Klopp áfram pirraður yfir álaginu yfir hátíðirnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2021 07:01 Jürgen Klopp útskýrir hér fyrir Paul Tierney að hann nenni einfaldlega ekki að spila bæði 26. og 28. desember. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, virðist seint ætla að venjast því álagi sem fylgir því að vera hluti af enskri knattspyrnuhefð yfir jólahátíðina. „Að spila 26. og 28. desember er bara ekki rétt, ég segi það af því það er sannleikurinn. Ég tel að það sé hægt að finna lausn á þessu, það er ekki það flókið að spila fótbolta með breyttu sniði.“ „Spila 26. og 29. desember til að mynda, sum lið eru að því. Manchester United spila í kvöld og ég veit ekki hvenær þeir eiga næsta leik, eflaust ekki 29. desember,“ byrjaði Klopp á því að segja á blaðamannafundi og hélt svo áfram. "If we don't discuss it, it just stays like this."#LFC manager Jurgen Klopp has once again called into question playing football on Boxing Day and the 28th December and says that players need help when it comes to the fixture schedule pic.twitter.com/DF6NyGyRP3— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 27, 2021 „Það er því nóg af dögum til að spila. Tala nú ekki um Covid-19, það er ljóst að sum lið eiga við Covid-vandamál að stríða nú en samt er litlum hóp leikmanna flýtt í gegnum tvo leiki. Þú þarft heppni á svona stundum og það ætti ekki að þurfa heppni í fótbolta.“ „Að spila á öðrum degi jóla er ekki vandamál, við viljum allir spila þá. Það er frábær hefð, allir elska það. Frábært fyrir leikmenn, stuðningsfólk og alla aðra. En svo eftir það er bara haldið áfram.“ „Ef við ræðum þetta ekki þá breytist ekkert, kannski verður það samt svona en leikmennirnir þurfa hjálp og sú hjálp þarf að koma frá öðrum en þjálfurum félaganna,“ sagði Klopp að endingu. Ekki eru allir á eitt sáttir við gagnrýni Klopp og annarra stjóra ensku úrvalsdeildarinnar yfir miklu álagi. Simon Jordan, fyrrverandi eigandi Crystal Palace, er einn þeirra. Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, sex stigum á eftir toppliði Manchester City sem hefur leikið einum leik meira. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira
„Að spila 26. og 28. desember er bara ekki rétt, ég segi það af því það er sannleikurinn. Ég tel að það sé hægt að finna lausn á þessu, það er ekki það flókið að spila fótbolta með breyttu sniði.“ „Spila 26. og 29. desember til að mynda, sum lið eru að því. Manchester United spila í kvöld og ég veit ekki hvenær þeir eiga næsta leik, eflaust ekki 29. desember,“ byrjaði Klopp á því að segja á blaðamannafundi og hélt svo áfram. "If we don't discuss it, it just stays like this."#LFC manager Jurgen Klopp has once again called into question playing football on Boxing Day and the 28th December and says that players need help when it comes to the fixture schedule pic.twitter.com/DF6NyGyRP3— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 27, 2021 „Það er því nóg af dögum til að spila. Tala nú ekki um Covid-19, það er ljóst að sum lið eiga við Covid-vandamál að stríða nú en samt er litlum hóp leikmanna flýtt í gegnum tvo leiki. Þú þarft heppni á svona stundum og það ætti ekki að þurfa heppni í fótbolta.“ „Að spila á öðrum degi jóla er ekki vandamál, við viljum allir spila þá. Það er frábær hefð, allir elska það. Frábært fyrir leikmenn, stuðningsfólk og alla aðra. En svo eftir það er bara haldið áfram.“ „Ef við ræðum þetta ekki þá breytist ekkert, kannski verður það samt svona en leikmennirnir þurfa hjálp og sú hjálp þarf að koma frá öðrum en þjálfurum félaganna,“ sagði Klopp að endingu. Ekki eru allir á eitt sáttir við gagnrýni Klopp og annarra stjóra ensku úrvalsdeildarinnar yfir miklu álagi. Simon Jordan, fyrrverandi eigandi Crystal Palace, er einn þeirra. Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, sex stigum á eftir toppliði Manchester City sem hefur leikið einum leik meira.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira