Munur á þróun leigu- og kaupverðs aldrei mælst meiri Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2022 13:27 Dýrast er að leigja í Vesturbæ Reykjavíkur. Vísir/Egill Spenna á leigumarkaði hefur dregist saman síðustu misseri og leiguverð þróast með rólegasta móti, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Hefur leiguverð nánast staðið í stað frá því að faraldurinn hófst og aðeins hækkað um 1,9% síðan í janúar 2020. Talið er að aukin kaupgeta fólks, einkum vegna vaxtalækkana, skýri þessa þróun en hlutfall fyrstu kaupenda á húsnæðismarkaði hefur aldrei mælst hærra. Við þær aðstæður dróst eftirspurn eftir leiguhúsnæði saman á sama tíma og minna var um skammtímaleigu til erlendra ferðamanna eftir að þeim fækkaði. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans en samkvæmt nýjustu gögnum Þjóðskrár um leiguverð sem ná til þinglýstra samninga á höfuðborgarsvæðinu í nóvember hækkaði leiguverð þar um 1,2% milli mánaða. Þetta er talsvert meiri hækkun en á síðustu mánuðum en í október stóð verðið í stað og í september lækkaði það örlítið. Tólf mánaða hækkun leiguverðs mælist 3,4% á sama tíma og kaupverð íbúða í fjölbýli hefur hækkað um 16%. „Til samanburðar hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 3,0%. Raunhækkun leigu, þ.e. hækkun á leigu umfram annað verðlag, mælist því innan við hálft prósentustig, sem hefur einkennt stöðuna núna fjóra mánuði í röð. Það má því segja að stöðugleiki ríki á leigumarkaði þar sem leiga þróist í takt við annað verðlag, ólíkt því sem hefur sést á íbúðamarkaði undanfarið,“ segir í Hagsjánni. Munurinn á þróun leigu- og kaupverðs hafi aldrei mælst jafn mikill og nú og bendi til þess að hækkanir íbúðaverðs séu komnar fram úr því sem æskilegt geti talist. Verð lækkað í Hafnarfirði og Garðabæ Það sem af er ári hefur að jafnaði 547 leigusamningum verið þinglýst í hverjum mánuði. Það er heldur færra en í fyrra þegar 590 samningum var að jafnaði þinglýst, en þá hafði fjöldinn aukist talsvert frá fyrra ári. Samanburður á fermetraverði samkvæmt nýjum þinglýstum samningum í nóvember gefur til kynna að fermetraverð tveggja herbergja íbúða sé hæst í vesturhluta Reykjavíkur. Þar leigist slík íbúð að meðaltali á 3.441 krónur á fermetra og hækkar um 4% frá því í nóvember í fyrra. Lægsta fermetraverð tveggja herbergja íbúða á höfuðborgarsvæðinu er að finna í Garðabæ og Hafnarfirði, eða 2.679 krónur á fermetra að meðaltali. Lækkar verð þar um 9% milli ára samkvæmt þeim samningum sem þinglýst var í nóvember. Fasteignamarkaður Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Talið er að aukin kaupgeta fólks, einkum vegna vaxtalækkana, skýri þessa þróun en hlutfall fyrstu kaupenda á húsnæðismarkaði hefur aldrei mælst hærra. Við þær aðstæður dróst eftirspurn eftir leiguhúsnæði saman á sama tíma og minna var um skammtímaleigu til erlendra ferðamanna eftir að þeim fækkaði. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans en samkvæmt nýjustu gögnum Þjóðskrár um leiguverð sem ná til þinglýstra samninga á höfuðborgarsvæðinu í nóvember hækkaði leiguverð þar um 1,2% milli mánaða. Þetta er talsvert meiri hækkun en á síðustu mánuðum en í október stóð verðið í stað og í september lækkaði það örlítið. Tólf mánaða hækkun leiguverðs mælist 3,4% á sama tíma og kaupverð íbúða í fjölbýli hefur hækkað um 16%. „Til samanburðar hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 3,0%. Raunhækkun leigu, þ.e. hækkun á leigu umfram annað verðlag, mælist því innan við hálft prósentustig, sem hefur einkennt stöðuna núna fjóra mánuði í röð. Það má því segja að stöðugleiki ríki á leigumarkaði þar sem leiga þróist í takt við annað verðlag, ólíkt því sem hefur sést á íbúðamarkaði undanfarið,“ segir í Hagsjánni. Munurinn á þróun leigu- og kaupverðs hafi aldrei mælst jafn mikill og nú og bendi til þess að hækkanir íbúðaverðs séu komnar fram úr því sem æskilegt geti talist. Verð lækkað í Hafnarfirði og Garðabæ Það sem af er ári hefur að jafnaði 547 leigusamningum verið þinglýst í hverjum mánuði. Það er heldur færra en í fyrra þegar 590 samningum var að jafnaði þinglýst, en þá hafði fjöldinn aukist talsvert frá fyrra ári. Samanburður á fermetraverði samkvæmt nýjum þinglýstum samningum í nóvember gefur til kynna að fermetraverð tveggja herbergja íbúða sé hæst í vesturhluta Reykjavíkur. Þar leigist slík íbúð að meðaltali á 3.441 krónur á fermetra og hækkar um 4% frá því í nóvember í fyrra. Lægsta fermetraverð tveggja herbergja íbúða á höfuðborgarsvæðinu er að finna í Garðabæ og Hafnarfirði, eða 2.679 krónur á fermetra að meðaltali. Lækkar verð þar um 9% milli ára samkvæmt þeim samningum sem þinglýst var í nóvember.
Fasteignamarkaður Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira