Í sögubækurnar með ótrúlegum leik en uppskeran engin Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2022 07:30 Trae Young átti stórkostlegan leik í nótt en það dugði skammt. AP/Craig Mitchelldyer Þó að Atlanta Hawks hafi orðið að sætta sig við tap, 136-131, gegn Portland Trail Blazers má segja að Trae Young hafi stolið senunni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með stórkostlegum sóknarleik. Young skráði sig í sögubækurnar með því að skora heil 56 stig í leiknum, fleiri en hann hefur gert í leik á ferlinum, auk þess að gefa 14 stoðsendingar. Hann hitti úr 17 af 26 skotum sínum og úr öllum 15 vítum sínum. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri stig í einum leik á þessari leiktíð og í allri NBA-sögunni hafa raunar bara fimm aðrir leikmenn náð að skora 55 stig og gefa 10 stoðsendingar í einum leik. Hinir eru býsna kunnir: James Harden (þrisvar sinnum), Michael Jordan, Oscar Robertson, Russell Westbrook og Tony Parker. Young er þó eini þeirra sem náð hefur að setja niður 56 stig og gefa 14 stoðsendingar í sama leik. @TheTraeYoung becomes the first player in @NBAHistory with 56 points and 14 assists in a game. pic.twitter.com/Sy4sbWeFJg— NBA (@NBA) January 4, 2022 Um tíma var útlit fyrir að þessi tröllaframmistaða dygði Atlanta til sigurs en þegar leið á fjórða leikhluta komust heimamenn í Portland yfir. Young minnkaði muninn í tvö stig þegar 55 sekúndur voru eftir en nær komust gestirnir ekki. Anfernee Simons, sem var litlu síðri en Young og skoraði 43 stig fyrir Portland, var öruggur á vítalínunni í lokin og gerði endanlega út um vonir Atlanta. @AnferneeSimons comes up HUGE in the @trailblazers win! Career-high 43 points9 threes (tying career high) pic.twitter.com/zpZew6kVol— NBA (@NBA) January 4, 2022 Af öðrum leikjum má nefna að Chicago Bulls styrktu stöðu sína á toppi austurdeildar með áttunda sigri sínum í röð þegar þeir unnu Orlando Magic, 102-98. DeMar DeRozan skoraði 29 stig og Zach LaVine 27. Brooklyn Nets töpuðu hins vegar þriðja leik sínum í röð þegar liðið tók á móti Memphis Grizzlies sem unnu 118-104 sigur. Chicago er því með tveggja sigra forskot á Brooklyn á toppi austurdeildarinnar. Golden State Warriors eru áfram efstir í vesturdeildinni eftir 115-108 sigur gegn Miami Heat. Úrslitin í nótt: Philadelphia 133-113 Houston Washington 124-121 Charlotte Brooklyn 104-118 Memphis Chicago 102-98 Orlando Milwaukee 106-115 Detroit New Orleans 104-115 Utah Dallas 103-89 Denver Golden State 115-108 Miami Portland 136-131 Atlanta LA Clippers 104-122 Minnesota NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Young skráði sig í sögubækurnar með því að skora heil 56 stig í leiknum, fleiri en hann hefur gert í leik á ferlinum, auk þess að gefa 14 stoðsendingar. Hann hitti úr 17 af 26 skotum sínum og úr öllum 15 vítum sínum. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri stig í einum leik á þessari leiktíð og í allri NBA-sögunni hafa raunar bara fimm aðrir leikmenn náð að skora 55 stig og gefa 10 stoðsendingar í einum leik. Hinir eru býsna kunnir: James Harden (þrisvar sinnum), Michael Jordan, Oscar Robertson, Russell Westbrook og Tony Parker. Young er þó eini þeirra sem náð hefur að setja niður 56 stig og gefa 14 stoðsendingar í sama leik. @TheTraeYoung becomes the first player in @NBAHistory with 56 points and 14 assists in a game. pic.twitter.com/Sy4sbWeFJg— NBA (@NBA) January 4, 2022 Um tíma var útlit fyrir að þessi tröllaframmistaða dygði Atlanta til sigurs en þegar leið á fjórða leikhluta komust heimamenn í Portland yfir. Young minnkaði muninn í tvö stig þegar 55 sekúndur voru eftir en nær komust gestirnir ekki. Anfernee Simons, sem var litlu síðri en Young og skoraði 43 stig fyrir Portland, var öruggur á vítalínunni í lokin og gerði endanlega út um vonir Atlanta. @AnferneeSimons comes up HUGE in the @trailblazers win! Career-high 43 points9 threes (tying career high) pic.twitter.com/zpZew6kVol— NBA (@NBA) January 4, 2022 Af öðrum leikjum má nefna að Chicago Bulls styrktu stöðu sína á toppi austurdeildar með áttunda sigri sínum í röð þegar þeir unnu Orlando Magic, 102-98. DeMar DeRozan skoraði 29 stig og Zach LaVine 27. Brooklyn Nets töpuðu hins vegar þriðja leik sínum í röð þegar liðið tók á móti Memphis Grizzlies sem unnu 118-104 sigur. Chicago er því með tveggja sigra forskot á Brooklyn á toppi austurdeildarinnar. Golden State Warriors eru áfram efstir í vesturdeildinni eftir 115-108 sigur gegn Miami Heat. Úrslitin í nótt: Philadelphia 133-113 Houston Washington 124-121 Charlotte Brooklyn 104-118 Memphis Chicago 102-98 Orlando Milwaukee 106-115 Detroit New Orleans 104-115 Utah Dallas 103-89 Denver Golden State 115-108 Miami Portland 136-131 Atlanta LA Clippers 104-122 Minnesota NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: Philadelphia 133-113 Houston Washington 124-121 Charlotte Brooklyn 104-118 Memphis Chicago 102-98 Orlando Milwaukee 106-115 Detroit New Orleans 104-115 Utah Dallas 103-89 Denver Golden State 115-108 Miami Portland 136-131 Atlanta LA Clippers 104-122 Minnesota
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira