Enski boltinn

Brig­hton gekk frá Brent­ford í fyrri hálf­leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Neal Maupay skoraði síðara mark Brighton í kvöld.
Neal Maupay skoraði síðara mark Brighton í kvöld. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA

Tvö mörk í fyrri hálfleik sáu til þess að Brighton & Hove Albion sótti þrjú stig í greipar Brentford í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Lokatölur á The American Express Community-vellinum 2-0 heimamönnum í Brighton í vil.

Leikar voru jafnir framan af en eftir rúmlega hálftíma leik komust heimamenn yfir þökk sé glæsilegu marki Laendro Trossard. Hann lyfti boltanum þá snyrtilega yfir Álvaro Fernández í marki Brentford.

Neal Maupay bætti við öðru marki undir lok fyrri hálfleiks og staðan því 2-0 heimamönnum í vil er liðin gengu til búningsherbergja.

Gestirnir reyndu hvað þeir gátu í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og Brighton vann á endanum öruggan sigur.

Brighton fer með sigrinum upp í 9. sæti með 23 stig eftir 17 umferðir á meðan Brentford er í 13. sæti með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×