Sölvi Tryggva snýr aftur með hlaðvarp sitt Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2021 16:32 Sölvi Tryggvason hvarf algerlega úr sviðsljósinu þetta árið eða allt frá því í maímánuði. Hann ætlar að hefja hlaðvarpsþáttagerð sína á ný á árinu 2022. Eldri þættir hans eru aðgengilegir og áður óbirt viðtöl, sem hann tók í vor, eru og hafa verið að birtast. vísir Sölvi Tryggvason, sem rak um skeið langvinsælasta hlaðvarp landsins, mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið á nýju ári. Þetta er samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Sölvi ætlar að birta sjö eða átta áður óbirta þætti sem hann var búinn að taka upp í vor áður en hann dró sig alfarið í hlé. Óhætt er að segja að þjóðfélagið hafi nötrað þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum. Þau mál eru enn til umfjöllunar hjá lögreglu en skömmu áður en ásakanirnar komu fram birtist Sölvi í sínum eigin þætti, ásamt lögmanni sínum Sögu Ýr Jónsdóttur, og ræddi ýmsar sögusagnir sem höfðu þá gengið um sig. Sá þáttur birtist í upphafi maímánaðar á þessu ári. Seinna komu ásakanirnar fram og þá dró Sölvi sig alfarið í hlé. Og það sem meira er, þá tók hann alla þættina sem áður höfðu verið í birtingu, niður. Þeir hafa nú verið að birtast aftur hver af öðrum og eru nú allir aðgengilegir. Hannes, Bogi, Hermann og Krummi meðal gesta Sölvi hefur opnað sérstaka síðu helgaða hlaðvarpsgerð sinni en þar býðst fólki að gerast áskrifendur fyrir tæpar þúsund krónur á mánuði. „Með því að gerast áskrifandi að Podcast með Sölva Tryggva færð þú aðgang að meira en 100 eldri þáttum, alls kyns aukaefni og 3-4 nýjum þáttum í hverjum mánuði. Um leið ert þú að hjálpa okkur að halda áfram þeirri vegferð að hafa áhrif á þjóðmálaumræðuna og geta boðið uppá innihaldsríkar og djúpar samræður með áhugaverðum einstaklingum í hverri viku,“ segir á síðunni. Þá er tilgreint að í hverjum mánuði verði dregnir út heppnir áskrifendur sem þá fá veglega vinninga. Verð aðeins 990 krónur í mánuði. Samkvæmt heimildum Vísis munu væntanlegir gestir Sölva meðal annarra verða þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur, tónlistarmaðurinn Krummi í Mínus, Hermann Hreiðarsson knattspyrnukappi og Bogi Ágústsson fréttamaður. Samfélagsmiðlar MeToo Mál Sölva Tryggvasonar Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11 Lögmaður Sölva segir málið komið í réttan farveg „Það er auðvitað komið fram núna að það séu komnar kærur og það er auðvitað bara rétti farvegurinn. Þar getur hann tekið til varna,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. 6. maí 2021 09:21 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Sölvi ætlar að birta sjö eða átta áður óbirta þætti sem hann var búinn að taka upp í vor áður en hann dró sig alfarið í hlé. Óhætt er að segja að þjóðfélagið hafi nötrað þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum. Þau mál eru enn til umfjöllunar hjá lögreglu en skömmu áður en ásakanirnar komu fram birtist Sölvi í sínum eigin þætti, ásamt lögmanni sínum Sögu Ýr Jónsdóttur, og ræddi ýmsar sögusagnir sem höfðu þá gengið um sig. Sá þáttur birtist í upphafi maímánaðar á þessu ári. Seinna komu ásakanirnar fram og þá dró Sölvi sig alfarið í hlé. Og það sem meira er, þá tók hann alla þættina sem áður höfðu verið í birtingu, niður. Þeir hafa nú verið að birtast aftur hver af öðrum og eru nú allir aðgengilegir. Hannes, Bogi, Hermann og Krummi meðal gesta Sölvi hefur opnað sérstaka síðu helgaða hlaðvarpsgerð sinni en þar býðst fólki að gerast áskrifendur fyrir tæpar þúsund krónur á mánuði. „Með því að gerast áskrifandi að Podcast með Sölva Tryggva færð þú aðgang að meira en 100 eldri þáttum, alls kyns aukaefni og 3-4 nýjum þáttum í hverjum mánuði. Um leið ert þú að hjálpa okkur að halda áfram þeirri vegferð að hafa áhrif á þjóðmálaumræðuna og geta boðið uppá innihaldsríkar og djúpar samræður með áhugaverðum einstaklingum í hverri viku,“ segir á síðunni. Þá er tilgreint að í hverjum mánuði verði dregnir út heppnir áskrifendur sem þá fá veglega vinninga. Verð aðeins 990 krónur í mánuði. Samkvæmt heimildum Vísis munu væntanlegir gestir Sölva meðal annarra verða þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur, tónlistarmaðurinn Krummi í Mínus, Hermann Hreiðarsson knattspyrnukappi og Bogi Ágústsson fréttamaður.
Samfélagsmiðlar MeToo Mál Sölva Tryggvasonar Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11 Lögmaður Sölva segir málið komið í réttan farveg „Það er auðvitað komið fram núna að það séu komnar kærur og það er auðvitað bara rétti farvegurinn. Þar getur hann tekið til varna,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. 6. maí 2021 09:21 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11
Lögmaður Sölva segir málið komið í réttan farveg „Það er auðvitað komið fram núna að það séu komnar kærur og það er auðvitað bara rétti farvegurinn. Þar getur hann tekið til varna,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. 6. maí 2021 09:21