Ásgeir Sigurðsson skrifaði handrit myndarinnar og leikstýrir hann einnig ásamt Antoni Karli Kristensen. Hlutu leikstjórarnir verðlaunin Directioral Discovery á Flickers Rhode Island International Film Festival en þetta er þeirra fyrsta kvikmynd. Leikstjórarnir efnilegu eru fæddir árið 1998 og 2000 og eru því á tvítugsaldri.
Myndin var sýnd á RIFF í ár og hefur einnig verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Bandaríkjunum og í Þýskalandi.
Hinn tvítugi Oliver býr ásamt móður sinni og yngri bróður í niðurníddu íbúðahverfi í Reykjavík. Samband hans við móður sína hefur farið batnandi upp á síðkastið en skyndilega breytist allt þegar móður hans hrakar, og ástandið í fjölskyldunni versnar. Þegar móðir hans byrjar aftur í neyslu, neyðist Óliver til að leita að yngri bróðir sínum í undirheimunum yfir eina örlagaríka nótt.
Sýnishorn úr myndinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en taka skal fram að kvikmyndin er ekki við hæfi barna.