Missa bara af tveimur umferðum vegna „velvildar“ afríska sambandsins Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2021 10:30 Mohamed Salah og Sadio Mané missa í mesta lagi af tveimur deildarleikjum með Liverpool vegna Afríkumótsins. Getty/Shaun Botterill Jafnvel þó að Egyptaland kæmist í úrslitaleik Afríkumótsins í fótbolta myndi Mohamed Salah aðeins missa af tveimur deildarleikjum með Liverpool, vegna „velvildar“ afríska knattspyrnusambandsins. Fjöldi leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er á leið á Afríkumótið sem hefst 9. janúar. Samkvæmt reglum FIFA áttu þeir leikmenn að standa landsliðum sínum til boða frá og með deginum í dag, 27. desember. Afríska knattspyrnusambandið hefur hins vegar ákveðið að leyfa leikmönnum að spila með sínum félagsliðum fram til 3. janúar, eða þar til að aðeins sex dagar eru fram að Afríkumótinu í Kamerún. Það þýðir til að mynda að Salah, Naby Keita og Sadio Mané verða með Liverpool í stórleiknum gegn Chelsea 2. janúar, og þeir Edouard Mendy og Hakim Zyiech klárir í slaginn með Chelsea. „Þessi ákvörðun er tekin í anda velvildar og samstöðu með þeim félögum sem málið varðar, með viðurkenningu á því fyrir hve slæmum áhrifum þau hafa orðið vegna Covid-faraldursins, líkt og aðrir meðlimir fótboltasamfélagsins,“ sagði í bréfi frá FIFA til alþjóðlegra deildasamtaka. Í bréfinu er þess getið að vonast sé eftir sams konar samstarfsvilja frá félögum leikmanna og öðrum sem málið snertir, varðandi það að leikmenn komist í verkefni sinna landsliða. Aðeins þrjár umferðir eru í ensku úrvalsdeildinni í janúar og úr því að afrísku leikmennirnir geta spilað þá fyrstu missa þeir aðeins af tveimur umferðum, jafnvel þó að þeir komist í úrslitaleik Afríkumótsins 6. febrúar. Leikið er í enska deildabikarnum og ensku bikarkeppninni í janúar. Leikmenn sem líklega fara á Afríkumótið, samkvæmt lista Daily Mail: Arsenal Thomas Partey (Gana) Mohamed Elneny (Egyptaland) Pierre Emerick Aubameyang (Gabon) Nicolas Pepe (Fílabeinsströndin) Aston Villa Mahmoud Trezeguet (Egyptaland) Bertrand Traore (Búrkina Fasó) Marvelous Nakamba (Simbabve) Brentford Julian Jeanvier (Gínea) Frank Onyeka (Nígería) Tariqe Fosu-Henry (Gana) Brighton Yves Bissouma (Malí) Burnley Maxwel Cornet (Fílabeinsströndin) Chelsea Edouard Mendy (Senegal) Hakim Ziyech (Marokkó) Crystal Palace Cheikhou Kouyate (Senegal) Jeffrey Schlupp (Gana) Jordan Ayew (Gana) Wilfried Zaha (Fílabeinsströndin) Everton Alex Iwobi (Nígería) Jean-Philippe Gbamin (Fílabeinsströndin) Leeds Enginn Leicester Daniel Amartey (Gana) Kelechi Iheanacho (Nígería) Nampalys Mendy (Senegal) Wilfred Ndidi (Nígería) Liverpool Mo Salah (Egyptaland) Naby Keita (Gínea) Sadio Mane (Senegal) Manchester City Riyad Mahrez (Alsír) Manchester United Amad Diallo (Fílabeinsströndin) Eric Bailly (Fílabeinsströndin) Newcastle Enginn Norwich Enginn Southampton Moussa Djenepo (Malí) Mohammed Salisu (Gana) Tottenham Enginn Watford Adam Masina (Marokkó) Emmanuel Dennis (Nígería) Ismaila Sarr (Senegal) Peter Etebo (Nígería) William Troost-Ekong (Nígería) West Ham Said Benrahma (Alsír) Wolves Romain Saiss (Marokkó) Willy Boly (Fílabeinsströndin) Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Fjöldi leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er á leið á Afríkumótið sem hefst 9. janúar. Samkvæmt reglum FIFA áttu þeir leikmenn að standa landsliðum sínum til boða frá og með deginum í dag, 27. desember. Afríska knattspyrnusambandið hefur hins vegar ákveðið að leyfa leikmönnum að spila með sínum félagsliðum fram til 3. janúar, eða þar til að aðeins sex dagar eru fram að Afríkumótinu í Kamerún. Það þýðir til að mynda að