Stofnandi og starfsmenn Apple Daily ákærðir fyrir uppreisnaráróður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2021 10:48 Útgáfu Apple Daily var hætt í júní eftir að öryggissveitir í Hong Kong handtóku starfsmenn, frystu eignir og gerðu húsleit í höfuðstöðvum blaðsins. EPA-EFE/JEROME FAVRE Stofnandi dagblaðsins Apple Daily hefur verið ákærður fyrir uppreisnaráróður af saksóknurum í Hong Kong. Hann hefur þegar verið ákærður fyrir brot á umdeildum öryggislögum sem sögð eru skerða fjölmiðla- og tjáningarfrelsi í héraðinu. Jimmy Lai, stofnandi dagblaðsins Apple Daily, sem hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár, mætti fyrir dómara í gær auk sex fyrrverandi starfsmanna dagblaðsins. Blaðinu var gert að hætta útgáfu í júní eftir að öryggissveitir gerðu húsleit í bækistöðvum blaðsins, handtóku starfsmenn og frystu eignir þess. Þeir sem hafa verið handteknir í tengslum við útgáfu blaðsins hafa verið ákærðir fyrir brot á umdeildum öryggislögum, sem voru innleidd í Hong Kong á síðasta ári. Lögin voru innleidd að frumkvæði stjórnvalda í Peking, sem hafa verið að herða tökin í sjálfstjórnarhéraðinu. Lai hefur þegar verið ákærður fyrir tvennskonar brot á öryggislögunum, þar á meðal fyrir samsæri í samráði við erlent ríki. Samkvæmt nýju ákærunni á Lai að hafa prentað, gefið út, selt og dreift uppreisnaráróðri frá apríl 2019 til 24. júní 2021. Þá segir í ákærunni að með dagblaðinu hafi átt að hvetja fólk til haturs og uppreisnar gegn stjórnvöldum í Hong Kong og Kína. Lai er einn þeirra þekktustu sem yfirvöld í Hong Kong hafa beint spjótum sínum að undanfarna mánuði. Vestræn ríki og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt yfirvöld harðlega fyrir handtöku hans og aðför gegn honum og segja öryggislögin til þess gerð að koma lýðræðissinnum í fangelsi og minnka fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Yfirvöld í Hong Kong og Kína vilja meina að lögin hafi verið nauðsynleg til að koma á friði og stöðugleika eftir heiftug mótmæli fyrir auknu lýðræði í héraðinu árið 2019. Lai hefur í rúmt ár verið haldið í einangrun í háöryggisfangelsinu Stanley Prison. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49 Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01 Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Jimmy Lai, stofnandi dagblaðsins Apple Daily, sem hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár, mætti fyrir dómara í gær auk sex fyrrverandi starfsmanna dagblaðsins. Blaðinu var gert að hætta útgáfu í júní eftir að öryggissveitir gerðu húsleit í bækistöðvum blaðsins, handtóku starfsmenn og frystu eignir þess. Þeir sem hafa verið handteknir í tengslum við útgáfu blaðsins hafa verið ákærðir fyrir brot á umdeildum öryggislögum, sem voru innleidd í Hong Kong á síðasta ári. Lögin voru innleidd að frumkvæði stjórnvalda í Peking, sem hafa verið að herða tökin í sjálfstjórnarhéraðinu. Lai hefur þegar verið ákærður fyrir tvennskonar brot á öryggislögunum, þar á meðal fyrir samsæri í samráði við erlent ríki. Samkvæmt nýju ákærunni á Lai að hafa prentað, gefið út, selt og dreift uppreisnaráróðri frá apríl 2019 til 24. júní 2021. Þá segir í ákærunni að með dagblaðinu hafi átt að hvetja fólk til haturs og uppreisnar gegn stjórnvöldum í Hong Kong og Kína. Lai er einn þeirra þekktustu sem yfirvöld í Hong Kong hafa beint spjótum sínum að undanfarna mánuði. Vestræn ríki og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt yfirvöld harðlega fyrir handtöku hans og aðför gegn honum og segja öryggislögin til þess gerð að koma lýðræðissinnum í fangelsi og minnka fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Yfirvöld í Hong Kong og Kína vilja meina að lögin hafi verið nauðsynleg til að koma á friði og stöðugleika eftir heiftug mótmæli fyrir auknu lýðræði í héraðinu árið 2019. Lai hefur í rúmt ár verið haldið í einangrun í háöryggisfangelsinu Stanley Prison.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49 Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01 Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49
Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01
Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46