Lukaku áfram hjá Chelsea eftir sáttafund Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2022 08:30 Romelu Lukaku kom til Chelsea í sumar og virðist ekki vera á förum neitt. Getty/James Williamson Belgíski framherjinn Romelu Lukaku verður ekki seldur eða lánaður frá Chelsea í janúar eða næsta sumar, þrátt fyrir viðtalið við Sky á Ítalíu sem fór illa í forráðamenn enska knattspyrnufélagsins. Lukaku og knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel áttu sáttafund í gær vegna málsins þar sem Lukaku viðurkenndi að fyrrnefnt viðtal hefði verið mistök. Frá þessu greinir meðal annars Sky Sports. Í viðtalinu, sem var tekið upp fyrir nokkrum vikum en fyrst sýnt síðastliðinn fimmtudag, sagðist Lukaku óánægður með hlutverk sitt hjá Chelsea og að hann vildi snúa aftur til Inter Mílanó í náinni framtíð. Lukaku sagðist aðeins hafa farið frá Inter til Chelsea í sumar vegna þess að beiðni hans um nýjan samning hjá ítalska félaginu hefði verið hafnað. Lukaku segist núna sjá eftir þessum ummælum og að hann hafi viljað fara til Chelsea, og gert það ótilneyddur. Þeir Tuchel eru sammála um það að málið sé búið og að nú taki við barátta um að koma Chelsea nær Manchester City í titilbaráttunni á Englandi. Been told Romelu Lukaku explained to Thomas Tuchel and Chelsea board that he has no intention of leaving the club in January. #CFCAnyway, Chelsea won t allow any discussion with other clubs over loan on permanent move. Romelu also had very good training session yesterday.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 4, 2022 Chelsea gerði 2-2 jafntefli við Liverpool á sunnudaginn en Tuchel var þá með Lukaku utan hóps vegna málsins. Aldrei hefur komið til umræðu að Lukaku verði seldur en hann sneri aftur til Chelsea í sumar eftir að hafa orðið ítalskur meistari með Inter. Samkvæmt Sky Sports kemur ekki til greina að Lukaku verði seldur í janúar né næsta sumar. Miðillinn segir ekkert hæft í fréttum frá Ítalíu þess efnis að hann vilji endurnýja kynni sín við Antonio Conte með því að fara til Tottenham. Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Lukaku og knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel áttu sáttafund í gær vegna málsins þar sem Lukaku viðurkenndi að fyrrnefnt viðtal hefði verið mistök. Frá þessu greinir meðal annars Sky Sports. Í viðtalinu, sem var tekið upp fyrir nokkrum vikum en fyrst sýnt síðastliðinn fimmtudag, sagðist Lukaku óánægður með hlutverk sitt hjá Chelsea og að hann vildi snúa aftur til Inter Mílanó í náinni framtíð. Lukaku sagðist aðeins hafa farið frá Inter til Chelsea í sumar vegna þess að beiðni hans um nýjan samning hjá ítalska félaginu hefði verið hafnað. Lukaku segist núna sjá eftir þessum ummælum og að hann hafi viljað fara til Chelsea, og gert það ótilneyddur. Þeir Tuchel eru sammála um það að málið sé búið og að nú taki við barátta um að koma Chelsea nær Manchester City í titilbaráttunni á Englandi. Been told Romelu Lukaku explained to Thomas Tuchel and Chelsea board that he has no intention of leaving the club in January. #CFCAnyway, Chelsea won t allow any discussion with other clubs over loan on permanent move. Romelu also had very good training session yesterday.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 4, 2022 Chelsea gerði 2-2 jafntefli við Liverpool á sunnudaginn en Tuchel var þá með Lukaku utan hóps vegna málsins. Aldrei hefur komið til umræðu að Lukaku verði seldur en hann sneri aftur til Chelsea í sumar eftir að hafa orðið ítalskur meistari með Inter. Samkvæmt Sky Sports kemur ekki til greina að Lukaku verði seldur í janúar né næsta sumar. Miðillinn segir ekkert hæft í fréttum frá Ítalíu þess efnis að hann vilji endurnýja kynni sín við Antonio Conte með því að fara til Tottenham.
Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira