Þetta eru 100 vinsælustu lög Bylgjunnar árið 2021 Tinni Sveinsson skrifar 2. janúar 2022 18:00 Þetta eru meðal efstu listamanna á árslista Bylgjunnar fyrir 2021. Bylgjan hefur tekið saman lista yfir hundrað vinsælustu lög stöðvarinnar árið 2021. Árslistinn er tekin saman með því að skoða alla Bylgjulista ársins sem Bragi Guðmundsson tekur saman í hverri viku. Gott tónlistarár á Íslandi „Tónlistarárið 2021 var mjög fjölbreytt og íslensk útgáfa mikil. Á topp 100 eru 55 íslensk lög og 45 erlend. Á topp 20 eru íslensku lögin fjórtán en þau erlendu sex talsins. Það er því ljóst að Bylgjuhlustendur hafa kunnað vel að meta þau íslensku lög sem komu út á nýliðnu ári,“ segir Sighvatur Jónsson, Hvati á Bylgjunni. Hann fór yfir listann í þætti sínum á Bylgjunni í dag. „Það er frábært að sjá hvað íslensk tónlist er fyrirferðamikil á árslista Bylgjunnar enda mjög flott íslenskt tónlistarár að baki þrátt fyrir erfiðar aðstæður listamannanna,“ segir Bragi. Hér má hlusta á þáttinn þar sem farið er yfir listann en hann er birtur í heild sinni neðar í fréttinni. Bylgjulistinn er samstarfsverkefni Hvata og Braga, sem sjá um þáttinn Helgin á Bylgjunni eftir hádegi á laugardögum og sunnudögum. „Bragi tekur Bylgjulistann saman í hverri viku og ég fer sérstaklega yfir hann í helgarþættinum á sunnudögum. Við félagarnir erum tónlistar- og tölvunördar. Okkur finnst mikilvægt að halda utan um alla tölfræði sem gerir okkur kleift að taka saman svona árslista. Vera laganna á Bylgjulistum ársins er grundvöllurinn, við skoðum í hvaða sætum lögin voru, hversu lengi þau voru á listanum og hvort þau náðu toppsætinu eða ekki.“ Dúettarnir áberandi Það er magnað að vinsælustu lög ársins eru mörg hver dúettar; Jón Jónsson og GDRN, Bubbi og Bríet og ekki síst Ellen og John Grant sem söng á íslensku eitt af bestu lögum sem ég hef heyrt,” segir Bragi. Klippa: Ef ástin er hrein - Jón Jónsson og GDRN (SAMSUNG SESSJÓN) „Ég hef unnið að vinsældalistum í útvarpi í mörg ár og mér finnst alltaf gaman að sjá hversu mörgum lögum ákveðnir listamenn koma inn á svona árslista, það segir sína sögu um gengi þeirra á árinu,“ segir Hvati. „Á listanum eru fimm lög með Bubba Morthens og Ed Sheeran. Bríet kom fjórum lögum inn á árslistann og Hreimur og tónlistarkonan Dua Lipa þremur. Þá eru Hafnarfjarðarbræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir með tvö lög á listanum hvor og það sama á við um Friðrik Ómar og íslensku hljómsveitina Kaleo,“ segir Hvati. „Síðan má bæta því við að óvæntasti smellur ársins en jafnframt einn sá ánægjulegasti kom frá Bjartmari Guðlaugssyni, hressandi rokkslagari með beittum boðskap, frábært lag,” segir Bragi og á þar við lagið Á ekki eitt einasta orð. Fréttir ársins 2021 Bylgjan Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Árslistinn er tekin saman með því að skoða alla Bylgjulista ársins sem Bragi Guðmundsson tekur saman í hverri viku. Gott tónlistarár á Íslandi „Tónlistarárið 2021 var mjög fjölbreytt og íslensk útgáfa mikil. Á topp 100 eru 55 íslensk lög og 45 erlend. Á topp 20 eru íslensku lögin fjórtán en þau erlendu sex talsins. Það er því ljóst að Bylgjuhlustendur hafa kunnað vel að meta þau íslensku lög sem komu út á nýliðnu ári,“ segir Sighvatur Jónsson, Hvati á Bylgjunni. Hann fór yfir listann í þætti sínum á Bylgjunni í dag. „Það er frábært að sjá hvað íslensk tónlist er fyrirferðamikil á árslista Bylgjunnar enda mjög flott íslenskt tónlistarár að baki þrátt fyrir erfiðar aðstæður listamannanna,“ segir Bragi. Hér má hlusta á þáttinn þar sem farið er yfir listann en hann er birtur í heild sinni neðar í fréttinni. Bylgjulistinn er samstarfsverkefni Hvata og Braga, sem sjá um þáttinn Helgin á Bylgjunni eftir hádegi á laugardögum og sunnudögum. „Bragi tekur Bylgjulistann saman í hverri viku og ég fer sérstaklega yfir hann í helgarþættinum á sunnudögum. Við félagarnir erum tónlistar- og tölvunördar. Okkur finnst mikilvægt að halda utan um alla tölfræði sem gerir okkur kleift að taka saman svona árslista. Vera laganna á Bylgjulistum ársins er grundvöllurinn, við skoðum í hvaða sætum lögin voru, hversu lengi þau voru á listanum og hvort þau náðu toppsætinu eða ekki.“ Dúettarnir áberandi Það er magnað að vinsælustu lög ársins eru mörg hver dúettar; Jón Jónsson og GDRN, Bubbi og Bríet og ekki síst Ellen og John Grant sem söng á íslensku eitt af bestu lögum sem ég hef heyrt,” segir Bragi. Klippa: Ef ástin er hrein - Jón Jónsson og GDRN (SAMSUNG SESSJÓN) „Ég hef unnið að vinsældalistum í útvarpi í mörg ár og mér finnst alltaf gaman að sjá hversu mörgum lögum ákveðnir listamenn koma inn á svona árslista, það segir sína sögu um gengi þeirra á árinu,“ segir Hvati. „Á listanum eru fimm lög með Bubba Morthens og Ed Sheeran. Bríet kom fjórum lögum inn á árslistann og Hreimur og tónlistarkonan Dua Lipa þremur. Þá eru Hafnarfjarðarbræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir með tvö lög á listanum hvor og það sama á við um Friðrik Ómar og íslensku hljómsveitina Kaleo,“ segir Hvati. „Síðan má bæta því við að óvæntasti smellur ársins en jafnframt einn sá ánægjulegasti kom frá Bjartmari Guðlaugssyni, hressandi rokkslagari með beittum boðskap, frábært lag,” segir Bragi og á þar við lagið Á ekki eitt einasta orð.
Fréttir ársins 2021 Bylgjan Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira