Ekki til skoðunar að stytta einangrun meira í bili Vésteinn Örn Pétursson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 1. janúar 2022 21:20 Víðir Reynisson sést hér á einum af fjölmörgum upplýsingafundum Landlæknis og almannavarna vegna faraldursins. Vísir/Vilhelm Íslensk sóttvarnayfirvöld ráðgera að svo stöddu ekki að stytta einangrunartíma Covid-smitaðra meira en gert var skömmu fyrir áramót. Þá var einangrunartími styttur úr tíu dögum í sjö. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kallaði eftir enn styttri einangrunartíma á dögunum. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, í samtali við fréttastofu. „Þetta var skoðað í framhaldi þess að bandaríska sóttvarnarstofnunin breytti sínum leiðbeiningum og niðurstaðan var sú að fara niður með þetta í sjö daga, það munar þrem dögum og það er ansi mikið,“ segir Víðir. Hann bætir því við að ekki sé til skoðunar að fara niður í fimm daga einangrun, líkt og Bandaríska sóttvarnastofnunin (CDC) gerði. „En í þessu eins og öllu öðru, þegar að við fáum betri upplýsingar og erum með gögn sem að sýna fram á eitthvað, þá hefur aldrei staðið á yfirvöldum að breyta um stefnu og taka nýjustu þekkinguna inn í spilið.“ Víðir segir þá að í gegnum faraldurinn hafi það margsýnt sig að hlutirnir geti gerst hratt. Upplýsingar sem yfirvöld miðli til almennings geti gilt í stuttan tíma. „Og það sem við sögðum fyrir fimm sex vikum gildir ekki lengur og það er bara einkenni þessarar veiru, hún breytir sér og kemur okkur á óvart en á sama tíma er okkar færasta vísindafólk um allan heim að koma með nýjar lausnir og koma með nýja þekkingu sem hjálpar okkur að taka nýjar ákvarðanir.“ Kári kallar eftir fimm dögum Í fyrradag sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að hann teldi skynsamlegast að stytta einangrun enn frekar en þegar hefur verið gert, niður í fimm daga. Kórónuveiran hafi dreifst hratt um samfélagið og óráðlegt sé að halda fólki í einangrun í lengri tíma. „Mér fyndist ekki vitlaust að stytta hana niður í svona fimm daga vegna þess að það sem við erum að gera með þessu er ósköp einfaldlega að minnka líkurnar á því að smitin breiðist út, en vegna þess hvað þau eru að breiðast mikið út núna, þá finnst mér aðeins of mikið í látið að halda fólki í einangrun í sjö til tíu daga,“ sagði Kári. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur staðið í stafni í baráttunni við Covid-19.Vísir/Vilhelm Hann sagði þá að faraldurinn virtist vera að fylgja lögmálum þróunarfræðinnar, þar sem margt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegum veikindum en fyrri afbrigði. „Það er að segja að sú tegund sem fjölgar sér hraðast, hún tekur yfir og þá er ekki pláss fyrir hinar. Þannig að ég held að við getum verið nokkuð viss um að þessari farsótt - af þessari veiru - kemur til með að ljúka tiltölulega fljótlega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Kári vill fimm daga einangrun Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur skynsamlegast að stytta einangrun Covid-smitaðra niður í fimm daga. Kórónuveiran hafi dreifst hratt um samfélagið og óráðlegt sé að halda fólki í einangrun í lengri tíma. Reglunum var breytt í dag en nú þurfa Covid-smitaðir aðeins að vera í sjö daga einangrun. 31. desember 2021 00:01 Stytting á einangrun áhættulítil en þó ekki áhættulaus Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst en í gær þegar 1. 601 greindist smitaður. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að faraldurinn sé í veldisvexti og telur að fara þurfi varlega i að stytta einangrun frá sjö dögum í fimm þó það kunni að vera skynsamlegt. 31. desember 2021 12:12 „Þurfum að vera mjög á varðbergi næstu dagana“ Metfjöldi greindist með kórónuveiruna á landamærunum í gær. Gera má ráð fyrir að fleiri greinist smitaðir innanlands á næstu dögum eftir hátíðirnar að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Landsmenn þurfi að vera á varðbergi svo að spítalinn ráði við álagið. 1. janúar 2022 19:23 Einangrun stytt í sjö daga Einangrunartími fyrir fólk með Covid-19 hér á landi hefur verið styttur í sjö daga úr tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. 30. desember 2021 18:01 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Sjá meira
Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, í samtali við fréttastofu. „Þetta var skoðað í framhaldi þess að bandaríska sóttvarnarstofnunin breytti sínum leiðbeiningum og niðurstaðan var sú að fara niður með þetta í sjö daga, það munar þrem dögum og það er ansi mikið,“ segir Víðir. Hann bætir því við að ekki sé til skoðunar að fara niður í fimm daga einangrun, líkt og Bandaríska sóttvarnastofnunin (CDC) gerði. „En í þessu eins og öllu öðru, þegar að við fáum betri upplýsingar og erum með gögn sem að sýna fram á eitthvað, þá hefur aldrei staðið á yfirvöldum að breyta um stefnu og taka nýjustu þekkinguna inn í spilið.“ Víðir segir þá að í gegnum faraldurinn hafi það margsýnt sig að hlutirnir geti gerst hratt. Upplýsingar sem yfirvöld miðli til almennings geti gilt í stuttan tíma. „Og það sem við sögðum fyrir fimm sex vikum gildir ekki lengur og það er bara einkenni þessarar veiru, hún breytir sér og kemur okkur á óvart en á sama tíma er okkar færasta vísindafólk um allan heim að koma með nýjar lausnir og koma með nýja þekkingu sem hjálpar okkur að taka nýjar ákvarðanir.“ Kári kallar eftir fimm dögum Í fyrradag sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að hann teldi skynsamlegast að stytta einangrun enn frekar en þegar hefur verið gert, niður í fimm daga. Kórónuveiran hafi dreifst hratt um samfélagið og óráðlegt sé að halda fólki í einangrun í lengri tíma. „Mér fyndist ekki vitlaust að stytta hana niður í svona fimm daga vegna þess að það sem við erum að gera með þessu er ósköp einfaldlega að minnka líkurnar á því að smitin breiðist út, en vegna þess hvað þau eru að breiðast mikið út núna, þá finnst mér aðeins of mikið í látið að halda fólki í einangrun í sjö til tíu daga,“ sagði Kári. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur staðið í stafni í baráttunni við Covid-19.Vísir/Vilhelm Hann sagði þá að faraldurinn virtist vera að fylgja lögmálum þróunarfræðinnar, þar sem margt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegum veikindum en fyrri afbrigði. „Það er að segja að sú tegund sem fjölgar sér hraðast, hún tekur yfir og þá er ekki pláss fyrir hinar. Þannig að ég held að við getum verið nokkuð viss um að þessari farsótt - af þessari veiru - kemur til með að ljúka tiltölulega fljótlega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Kári vill fimm daga einangrun Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur skynsamlegast að stytta einangrun Covid-smitaðra niður í fimm daga. Kórónuveiran hafi dreifst hratt um samfélagið og óráðlegt sé að halda fólki í einangrun í lengri tíma. Reglunum var breytt í dag en nú þurfa Covid-smitaðir aðeins að vera í sjö daga einangrun. 31. desember 2021 00:01 Stytting á einangrun áhættulítil en þó ekki áhættulaus Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst en í gær þegar 1. 601 greindist smitaður. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að faraldurinn sé í veldisvexti og telur að fara þurfi varlega i að stytta einangrun frá sjö dögum í fimm þó það kunni að vera skynsamlegt. 31. desember 2021 12:12 „Þurfum að vera mjög á varðbergi næstu dagana“ Metfjöldi greindist með kórónuveiruna á landamærunum í gær. Gera má ráð fyrir að fleiri greinist smitaðir innanlands á næstu dögum eftir hátíðirnar að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Landsmenn þurfi að vera á varðbergi svo að spítalinn ráði við álagið. 1. janúar 2022 19:23 Einangrun stytt í sjö daga Einangrunartími fyrir fólk með Covid-19 hér á landi hefur verið styttur í sjö daga úr tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. 30. desember 2021 18:01 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Sjá meira
Kári vill fimm daga einangrun Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur skynsamlegast að stytta einangrun Covid-smitaðra niður í fimm daga. Kórónuveiran hafi dreifst hratt um samfélagið og óráðlegt sé að halda fólki í einangrun í lengri tíma. Reglunum var breytt í dag en nú þurfa Covid-smitaðir aðeins að vera í sjö daga einangrun. 31. desember 2021 00:01
Stytting á einangrun áhættulítil en þó ekki áhættulaus Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst en í gær þegar 1. 601 greindist smitaður. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að faraldurinn sé í veldisvexti og telur að fara þurfi varlega i að stytta einangrun frá sjö dögum í fimm þó það kunni að vera skynsamlegt. 31. desember 2021 12:12
„Þurfum að vera mjög á varðbergi næstu dagana“ Metfjöldi greindist með kórónuveiruna á landamærunum í gær. Gera má ráð fyrir að fleiri greinist smitaðir innanlands á næstu dögum eftir hátíðirnar að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Landsmenn þurfi að vera á varðbergi svo að spítalinn ráði við álagið. 1. janúar 2022 19:23
Einangrun stytt í sjö daga Einangrunartími fyrir fólk með Covid-19 hér á landi hefur verið styttur í sjö daga úr tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. 30. desember 2021 18:01