Enski boltinn

Missa bara af tveimur umferðum vegna „velvildar“ afríska sambandsins

Sindri Sverrisson skrifar
Mohamed Salah og Sadio Mané missa í mesta lagi af tveimur deildarleikjum með Liverpool vegna Afríkumótsins.
Mohamed Salah og Sadio Mané missa í mesta lagi af tveimur deildarleikjum með Liverpool vegna Afríkumótsins. Getty/Shaun Botterill

Jafnvel þó að Egyptaland kæmist í úrslitaleik Afríkumótsins í fótbolta myndi Mohamed Salah aðeins missa af tveimur deildarleikjum með Liverpool, vegna „velvildar“ afríska knattspyrnusambandsins.

Fjöldi leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er á leið á Afríkumótið sem hefst 9. janúar. Samkvæmt reglum FIFA áttu þeir leikmenn að standa landsliðum sínum til boða frá og með deginum í dag, 27. desember.

Afríska knattspyrnusambandið hefur hins vegar ákveðið að leyfa leikmönnum að spila með sínum félagsliðum fram til 3. janúar, eða þar til að aðeins sex dagar eru fram að Afríkumótinu í Kamerún.

Það þýðir til að mynda að Salah, Naby Keita og Sadio Mané verða með Liverpool í stórleiknum gegn Chelsea 2. janúar, og þeir Edouard Mendy og Hakim Zyiech klárir í slaginn með Chelsea.

„Þessi ákvörðun er tekin í anda velvildar og samstöðu með þeim félögum sem málið varðar, með viðurkenningu á því fyrir hve slæmum áhrifum þau hafa orðið vegna Covid-faraldursins, líkt og aðrir meðlimir fótboltasamfélagsins,“ sagði í bréfi frá FIFA til alþjóðlegra deildasamtaka.

Í bréfinu er þess getið að vonast sé eftir sams konar samstarfsvilja frá félögum leikmanna og öðrum sem málið snertir, varðandi það að leikmenn komist í verkefni sinna landsliða.

Aðeins þrjár umferðir eru í ensku úrvalsdeildinni í janúar og úr því að afrísku leikmennirnir geta spilað þá fyrstu missa þeir aðeins af tveimur umferðum, jafnvel þó að þeir komist í úrslitaleik Afríkumótsins 6. febrúar. Leikið er í enska deildabikarnum og ensku bikarkeppninni í janúar.

Leikmenn sem líklega fara á Afríkumótið, samkvæmt lista Daily Mail:

  • Arsenal
  • Thomas Partey (Gana)
  • Mohamed Elneny (Egyptaland)
  • Pierre Emerick Aubameyang (Gabon)
  • Nicolas Pepe (Fílabeinsströndin)
  • Aston Villa
  • Mahmoud Trezeguet (Egyptaland)
  • Bertrand Traore (Búrkina Fasó)
  • Marvelous Nakamba (Simbabve)
  • Brentford
  • Julian Jeanvier (Gínea)
  • Frank Onyeka (Nígería)
  • Tariqe Fosu-Henry (Gana)
  • Brighton
  • Yves Bissouma (Malí)
  • Burnley
  • Maxwel Cornet (Fílabeinsströndin)
  • Chelsea
  • Edouard Mendy (Senegal)
  • Hakim Ziyech (Marokkó)
  • Crystal Palace
  • Cheikhou Kouyate (Senegal)
  • Jeffrey Schlupp (Gana)
  • Jordan Ayew (Gana)
  • Wilfried Zaha (Fílabeinsströndin)
  • Everton
  • Alex Iwobi (Nígería)
  • Jean-Philippe Gbamin (Fílabeinsströndin)
  • Leeds
  • Enginn
  • Leicester
  • Daniel Amartey (Gana)
  • Kelechi Iheanacho (Nígería)
  • Nampalys Mendy (Senegal)
  • Wilfred Ndidi (Nígería)
  • Liverpool
  • Mo Salah (Egyptaland)
  • Naby Keita (Gínea)
  • Sadio Mane (Senegal)
  • Manchester City
  • Riyad Mahrez (Alsír)
  • Manchester United
  • Amad Diallo (Fílabeinsströndin)
  • Eric Bailly (Fílabeinsströndin)
  • Newcastle
  • Enginn
  • Norwich
  • Enginn
  • Southampton
  • Moussa Djenepo (Malí)
  • Mohammed Salisu (Gana)
  • Tottenham
  • Enginn
  • Watford
  • Adam Masina (Marokkó)
  • Emmanuel Dennis (Nígería)
  • Ismaila Sarr (Senegal)
  • Peter Etebo (Nígería)
  • William Troost-Ekong (Nígería)
  • West Ham
  • Said Benrahma (Alsír)
  • Wolves
  • Romain Saiss (Marokkó)
  • Willy Boly (Fílabeinsströndin)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×