrir sér hvort bærinn Hryllingur sé til. Veit ég hvort bærinn Hryllingur sé til? Nei. Býr mamma þar á Þorláksmessu nú annað árið í röð? Já. Jólakveðja frá Hryllingi. Gleðilega hátíð! pic.twitter.com/f8IFqX1Byz— Ellen Geirs (@EllenGeirs_) December 24, 2021 Jól Ríkisútvarpið Grín og gaman Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Jólakveðjum hvaðanæva af landinu hefur rignt yfir hlustendur gufunnar á síðustu dögum, með tilheyrandi óskum um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með þakkir fyrir stundirnar á árinu sem er að líða, og svo framvegis. Nú virðist hinsvegar sem kímnir kveðjusendendur hafi fangað athygli netverja í ár, en nokkrar óhefðbundnar kveðjur hafa heyrst á öldum ljósvakans í aðdraganda jólanna sem senn ganga í garð og verið deilt á Twitter. Nokkrar þeirra má heyra hér að neðan. Bessí og Dæi senda til að mynda „nánast öllum landsmönnum hugheilar jóla-, nýárs- og páskakveðjur,“ og hvetja sérstaklega til dáða KR og Jesú. Það virðist vera einhver keppni í gangi um óhefðbundnustu jólakveðjuna þetta árið. Bessí og Dæi komin í úrslit ásamt honum Magga sem sendi kveðju í gær 🎄 pic.twitter.com/dFhXQGOljD— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) December 23, 2021 Snæbjörn spyr þá einfaldlega hver ætli að eiga gleðileg jól. Og hér er ein frá honum Snæbirni. pic.twitter.com/2MYDF34EAs— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) December 23, 2021 Maggi, Maggi, heimsins besti Maggi sendir „eldheitar jólakveðjur af þakinu.“ Væri til í að kynnast þessum Magga. pic.twitter.com/FUiYPdjKzJ— Grétar Þór (@gretarsigurds) December 22, 2021 Þá fengu allir í Swingerklúbbi Vesturbæjar, sem er félagsskapur sem fréttamaður þekkir ekki nánari deili á, hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Jólakveðja til allra í Swingerklúbbi Vesturbæjar 🍍 pic.twitter.com/L3EWSltQFB— Andrea Sigurðardóttir (@andreasig) December 23, 2021 Mjá, mjá, mjá, mjá segja Harry og Helga Ingibjörg í kveðju frá Hryllingi en netverjar velta því fyrir sér hvort bærinn Hryllingur sé til. Veit ég hvort bærinn Hryllingur sé til? Nei. Býr mamma þar á Þorláksmessu nú annað árið í röð? Já. Jólakveðja frá Hryllingi. Gleðilega hátíð! pic.twitter.com/f8IFqX1Byz— Ellen Geirs (@EllenGeirs_) December 24, 2021
Jól Ríkisútvarpið Grín og gaman Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira