Innlent

Biskup harmar Hjalt­eyrar­málið

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, gerði ofbeldi gagnvart börnum á Hjalteyri að umtalsefni í jólaávarpi sínu í hátíðarmessu í Langholtskirkju í dag. 

Hún sagðist harma það að börnin hafi þurft að þola harðræði af fólki sem hafi rekið heimilið undir kristilegum forsendum. Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um mál barnanna, en þau þurftu að þola líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimilið.

„Það er svo sannarlega ekki í anda Jesú Krists að beita börn og fólk almennt ofbeldi af einhverju tagi. Ég harma það að börnin á Hjalteyri og öðrum þeim stöðum sem börn áttu að vera örugg og umvafin kærleika skyldu þurfa að reyna hið gagnstæða án þess að þeim yrði komið til hjálpar. Það er ljóst af fréttum undanfarinna daga að mál barnanna fékk ekki eðlilegan framgang,“ sagði biskup Íslands í jólaávarpi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×