Afsökunarbeiðni Lukaku: „Mér þykir leitt að hafa valdið öllum þessum vandræðum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. janúar 2022 23:00 Lukaku er fullur iðrunar. James Williamson/Getty Images Romelu Lukaku hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali sem tekið var fyrir nokkrum vikum síðan en birtist skömmu fyrir stórleik Chelsea og Liverpool um liðna helgi. Belgíski framherjinn var hvergi sjáanlegur er Chelsea og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Í aðdraganda leiksins var birt viðtal við Lukaku þar sem hann sagði að hann vildi snúa aftur til Inter Milan og að hann væri ósáttur með leikkerfið sem Thomas Tuchel – þjálfari Chelsea – væri að notast við. Tuchel brást við með því að taka Lukaku úr hóp í einum af stærri leikjum tímabilsins. Þjálfarinn staðfesti svo fyrr í dag að Lukaku hefði beðist afsökunar á ummælum sínum og yrði í hópnum gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum deildarbikarsins. Þá hefur Lukaku beðið stuðningsfólk félagsins afsökunar. Það gerði hann í gegnum samfélagsmiðla Chelsea. „Við stuðningsfólk vil ég segja: Mér þykir leitt að hafa valdið öllum þessum vandræðum. Ég skil að þið séuð ósátt. Nú er það undir mér komið að vinna traust ykkar til baka og sýna mitt besta á hverjum degi,“ sagði Lukaku í viðtali sem birt var á samfélagsmiðlum Chelsea fyrr í kvöld. „Ég vil einnig biðja þjálfarann, liðsfélagar og stjórn félagsins afsökunar. Ég vonast til að þetta sé nú að baki og ég geti gert mitt besta til að hjálpa liðinu að vinna leiki,“ endaði Lukaku á að segja. A message from Romelu.— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 4, 2022 Lukaku hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann gekk í raðir Chelsea frá Inter í sumar. Alls hefur hann skorað fimm mörk í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og tvö í fjórum leikjum í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn og Ægi Körfubolti Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira
Belgíski framherjinn var hvergi sjáanlegur er Chelsea og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Í aðdraganda leiksins var birt viðtal við Lukaku þar sem hann sagði að hann vildi snúa aftur til Inter Milan og að hann væri ósáttur með leikkerfið sem Thomas Tuchel – þjálfari Chelsea – væri að notast við. Tuchel brást við með því að taka Lukaku úr hóp í einum af stærri leikjum tímabilsins. Þjálfarinn staðfesti svo fyrr í dag að Lukaku hefði beðist afsökunar á ummælum sínum og yrði í hópnum gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum deildarbikarsins. Þá hefur Lukaku beðið stuðningsfólk félagsins afsökunar. Það gerði hann í gegnum samfélagsmiðla Chelsea. „Við stuðningsfólk vil ég segja: Mér þykir leitt að hafa valdið öllum þessum vandræðum. Ég skil að þið séuð ósátt. Nú er það undir mér komið að vinna traust ykkar til baka og sýna mitt besta á hverjum degi,“ sagði Lukaku í viðtali sem birt var á samfélagsmiðlum Chelsea fyrr í kvöld. „Ég vil einnig biðja þjálfarann, liðsfélagar og stjórn félagsins afsökunar. Ég vonast til að þetta sé nú að baki og ég geti gert mitt besta til að hjálpa liðinu að vinna leiki,“ endaði Lukaku á að segja. A message from Romelu.— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 4, 2022 Lukaku hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann gekk í raðir Chelsea frá Inter í sumar. Alls hefur hann skorað fimm mörk í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og tvö í fjórum leikjum í Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn og Ægi Körfubolti Fleiri fréttir Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira