Segir að Ronaldo hafi slæm áhrif á samherjana og þeir séu hræddir við hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2021 08:31 Cristiano Ronaldo fórnaði höndum í tíma og ótíma gegn Newcastle United. getty/Owen Humphreys Cristiano Ronaldo hefur slæm áhrif á samherja sína hjá Manchester United og þrír leikmenn liðsins eru hræddir við hann. Þetta segir Gabriel Agbonlahor, fyrrverandi leikmaður Aston Villa. Ronaldo náði sér ekki á strik þegar United gerði 1-1 jafntefli við Newcastle United á St James' Park í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag. Ronaldo virtist pirraður og eftir leikinn gagnrýndi fyrrverandi samherji hans, Gary Neville, Portúgalann fyrir viðhorf hans og líkamstjáningu. Agbonlahor tók undir með Neville og sagði að Ronaldo væri eigingjarn og hefði ekki góð áhrif á aðra leikmenn United. „Eins og þetta horfir við mér hugsar hann bara um mörkin sín. Hann vældi allan leikinn og fórnaði höndum því hann fékk ekki færi. Síðan hljóp hann af velli eftir leikinn í fýlu og var eflaust enn fúll í búningsklefanum,“ sagði Agbonlahor og bætti við að þrír af yngri leikmönnum United væru eflaust hálf smeykir við Ronaldo. „Viðhorfið hans var slæmt. Ef ég væri [Marcus] Rashford, [Mason] Greenwood og [Jadon] Sancho væri ég smeykur við að skjóta. Í hvert sinn sem þeir skjóta fórnar Ronaldo höndum, pirraður að hafa ekki fengið sendingu. Það er eitthvað í ólagi í búningsklefanum. Rashford og Greenwood hafa dalað síðan Ronaldo kom. Þeir geta ekki notið sín og það er eins og þeir hugsi að þeir þurfi að gefa á Ronaldo. Ef ég væri þeir væri ég að hugsa af hverju þurftum við að fá hann hingað.“ Agbonlahor kvatti Ralf Rangnick, knattspyrnustjóra United, til að setja Ronaldo á bekkinn. „Hann er stórkostlegur leikmaður sem hefur átt stórkostlegan feril en hann er ekki sami leikmaður og hann var. United spilaði sinn besta leik á tímabilinu gegn Chelsea þegar hann var ekki með. Rashford, Greenwood og Sancho geta spilað frammi, hlaupið inn fyrir varnir andstæðinganna og skipt um stöður. Ef það er eitthvað varið í stjórann setur hann Ronaldo á bekkinn fyrir næsta leik,“ sagði Agbonlahor. Næsti leikur United er einmitt í kvöld, gegn Burnley á Old Trafford. Það er jafnframt síðasti leikur ársins 2021 í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira
Ronaldo náði sér ekki á strik þegar United gerði 1-1 jafntefli við Newcastle United á St James' Park í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag. Ronaldo virtist pirraður og eftir leikinn gagnrýndi fyrrverandi samherji hans, Gary Neville, Portúgalann fyrir viðhorf hans og líkamstjáningu. Agbonlahor tók undir með Neville og sagði að Ronaldo væri eigingjarn og hefði ekki góð áhrif á aðra leikmenn United. „Eins og þetta horfir við mér hugsar hann bara um mörkin sín. Hann vældi allan leikinn og fórnaði höndum því hann fékk ekki færi. Síðan hljóp hann af velli eftir leikinn í fýlu og var eflaust enn fúll í búningsklefanum,“ sagði Agbonlahor og bætti við að þrír af yngri leikmönnum United væru eflaust hálf smeykir við Ronaldo. „Viðhorfið hans var slæmt. Ef ég væri [Marcus] Rashford, [Mason] Greenwood og [Jadon] Sancho væri ég smeykur við að skjóta. Í hvert sinn sem þeir skjóta fórnar Ronaldo höndum, pirraður að hafa ekki fengið sendingu. Það er eitthvað í ólagi í búningsklefanum. Rashford og Greenwood hafa dalað síðan Ronaldo kom. Þeir geta ekki notið sín og það er eins og þeir hugsi að þeir þurfi að gefa á Ronaldo. Ef ég væri þeir væri ég að hugsa af hverju þurftum við að fá hann hingað.“ Agbonlahor kvatti Ralf Rangnick, knattspyrnustjóra United, til að setja Ronaldo á bekkinn. „Hann er stórkostlegur leikmaður sem hefur átt stórkostlegan feril en hann er ekki sami leikmaður og hann var. United spilaði sinn besta leik á tímabilinu gegn Chelsea þegar hann var ekki með. Rashford, Greenwood og Sancho geta spilað frammi, hlaupið inn fyrir varnir andstæðinganna og skipt um stöður. Ef það er eitthvað varið í stjórann setur hann Ronaldo á bekkinn fyrir næsta leik,“ sagði Agbonlahor. Næsti leikur United er einmitt í kvöld, gegn Burnley á Old Trafford. Það er jafnframt síðasti leikur ársins 2021 í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira