Enski boltinn

Klopp á­fram pirraður yfir á­laginu yfir há­tíðirnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jürgen Klopp útskýrir hér fyrir Paul Tierney að hann nenni einfaldlega ekki að spila bæði 26. og 28. desember.
Jürgen Klopp útskýrir hér fyrir Paul Tierney að hann nenni einfaldlega ekki að spila bæði 26. og 28. desember. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, virðist seint ætla að venjast því álagi sem fylgir því að vera hluti af enskri knattspyrnuhefð yfir jólahátíðina.

„Að spila 26. og 28. desember er bara ekki rétt, ég segi það af því það er sannleikurinn. Ég tel að það sé hægt að finna lausn á þessu, það er ekki það flókið að spila fótbolta með breyttu sniði.“

„Spila 26. og 29. desember til að mynda, sum lið eru að því. Manchester United spila í kvöld og ég veit ekki hvenær þeir eiga næsta leik, eflaust ekki 29. desember,“ byrjaði Klopp á því að segja á blaðamannafundi og hélt svo áfram.

„Það er því nóg af dögum til að spila. Tala nú ekki um Covid-19, það er ljóst að sum lið eiga við Covid-vandamál að stríða nú en samt er litlum hóp leikmanna flýtt í gegnum tvo leiki. Þú þarft heppni á svona stundum og það ætti ekki að þurfa heppni í fótbolta.“

„Að spila á öðrum degi jóla er ekki vandamál, við viljum allir spila þá. Það er frábær hefð, allir elska það. Frábært fyrir leikmenn, stuðningsfólk og alla aðra. En svo eftir það er bara haldið áfram.“

„Ef við ræðum þetta ekki þá breytist ekkert, kannski verður það samt svona en leikmennirnir þurfa hjálp og sú hjálp þarf að koma frá öðrum en þjálfurum félaganna,“ sagði Klopp að endingu.

Ekki eru allir á eitt sáttir við gagnrýni Klopp og annarra stjóra ensku úrvalsdeildarinnar yfir miklu álagi. Simon Jordan, fyrrverandi eigandi Crystal Palace, er einn þeirra.

Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, sex stigum á eftir toppliði Manchester City sem hefur leikið einum leik meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×