Með skerta sjón á meðal sextán bestu í heimi í pílu Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2021 16:30 Ryan Searle gerði góða hluti í dag og er kominn í sextán manna úrslit á HM. Getty/Luke Walker Ryan Searle glímir við svo alvarlega sjónskekkju að stundum sér hann ekki hvar pílan hans lenti á píluspjaldinu. Engu að síður er hann framarlega í heiminum í íþróttinni og komst í dag áfram í 16-manna úrslit á HM í pílukasti. Searle vann Hollendinginn Danny Noppert í dag, 4-2, eftir að útlitið var nokkuð dökkt hjá honum um tíma. Staðan var 2-2 í einvíginu og Noppert kominn 2-0 yfir í fimmta settinu þegar Searle snögghitnaði og vann síðustu sex leggi einvígisins. !A first ever win over Danny Noppert for Ryan Searle who secures his spot in the fourth round with a hard-fought 4-2 success!#WHDarts pic.twitter.com/SPAZCXhx6b— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2021 Árangur Searle er sérstaklega áhugaverður í ljósi sjónskekkjunnar sem hann glímir við, sem ekki mun hægt að laga með aðgerð. Hann hefur lýst því að með því að setja upp gleraugu sé hann rétt svo með nægilega sjón til að geta ekið bíl. Searle er nú kominn í 16 manna úrslit á HM í þriðja sinn á ferlinum en hann hefur aldrei komist lengra. Andstæðingur hans á fimmtudaginn verður sigurvegarinn úr leik Peter Wright og Damon Heta. Kóngurinn ekki í neinum vandræðum Mervyn King hóf daginn á afar öruggum sigri gegn Íranum Steve Lennon. King mun því mæta Ástralanum Raymond Smith í 16-manna úrslitunum sem fram fara á morgun og fimmtudag. King lenti reyndar 2-0 undir í fjórða settinu. Lennon virtist hins vegar ekki höndla taugastríðið, öfugt við King sem sallarólegur vann þrjá leggi í röð og settið þar með 3-2, og einvígið 4-0 eins og fyrr segir. Spennuþrunginn sigur Kleermakers Gríðarleg spenna var svo í leik Joe Cullen og Martijn Kleermaker, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en eftir upphækkun í oddasetti. Kleermark vann oddasettið 4-2 eftir að hafa hitt miðjuna með þriðju og síðustu pílunni, þegar Cullen hefði annars átt góða möguleika á að jafna settið. Hollenski risinn fagnaði ógurlega og hans bíður nú það verkefni að keppa við James Wade, sem komst frítt í gegnum 32-manna úrslitin eftir að Vincent van der Voort, landi Kleermakers, greindist með kórónuveiruna. Pílukast Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Í beinni: Tottenham - Southampton | Enda ófarirnar gegn botliðinu? Þórir lagði upp jöfnunarmarkið í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Sjá meira
Searle vann Hollendinginn Danny Noppert í dag, 4-2, eftir að útlitið var nokkuð dökkt hjá honum um tíma. Staðan var 2-2 í einvíginu og Noppert kominn 2-0 yfir í fimmta settinu þegar Searle snögghitnaði og vann síðustu sex leggi einvígisins. !A first ever win over Danny Noppert for Ryan Searle who secures his spot in the fourth round with a hard-fought 4-2 success!#WHDarts pic.twitter.com/SPAZCXhx6b— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2021 Árangur Searle er sérstaklega áhugaverður í ljósi sjónskekkjunnar sem hann glímir við, sem ekki mun hægt að laga með aðgerð. Hann hefur lýst því að með því að setja upp gleraugu sé hann rétt svo með nægilega sjón til að geta ekið bíl. Searle er nú kominn í 16 manna úrslit á HM í þriðja sinn á ferlinum en hann hefur aldrei komist lengra. Andstæðingur hans á fimmtudaginn verður sigurvegarinn úr leik Peter Wright og Damon Heta. Kóngurinn ekki í neinum vandræðum Mervyn King hóf daginn á afar öruggum sigri gegn Íranum Steve Lennon. King mun því mæta Ástralanum Raymond Smith í 16-manna úrslitunum sem fram fara á morgun og fimmtudag. King lenti reyndar 2-0 undir í fjórða settinu. Lennon virtist hins vegar ekki höndla taugastríðið, öfugt við King sem sallarólegur vann þrjá leggi í röð og settið þar með 3-2, og einvígið 4-0 eins og fyrr segir. Spennuþrunginn sigur Kleermakers Gríðarleg spenna var svo í leik Joe Cullen og Martijn Kleermaker, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en eftir upphækkun í oddasetti. Kleermark vann oddasettið 4-2 eftir að hafa hitt miðjuna með þriðju og síðustu pílunni, þegar Cullen hefði annars átt góða möguleika á að jafna settið. Hollenski risinn fagnaði ógurlega og hans bíður nú það verkefni að keppa við James Wade, sem komst frítt í gegnum 32-manna úrslitin eftir að Vincent van der Voort, landi Kleermakers, greindist með kórónuveiruna.
Pílukast Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Í beinni: Tottenham - Southampton | Enda ófarirnar gegn botliðinu? Þórir lagði upp jöfnunarmarkið í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Sjá meira