Sá yngsti í sögunni til að ná þrennu í NBA-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2022 14:01 Josh Giddey á ferðinni með boltann í leiknum á móti Dallas Mavericks en til varnar er Dwight Powell. AP/Sue Ogrocki Nýliðinn Josh Giddey átti frábæran leik með Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og hafði sett nýtt NBA-met þegar leiknum lauk. Giddey endaði leikinn með 17 stig, 14 stoðsendingar og 13 fráköst en hann varð þar með sá yngsti í sögu NBA deildarinnar til að ná þrennu í leik. 17 PTS, 13 REB, 14 AST, 4 STL @joshgiddey becomes the the youngest player in NBA history to put up a triple-double! #NBA75 pic.twitter.com/cYZewoJ6ZA— NBA (@NBA) January 3, 2022 Giddey bætti þarna met LaMelo Ball. Ball var 19 ára og 140 daga gamall á sínum tíma en Giddey var bara 19 ára og 84 daga gamall í gær. Giddey varð líka sá yngsti til að vera með flest stig, flest fráköst og flestar stoðsendingar hjá báðum liðum í sama leiknum. Hann bætti þar met Luka Doncic. Frammistaðan kom þó ekki í veg fyrir tap á móti Dallas Mavericks en Jason Kidd, þjálfari Dallas-liðsins, hrósaði stráknum eftir leikinn. Kidd var sjálfur með 107 þrennur á sínum ferli. „Hann er óeigingjarn. Hann skilur hvernig á að spila leikinn þrátt fyrir að vera bara nítján ára gamall. Honum líður vel með boltann og liðsfélagar hans vita að ef þeir hreyfa sig vel þá munu þeir fá boltann. Hann er líka með gott þriggja stiga skot og hefur allan pakkann,“ sagði Jason Kidd. Josh Giddey fæddist 10. október 2002 í Melbourne í Ástralíu. Hann spilaði aldrei í bandaríska háskólaboltanum en lék eitt tímabil með Adelaide 36ers í áströlsku deildinni áður en Oklahoma City Thunder valdi hann sjöttan í nýliðavalinu 2021. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) NBA Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Giddey endaði leikinn með 17 stig, 14 stoðsendingar og 13 fráköst en hann varð þar með sá yngsti í sögu NBA deildarinnar til að ná þrennu í leik. 17 PTS, 13 REB, 14 AST, 4 STL @joshgiddey becomes the the youngest player in NBA history to put up a triple-double! #NBA75 pic.twitter.com/cYZewoJ6ZA— NBA (@NBA) January 3, 2022 Giddey bætti þarna met LaMelo Ball. Ball var 19 ára og 140 daga gamall á sínum tíma en Giddey var bara 19 ára og 84 daga gamall í gær. Giddey varð líka sá yngsti til að vera með flest stig, flest fráköst og flestar stoðsendingar hjá báðum liðum í sama leiknum. Hann bætti þar met Luka Doncic. Frammistaðan kom þó ekki í veg fyrir tap á móti Dallas Mavericks en Jason Kidd, þjálfari Dallas-liðsins, hrósaði stráknum eftir leikinn. Kidd var sjálfur með 107 þrennur á sínum ferli. „Hann er óeigingjarn. Hann skilur hvernig á að spila leikinn þrátt fyrir að vera bara nítján ára gamall. Honum líður vel með boltann og liðsfélagar hans vita að ef þeir hreyfa sig vel þá munu þeir fá boltann. Hann er líka með gott þriggja stiga skot og hefur allan pakkann,“ sagði Jason Kidd. Josh Giddey fæddist 10. október 2002 í Melbourne í Ástralíu. Hann spilaði aldrei í bandaríska háskólaboltanum en lék eitt tímabil með Adelaide 36ers í áströlsku deildinni áður en Oklahoma City Thunder valdi hann sjöttan í nýliðavalinu 2021. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore)
NBA Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira