Kóngurinn bestur undir pressu en taugarnar brugðust Dobey Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2021 16:36 Mervyn King fagmannlegur í leiknum gegn Raymond Smith í dag. Getty/Luke Walker Mervyn King stimplaði sig inn í 8-manna úrslitin á HM í pílukasti í Lundúnum í dag þrátt fyrir að lenda í erfiðri stöðu í leik sínum við Ástralann Raymond Smith. Luke Humphries vann rosalegt taugastríð gegn Chris Dobey. Smith komst í 2-0 og 3-1, og þurfti því bara að vinna eitt sett í viðbót til að tryggja sér sigurinn. King hafði hins vegar engan áhuga á að detta úr keppni í dag og vann þrjú sett í röð og leikinn þar með 4-3. King vann oddasettið 3-0 þar sem Smith klúðraði meðal annars þremur tækifærum til að vinna annan legginn. ! Mervyn King completes a royal comeback, coming from 2-0 and 3-1 down to defeat the impressive Australian Raymond Smith in a deciding set!#WHDarts pic.twitter.com/vz3n0kH7Iu— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Hinn 23 ára gamli Callan Rydz hefur verið einn af stjörnum mótsins til þessa og þó að hann hafi loksins tapað einu setti í dag, í fyrsta sinn á mótinu, þá vann hann næstu fjögur og tryggði sér öruggan sigur gegn Alan Soutar. Chris Dobey komst í 2-0 og 3-1 gegn Luke Humphries en lenti svo í miklum vandræðum. Humphries náði að jafna metin og komst í 1-0 í oddasettinu. Dobey svaraði með frábærum legg og komst svo yfir þrátt fyrir mikið basl, en Humphries jafnaði á ný. Því þurfti upphækkun og þá dugðu taugar Humphries betur þó að báðir virtust hreinlega ætla að fara á taugum. !What. A. Match. Yet ANOTHER Ally Pally classic as Luke Humphries comes from 3-1 down to defeat Chris Dobey in a tie-break!A third Ally Pally quarter-final in four years for 'Cool Hand' #WHDarts pic.twitter.com/E80zN3sLBu— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Sextán manna úrslitunum lýkur svo í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3, með þremur leikjum. Peter Wright mætir þá Ryan Searle, James Wade mætir Martijn Kleermaker og Gary Anderson mætir Rob Cross. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Smith komst í 2-0 og 3-1, og þurfti því bara að vinna eitt sett í viðbót til að tryggja sér sigurinn. King hafði hins vegar engan áhuga á að detta úr keppni í dag og vann þrjú sett í röð og leikinn þar með 4-3. King vann oddasettið 3-0 þar sem Smith klúðraði meðal annars þremur tækifærum til að vinna annan legginn. ! Mervyn King completes a royal comeback, coming from 2-0 and 3-1 down to defeat the impressive Australian Raymond Smith in a deciding set!#WHDarts pic.twitter.com/vz3n0kH7Iu— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Hinn 23 ára gamli Callan Rydz hefur verið einn af stjörnum mótsins til þessa og þó að hann hafi loksins tapað einu setti í dag, í fyrsta sinn á mótinu, þá vann hann næstu fjögur og tryggði sér öruggan sigur gegn Alan Soutar. Chris Dobey komst í 2-0 og 3-1 gegn Luke Humphries en lenti svo í miklum vandræðum. Humphries náði að jafna metin og komst í 1-0 í oddasettinu. Dobey svaraði með frábærum legg og komst svo yfir þrátt fyrir mikið basl, en Humphries jafnaði á ný. Því þurfti upphækkun og þá dugðu taugar Humphries betur þó að báðir virtust hreinlega ætla að fara á taugum. !What. A. Match. Yet ANOTHER Ally Pally classic as Luke Humphries comes from 3-1 down to defeat Chris Dobey in a tie-break!A third Ally Pally quarter-final in four years for 'Cool Hand' #WHDarts pic.twitter.com/E80zN3sLBu— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Sextán manna úrslitunum lýkur svo í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3, með þremur leikjum. Peter Wright mætir þá Ryan Searle, James Wade mætir Martijn Kleermaker og Gary Anderson mætir Rob Cross. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira