Enski boltinn

Þrír með veiruna hjá Arsenal

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Takehiro Tomiyasu er með veiruna.
Takehiro Tomiyasu er með veiruna. Chris Brunskill/Getty Images

Þrír leikmenn enska knattspyrnuliðsins Arsenal hafa greinst með Covid-19 og eru því ekki með liðinu í dag er það tekur á móti Norwich City.

Arsenal tekur á móti Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðið er án þriggja leikmanna sem allir geta leyst stöðu hægri bakvarðar.

Fyrr í dag greindi Arsenal frá því að þeir Takehiro Tomiyasu, Cedric Soares og Ainsley Maitland-Niles hefðu allir greinst með kórónuveiruna og væru því ekki til taks í leik dagsins. 

Ekki virðist sem fleiri leikmenn Arsenal hafi greinst með veiruna og leikurinn gat því farið fram.

Rob Holding tók stöðu Tomiyasu í vörn Arsenal gegn Norwich. Holding fór í miðvörðinn á meðan Ben White var færður úr miðverði yfir í stöðu hægri bakvarðar.


Tengdar fréttir

Ótrúlegur fjöldi frestaðra leikja í efstu fjórum deildum Englands

Nú fyrir um hálftíma hófst leikur Huddersfield og Blackpool í ensku B-deildinni. Það væri kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að Daníel Leó Grétarsson er í fyrsta skipti í byrjunarliði Blackpool og að þetta er einn af aðeins tveimur leikjum sem ekki var frestað vegna kórónuveirunnar.

Vieira með veiruna og verður ekki með gegn Tottenham

Patick Vieira, knattspyrnustjóri Crystal Palace, verður ekki að hliðarlínunni er liðið heimsækir Tottenham Hotspur í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×