Spjótin beinast að Fríðu Stefán Árni Pálsson skrifar 4. janúar 2022 13:00 Lára Hanna fer með hlutverk lögreglukonunnar Fríðu. Þriðji þátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z, fór í loftið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið en þættirnir fjalla um Anítu, þrítuga lögreglukonu, sem neyðist aftur á æskuslóðirnar sem hún flúði fyrir 14 árum. Uppgjör við móður hennar er óumflýjanlegt en líkfundur af ungri konu kollvarpar öllu. Aníta sogast niður dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð. Handritshöfundar þáttanna eru Baldvin Z, Aldís Amah Hamilton og Ragnar Jónsson lögreglumaður. Aldís fer sjálf með aðalhlutverkið í þáttunum, hlutverk Anítu. Með önnur helstu hlutverk fara Þór Tulinius sem Ragnar, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem Elín, Ævar Þór Benediktsson sem Gústi og Kolbeinn Arnbjörnsson sem Salomon. Erlend kona verður fyrir líkamsárás og í kjölfarið yfirheyrð á spítalanum í bæjarfélaginu. Hún nefnir í yfirheyrslunni að þar hafi ljóshærð lögreglukona verið að verki. Lýsing fórnarlambsins passar við lögreglukonuna Fríðu sem leikin er af Láru Hönnu Jónsdóttur. Aníta og Fríða ræða yfirheyrsluna í nokkuð tilfinningaþrungnu atriði í þriðja þættinum og orð fórnarlambsins komu Fríðu augljóslega í opna skjöldu eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Bendir á konu sem líkist Fríðu Í hlaðvarpinu Sandkorn ræða kvikmyndagerðarmaðurinn Baldvin Z og bíófíkillinn Tómas Valgeirsson þriðja þáttinn. Baldvin Z kallar þriðja þáttinn stóra lögguþáttinn. Í þættinum fara þeir einmitt yfir yfirheyrsluatriðið og þáttinn í heild sinni. Baldvin segir meðal annars frá því hvernig hugmyndin að þáttunum kom til. „Raggi fær þessa hugmynd af Svörtu söndum, sem er í raun og veru byggt á þessu máli, sem gerðist á Mýrdalssandi fyrir þrjátíu árum síðan. Þá voru það tvær konur sem lentu í því maður sem tók þær upp í keyrði með þær í sæluhús og skaut aðra þeirra en hin slapp,“ segir Baldvin í hlaðvarpinu. Hin konan í þáttunum heitir Lena og slapp hún frá morðingjanum. „Lena er greinilega eina manneskjan að svo stöddu sem er með einhverja vitneskju um hvað gerðist þetta kvöld. Við erum komin þar með upplýsingar um að þetta væri lögregluþjónn eins og Lena segir í yfirheyrslunni,“ segja þeir í hlaðvarpinu. Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpið í heild sinni. Næsti þáttur er á sunnudagskvöldið klukkan 20:50. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Svörtu sandar Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
Uppgjör við móður hennar er óumflýjanlegt en líkfundur af ungri konu kollvarpar öllu. Aníta sogast niður dimman hyl fortíðar í leit að mögulegum fjöldamorðingja og uppgjörið breytist í martröð. Handritshöfundar þáttanna eru Baldvin Z, Aldís Amah Hamilton og Ragnar Jónsson lögreglumaður. Aldís fer sjálf með aðalhlutverkið í þáttunum, hlutverk Anítu. Með önnur helstu hlutverk fara Þór Tulinius sem Ragnar, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem Elín, Ævar Þór Benediktsson sem Gústi og Kolbeinn Arnbjörnsson sem Salomon. Erlend kona verður fyrir líkamsárás og í kjölfarið yfirheyrð á spítalanum í bæjarfélaginu. Hún nefnir í yfirheyrslunni að þar hafi ljóshærð lögreglukona verið að verki. Lýsing fórnarlambsins passar við lögreglukonuna Fríðu sem leikin er af Láru Hönnu Jónsdóttur. Aníta og Fríða ræða yfirheyrsluna í nokkuð tilfinningaþrungnu atriði í þriðja þættinum og orð fórnarlambsins komu Fríðu augljóslega í opna skjöldu eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Bendir á konu sem líkist Fríðu Í hlaðvarpinu Sandkorn ræða kvikmyndagerðarmaðurinn Baldvin Z og bíófíkillinn Tómas Valgeirsson þriðja þáttinn. Baldvin Z kallar þriðja þáttinn stóra lögguþáttinn. Í þættinum fara þeir einmitt yfir yfirheyrsluatriðið og þáttinn í heild sinni. Baldvin segir meðal annars frá því hvernig hugmyndin að þáttunum kom til. „Raggi fær þessa hugmynd af Svörtu söndum, sem er í raun og veru byggt á þessu máli, sem gerðist á Mýrdalssandi fyrir þrjátíu árum síðan. Þá voru það tvær konur sem lentu í því maður sem tók þær upp í keyrði með þær í sæluhús og skaut aðra þeirra en hin slapp,“ segir Baldvin í hlaðvarpinu. Hin konan í þáttunum heitir Lena og slapp hún frá morðingjanum. „Lena er greinilega eina manneskjan að svo stöddu sem er með einhverja vitneskju um hvað gerðist þetta kvöld. Við erum komin þar með upplýsingar um að þetta væri lögregluþjónn eins og Lena segir í yfirheyrslunni,“ segja þeir í hlaðvarpinu. Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpið í heild sinni. Næsti þáttur er á sunnudagskvöldið klukkan 20:50.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Svörtu sandar Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira