Starfsmenn Barnaheilla horfnir eftir fjöldamorð á aðfangadag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 27. desember 2021 08:24 Talið er að á milli þrjátíu og fjörutíu manns hafi farist í atlögu stjórnarhersins á bæinn Mo So. KNDF/AP Fjöldamorð var framið í Myanmar á aðfangadag þegar stjórnarhermenn réðust á þorpið Mo So og myrtu rúmlega þrjátíu þorpsbúa. Tveggja starfsmanna alþjóðlegu samtakanna Save the Children, eða Barnaheilla, er saknað. Morðin hafa vakið mikla reiði meðal landsmanna eftir að ljósmyndir af þorpinu, í kjölfar ódæðisverksins, fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Mikil óánægja hefur verið almennt með störf herforingjastjórnarinnar, sem tók völd í febrúar á þessu ári. Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðana í mannréttindamálum, segist sleginn yfir fréttunum og krefst þess að stjórnvöld í Myanmar láti rannsaka atburðinn. Þá hefur bandaríska sendiráðið í Mjanmar lýst yfir andúð á morðunum og krafist þess að ofbeldi gegn almennum borgurum í Mjanmar verði hætt. Barnaheill hafa hætt allri starfsemi í landinu, tímabundið í það minnsta, en svo virðist sem starfsmennirnir, sem voru á leið heim í jólafrí, hafi lent í átökunum miðjum. Staðfest hefur verið að ráðist hafi verið á bíl þeirra og kveikt í honum en óljóst er hvað varð um fólkið. Dómsuppkvaðningu í málum gegn Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga Mjanmar, hefur verið frestarð fram í janúar.AP Photo/Peter Dejong Bæjarbúi í Mo So lýsti því í samtali við fréttastofu AP að hann hafi séð starfsmennina flýja átökin milli stjórnarandstæðinga og hersins á föstudag. Þeir hafi svo verið myrtir eftir að stjórnarherinn handtók þá við að reyna að komast í flóttamannabúðir nærri bænum. Þá greina erlendir fjölmiðlar frá því að réttarhöldunum yfir Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga Mjanmar, hafi verið frestað fram í janúar. Suu Kyi var handtekinn af herforingjastjórninni í febrúar, þegar hún rændi völdum, og hefur síðan verið ákærð fyrir tugi lögbrota. Kveða átti upp dóm í tveimur málum gegn henni í dag, annars vegar fyrir að hafa haft í fórum sínum ólöglegar talstöðvar. Verði Suu Kyi sakfelld fyrir allt það sem hún hefur verið ákærð fyrir gæti hún átt yfir höfði sér meira en 100 ár í fangelsi en hún hefur neitað allri sök og sagt ákærurnar pólitískar. Mjanmar Tengdar fréttir Starfsmenn Save the Children týndir eftir fjöldamorð í Mjanmar Hjálparsamtökin Save the Children eru hætt starfsemi í Mjanmar eftir að tveir starfsmenn samtakanna týndust um helgina. Það er í kjölfar meints fjöldamorðs þar sem hermenn eru sagðir hafa skotið rúmlega þrjátíu þorpsbúa til bana og brennt lík þeirra. 26. desember 2021 09:34 Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Hermenn í Búrma hafa verið sakaðir um grimmilegt ódæði í norðvesturhluta landsins. Hermennirnir bundu ellefu almenna borgara og brenndu þá lifandi. 9. desember 2021 09:15 Aung San Suu Kiy dæmd í fjögurra ára fangelsi Fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, var í morgun dæmd til fjögurra ára fangelsisvistar. Búist er við að dómurinn verði þyngdur verulega, því hún á fleiri ákærur yfir höfði sér. 6. desember 2021 06:35 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Morðin hafa vakið mikla reiði meðal landsmanna eftir að ljósmyndir af þorpinu, í kjölfar ódæðisverksins, fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Mikil óánægja hefur verið almennt með störf herforingjastjórnarinnar, sem tók völd í febrúar á þessu ári. Martin Griffiths, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðana í mannréttindamálum, segist sleginn yfir fréttunum og krefst þess að stjórnvöld í Myanmar láti rannsaka atburðinn. Þá hefur bandaríska sendiráðið í Mjanmar lýst yfir andúð á morðunum og krafist þess að ofbeldi gegn almennum borgurum í Mjanmar verði hætt. Barnaheill hafa hætt allri starfsemi í landinu, tímabundið í það minnsta, en svo virðist sem starfsmennirnir, sem voru á leið heim í jólafrí, hafi lent í átökunum miðjum. Staðfest hefur verið að ráðist hafi verið á bíl þeirra og kveikt í honum en óljóst er hvað varð um fólkið. Dómsuppkvaðningu í málum gegn Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga Mjanmar, hefur verið frestarð fram í janúar.AP Photo/Peter Dejong Bæjarbúi í Mo So lýsti því í samtali við fréttastofu AP að hann hafi séð starfsmennina flýja átökin milli stjórnarandstæðinga og hersins á föstudag. Þeir hafi svo verið myrtir eftir að stjórnarherinn handtók þá við að reyna að komast í flóttamannabúðir nærri bænum. Þá greina erlendir fjölmiðlar frá því að réttarhöldunum yfir Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga Mjanmar, hafi verið frestað fram í janúar. Suu Kyi var handtekinn af herforingjastjórninni í febrúar, þegar hún rændi völdum, og hefur síðan verið ákærð fyrir tugi lögbrota. Kveða átti upp dóm í tveimur málum gegn henni í dag, annars vegar fyrir að hafa haft í fórum sínum ólöglegar talstöðvar. Verði Suu Kyi sakfelld fyrir allt það sem hún hefur verið ákærð fyrir gæti hún átt yfir höfði sér meira en 100 ár í fangelsi en hún hefur neitað allri sök og sagt ákærurnar pólitískar.
Mjanmar Tengdar fréttir Starfsmenn Save the Children týndir eftir fjöldamorð í Mjanmar Hjálparsamtökin Save the Children eru hætt starfsemi í Mjanmar eftir að tveir starfsmenn samtakanna týndust um helgina. Það er í kjölfar meints fjöldamorðs þar sem hermenn eru sagðir hafa skotið rúmlega þrjátíu þorpsbúa til bana og brennt lík þeirra. 26. desember 2021 09:34 Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Hermenn í Búrma hafa verið sakaðir um grimmilegt ódæði í norðvesturhluta landsins. Hermennirnir bundu ellefu almenna borgara og brenndu þá lifandi. 9. desember 2021 09:15 Aung San Suu Kiy dæmd í fjögurra ára fangelsi Fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, var í morgun dæmd til fjögurra ára fangelsisvistar. Búist er við að dómurinn verði þyngdur verulega, því hún á fleiri ákærur yfir höfði sér. 6. desember 2021 06:35 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Starfsmenn Save the Children týndir eftir fjöldamorð í Mjanmar Hjálparsamtökin Save the Children eru hætt starfsemi í Mjanmar eftir að tveir starfsmenn samtakanna týndust um helgina. Það er í kjölfar meints fjöldamorðs þar sem hermenn eru sagðir hafa skotið rúmlega þrjátíu þorpsbúa til bana og brennt lík þeirra. 26. desember 2021 09:34
Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Hermenn í Búrma hafa verið sakaðir um grimmilegt ódæði í norðvesturhluta landsins. Hermennirnir bundu ellefu almenna borgara og brenndu þá lifandi. 9. desember 2021 09:15
Aung San Suu Kiy dæmd í fjögurra ára fangelsi Fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, var í morgun dæmd til fjögurra ára fangelsisvistar. Búist er við að dómurinn verði þyngdur verulega, því hún á fleiri ákærur yfir höfði sér. 6. desember 2021 06:35