Salah, Naby Keita og Sadio Mané verða með Liverpool í stórleiknum gegn Chelsea 2. janúar, og þeir Edouard Mendy og Hakim Zyiech klárir í slaginn með Chelsea. „Þessi ákvörðun er tekin í anda velvildar og samstöðu með þeim félögum sem málið varðar, með viðurkenningu á því fyrir hve slæmum áhrifum þau hafa orðið vegna Covid-faraldursins, líkt og aðrir meðlimir fótboltasamfélagsins,“ sagði í bréfi frá FIFA til alþjóðlegra deildasamtaka. Í bréfinu er þess getið að vonast sé eftir sams konar samstarfsvilja frá félögum leikmanna og öðrum sem málið snertir, varðandi það að leikmenn komist í verkefni sinna landsliða. Aðeins þrjár umferðir eru í ensku úrvalsdeildinni í janúar og úr því að afrísku leikmennirnir geta spilað þá fyrstu missa þeir aðeins af tveimur umferðum, jafnvel þó að þeir komist í úrslitaleik Afríkumótsins 6. febrúar. Leikið er í enska deildabikarnum og ensku bikarkeppninni í janúar. Leikmenn sem líklega fara á Afríkumótið, samkvæmt lista Daily Mail: Arsenal Thomas Partey (Gana) Mohamed Elneny (Egyptaland) Pierre Emerick Aubameyang (Gabon) Nicolas Pepe (Fílabeinsströndin) Aston Villa Mahmoud Trezeguet (Egyptaland) Bertrand Traore (Búrkina Fasó) Marvelous Nakamba (Simbabve) Brentford Julian Jeanvier (Gínea) Frank Onyeka (Nígería) Tariqe Fosu-Henry (Gana) Brighton Yves Bissouma (Malí) Burnley Maxwel Cornet (Fílabeinsströndin) Chelsea Edouard Mendy (Senegal) Hakim Ziyech (Marokkó) Crystal Palace Cheikhou Kouyate (Senegal) Jeffrey Schlupp (Gana) Jordan Ayew (Gana) Wilfried Zaha (Fílabeinsströndin) Everton Alex Iwobi (Nígería) Jean-Philippe Gbamin (Fílabeinsströndin) Leeds Enginn Leicester Daniel Amartey (Gana) Kelechi Iheanacho (Nígería) Nampalys Mendy (Senegal) Wilfred Ndidi (Nígería) Liverpool Mo Salah (Egyptaland) Naby Keita (Gínea) Sadio Mane (Senegal) Manchester City Riyad Mahrez (Alsír) Manchester United Amad Diallo (Fílabeinsströndin) Eric Bailly (Fílabeinsströndin) Newcastle Enginn Norwich Enginn Southampton Moussa Djenepo (Malí) Mohammed Salisu (Gana) Tottenham Enginn Watford Adam Masina (Marokkó) Emmanuel Dennis (Nígería) Ismaila Sarr (Senegal) Peter Etebo (Nígería) William Troost-Ekong (Nígería) West Ham Said Benrahma (Alsír) Wolves Romain Saiss (Marokkó) Willy Boly (Fílabeinsströndin)
Leikmenn sem líklega fara á Afríkumótið, samkvæmt lista Daily Mail: Arsenal Thomas Partey (Gana) Mohamed Elneny (Egyptaland) Pierre Emerick Aubameyang (Gabon) Nicolas Pepe (Fílabeinsströndin) Aston Villa Mahmoud Trezeguet (Egyptaland) Bertrand Traore (Búrkina Fasó) Marvelous Nakamba (Simbabve) Brentford Julian Jeanvier (Gínea) Frank Onyeka (Nígería) Tariqe Fosu-Henry (Gana) Brighton Yves Bissouma (Malí) Burnley Maxwel Cornet (Fílabeinsströndin) Chelsea Edouard Mendy (Senegal) Hakim Ziyech (Marokkó) Crystal Palace Cheikhou Kouyate (Senegal) Jeffrey Schlupp (Gana) Jordan Ayew (Gana) Wilfried Zaha (Fílabeinsströndin) Everton Alex Iwobi (Nígería) Jean-Philippe Gbamin (Fílabeinsströndin) Leeds Enginn Leicester Daniel Amartey (Gana) Kelechi Iheanacho (Nígería) Nampalys Mendy (Senegal) Wilfred Ndidi (Nígería) Liverpool Mo Salah (Egyptaland) Naby Keita (Gínea) Sadio Mane (Senegal) Manchester City Riyad Mahrez (Alsír) Manchester United Amad Diallo (Fílabeinsströndin) Eric Bailly (Fílabeinsströndin) Newcastle Enginn Norwich Enginn Southampton Moussa Djenepo (Malí) Mohammed Salisu (Gana) Tottenham Enginn Watford Adam Masina (Marokkó) Emmanuel Dennis (Nígería) Ismaila Sarr (Senegal) Peter Etebo (Nígería) William Troost-Ekong (Nígería) West Ham Said Benrahma (Alsír) Wolves Romain Saiss (Marokkó) Willy Boly (Fílabeinsströndin)
Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira