Sara segir að Kobe Bryant hafi hjálpað henni að komast í gegnum meiðslin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2022 09:00 Kobe Bryant og Sara Sigmundsdóttir. Hún nýtti sér hugarfar eins besta leikmanns NBA deildarinnar frá upphafi. Samsett/EPA&Instagram Íslenska CrossFit stórstjarnan Sara Sigmundsdóttir var ánægð með stöðuna á sér eftir Dubai CrossFit mótið í desember þegar hún gerði upp mótið í viðtali við Morning Chalk Up vefinn. Blaðamaður þessa virta CrossFit fjölmiðils talaði um Suðurnesjakonuna sem hina ætíð brosandi Söru en það er nánast ómögulegt verkefni að reyna að hitta á okkar konu í slæmu skapi. Hún felur það alla vega betur en flestir þegar það liggur ekki eins vel á henni. Sara er aftur farinn að keppa á stóra CrossFit sviðinu eftir krossbandsslit í mars í fyrra og aðgerð í apríl. Mörgum þótti hún taka mikla áhættu með því að keppa í Dúbaí aðeins átta mánuðum eftir aðgerð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara ræddi meðal annars andlega hlutann hjá íþróttakonu sem ætlar sér stóra hluti en slítur krossband degi fyrr að tímabilið fer af stað. „Ég lagði áherslu á það að hugsa um það sem ég gat stjórnað sjálf. Í stað þess að hugsa um af hverju þetta gerðist fyrir mig þá frekar að líta á þetta sem svo að það sé ástæða fyrir því að ég þarf að ganga í gegnum þetta,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu við blaðamann Morning Chalk Up. „Ég elska Kobe Bryant og ég horfði mikið á heimildarmyndir í endurhæfingunni minni til að veita mér innblástur. Það var ein um hann eftir að hann sleit hásina sína,“ sagði Sara. „Hann var að segja þar: Ég var íþróttamaðurinn sem var valinn til að fara í gegnum svona meiðsli til að sýna fólki að það sé hægt að komast í gegnum þetta og vera betri þegar þú kemur til baka,“ sagði Sara. „Ég hugsaði í framhaldinu. Ég verð þessi persóna í CrossFit íþróttinni. Ég sleit krossbandið og ef það gerist fyrir einhvern annan þá geta þau horft á mig og sagt: Sara tókst það og þá get ég það líka,“ sagði Sara sem ræddi enn frekar hugarfar sitt í tengslum meiðsla. Sara sýndi sjálf mikinn andlegan styrk fyrstu tvo dagana í krefjandi greinum fyrir konu nýkomna úr krossbandsslitum og kláraði keppnina í Dúbaí með glæsibrag á góðum lokadegi. „Ég myndi segja að ég væri í áttatíu prósentunum núna því ég á svo mikið eftir á tankinum,“ sagði Sara. „Mér finnst að þessi keppni hafi sýnt mér að ég sé á réttri leið. Í jafnhendingunni hugsaði til dæmis ekki einu sinni um að slíta krossbandið aftur. Ég lyfti síðan 12,5 kílóum meira en ég hafði gert þangað til með nýja krossbandið,“ sagði Sara en hún sleit einmitt krossbandið sitt í samskonar æfingu í mars 2021. „Ég sá að hugurinn minn er að koma aftur, ég er farinn að treysta líkamanum betur og ég er að verða sterkari. Ef eitthvað er þá hefur þetta minnt mig á því af hverju ég er að þessu,“ sagði Sara. Næst á dagskrá hjá Söru er að keppa á Wodapalooza mótinu í Miami seinna í þessum mánuði. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan en það er um tuttugu mínútur. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4voeOGzAH9w">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Sjá meira
Blaðamaður þessa virta CrossFit fjölmiðils talaði um Suðurnesjakonuna sem hina ætíð brosandi Söru en það er nánast ómögulegt verkefni að reyna að hitta á okkar konu í slæmu skapi. Hún felur það alla vega betur en flestir þegar það liggur ekki eins vel á henni. Sara er aftur farinn að keppa á stóra CrossFit sviðinu eftir krossbandsslit í mars í fyrra og aðgerð í apríl. Mörgum þótti hún taka mikla áhættu með því að keppa í Dúbaí aðeins átta mánuðum eftir aðgerð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara ræddi meðal annars andlega hlutann hjá íþróttakonu sem ætlar sér stóra hluti en slítur krossband degi fyrr að tímabilið fer af stað. „Ég lagði áherslu á það að hugsa um það sem ég gat stjórnað sjálf. Í stað þess að hugsa um af hverju þetta gerðist fyrir mig þá frekar að líta á þetta sem svo að það sé ástæða fyrir því að ég þarf að ganga í gegnum þetta,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu við blaðamann Morning Chalk Up. „Ég elska Kobe Bryant og ég horfði mikið á heimildarmyndir í endurhæfingunni minni til að veita mér innblástur. Það var ein um hann eftir að hann sleit hásina sína,“ sagði Sara. „Hann var að segja þar: Ég var íþróttamaðurinn sem var valinn til að fara í gegnum svona meiðsli til að sýna fólki að það sé hægt að komast í gegnum þetta og vera betri þegar þú kemur til baka,“ sagði Sara. „Ég hugsaði í framhaldinu. Ég verð þessi persóna í CrossFit íþróttinni. Ég sleit krossbandið og ef það gerist fyrir einhvern annan þá geta þau horft á mig og sagt: Sara tókst það og þá get ég það líka,“ sagði Sara sem ræddi enn frekar hugarfar sitt í tengslum meiðsla. Sara sýndi sjálf mikinn andlegan styrk fyrstu tvo dagana í krefjandi greinum fyrir konu nýkomna úr krossbandsslitum og kláraði keppnina í Dúbaí með glæsibrag á góðum lokadegi. „Ég myndi segja að ég væri í áttatíu prósentunum núna því ég á svo mikið eftir á tankinum,“ sagði Sara. „Mér finnst að þessi keppni hafi sýnt mér að ég sé á réttri leið. Í jafnhendingunni hugsaði til dæmis ekki einu sinni um að slíta krossbandið aftur. Ég lyfti síðan 12,5 kílóum meira en ég hafði gert þangað til með nýja krossbandið,“ sagði Sara en hún sleit einmitt krossbandið sitt í samskonar æfingu í mars 2021. „Ég sá að hugurinn minn er að koma aftur, ég er farinn að treysta líkamanum betur og ég er að verða sterkari. Ef eitthvað er þá hefur þetta minnt mig á því af hverju ég er að þessu,“ sagði Sara. Næst á dagskrá hjá Söru er að keppa á Wodapalooza mótinu í Miami seinna í þessum mánuði. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan en það er um tuttugu mínútur. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4voeOGzAH9w">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Sjá meira