Sextán ára kvikmynd margoft hjálpað Newcastle að fá leikmenn Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2021 14:15 Kvikmyndin Goal! hafði meðal annars áhrif á framherjann Callum Wilson, sem hér fagnar marki með Joelinton, þegar hann ákvað að semja við Newcastle. Skjáskot og Getty Kvikmyndir geta verið afar áhrifaríkar og það er óhætt að segja að myndin Goal! frá árinu 2005 hafi haft mikil áhrif fyrir enska knattspyrnufélagið Newcastle. Eftir að Sádi-Arabar tóku yfir Newcastle í haust er þess beðið með eftirvæntingu í borginni hvaða leikmenn verða keyptir þegar félagaskiptaglugginn opnast nú um áramótin. Nú hefur félagið úr nægum fjármunum að spila og getur heillað leikmenn með vænum launapakka en það hefur ekki alltaf verið raunin. BBC fjallar um það í dag að það hafi spilað inn í ákvörðun margra leikmanna í gegnum tíðina, um að koma til Newcastle, að hafa séð kvikmyndina Goal. Hún fjallar um ungan Mexíkóa sem fer til Newcastle og verður stjarna í ensku úrvalsdeildinni. Markahæsti maður Newcastle í vetur, Callum Wilson, kom til að mynda frá Bournemouth sumarið 2020 þrátt fyrir áhuga Aston Villa. Þegar hann útskýrði val sitt sagði hann meðal annars: „Sonur minn er að komast á þann aldur að hann horfir meira á kvikmyndir og fótbolta. Hann horfði á Goal! svo að ég sá hana með honum og þar snerist allt um Newcastle. Þetta gerði strákinn í mér spenntan og maður hugsaði með sér, já, þetta er félagið fyrir mig.“ Mexíkóskur táningur kominn til Newcastle Argentínumaðurinn Jonas Gutierrez kom frá Mallorca árið 2008. Í fyrra sagði hann það alltaf hafa verið draum sinn að spila í ensku úrvalsdeildinni og að hann hefði meðal annars þekkt Newcastle vegna Goal. Miðjumaðurinn Isaac Hayden sagði eitt sinn: „Ég man alltaf eftir því þegar ég sá Goal. Ég var bara stráklingur og man að ég hugsaði: Vá, ef þeir eru að gera kvikmynd um Newcastle þá hlýtur það að vera svakalegt félag.“ BBC nefnir fleiri leikmenn á borð við Alsírbúann Islam Slimani, franska bakvörðinn Massadio Haidara, senegalska framherjann Papiss Cisse og brasilíska miðjumanninn Kenedy, sem allir nefndu myndina þegar þeir voru spurðir hvers vegna þeir hefðu valið Newcastle. Nokkur eftirvænting ríkir svo vegna þeirrar staðreyndar að mexíkóskur táningur, Santiago Munoz, kom til Newcastle fyrr á þessu ári en hann spilar með U23-liði félagsins. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Eftir að Sádi-Arabar tóku yfir Newcastle í haust er þess beðið með eftirvæntingu í borginni hvaða leikmenn verða keyptir þegar félagaskiptaglugginn opnast nú um áramótin. Nú hefur félagið úr nægum fjármunum að spila og getur heillað leikmenn með vænum launapakka en það hefur ekki alltaf verið raunin. BBC fjallar um það í dag að það hafi spilað inn í ákvörðun margra leikmanna í gegnum tíðina, um að koma til Newcastle, að hafa séð kvikmyndina Goal. Hún fjallar um ungan Mexíkóa sem fer til Newcastle og verður stjarna í ensku úrvalsdeildinni. Markahæsti maður Newcastle í vetur, Callum Wilson, kom til að mynda frá Bournemouth sumarið 2020 þrátt fyrir áhuga Aston Villa. Þegar hann útskýrði val sitt sagði hann meðal annars: „Sonur minn er að komast á þann aldur að hann horfir meira á kvikmyndir og fótbolta. Hann horfði á Goal! svo að ég sá hana með honum og þar snerist allt um Newcastle. Þetta gerði strákinn í mér spenntan og maður hugsaði með sér, já, þetta er félagið fyrir mig.“ Mexíkóskur táningur kominn til Newcastle Argentínumaðurinn Jonas Gutierrez kom frá Mallorca árið 2008. Í fyrra sagði hann það alltaf hafa verið draum sinn að spila í ensku úrvalsdeildinni og að hann hefði meðal annars þekkt Newcastle vegna Goal. Miðjumaðurinn Isaac Hayden sagði eitt sinn: „Ég man alltaf eftir því þegar ég sá Goal. Ég var bara stráklingur og man að ég hugsaði: Vá, ef þeir eru að gera kvikmynd um Newcastle þá hlýtur það að vera svakalegt félag.“ BBC nefnir fleiri leikmenn á borð við Alsírbúann Islam Slimani, franska bakvörðinn Massadio Haidara, senegalska framherjann Papiss Cisse og brasilíska miðjumanninn Kenedy, sem allir nefndu myndina þegar þeir voru spurðir hvers vegna þeir hefðu valið Newcastle. Nokkur eftirvænting ríkir svo vegna þeirrar staðreyndar að mexíkóskur táningur, Santiago Munoz, kom til Newcastle fyrr á þessu ári en hann spilar með U23-liði félagsins.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira