Stórtjón hjá Vísi í Grindavík eftir sjóganginn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 6. janúar 2022 12:43 Frystihúsið Vísir í Grindavík hefur orðið fyrir stórtjóni vegna sjósins sem flætt hefur inn í frystihúsið í morgun. Vísir/Vilhelm Sjór hefur gengið á land í Grindavík frá því snemma í morgun en háflóð er á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu við að dæla því vatni sem borist hefur á land aftur á sinn stað en frystihús Vísis varð straumlaust og starfsemi liggur niðri vegna vatns sem flæðir um ganga þess. „Það er aldrei skemmtilegt að lenda í tjóni en menn verða bara að taka á því og vinna úr því,“ sagði Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það komu gusur hérna inn en þetta er búið að vera óeðlilega lengi að renna frá og mér finnst kannski umfangið meira en þetta er allt í skoðun og við erum eins og þið sjáið í björgunaraðgerðum. Fyrst og fremst er sýnilegt að tjón hefur orðið á einhverjum afurðum og hráefni. Búnaðurinn sjálfur er ekki í mikilli hættu en svo eigum við eftir að sjá hvernig þetta fer með húsið og annað,“ segir Pétur. Mikið óveður var á Suður- og Vesturlandi í nótt og beið björgunarsveitin þess að flóðið skylli á í kjölfarið. Allir meðlimir björgunarsveitarinnar Þorbjörns voru klæddir í flóðgalla og staddir niðri á höfn fyrir hádegi til að takast á við krefjandi verkefni sem þar biðu þeirra. Tjónið að sögn Péturs er mjög mikið þó að fólki kunni að finnast að ekki mikið hafi skemmst. „Eitt bretti er nú bara milljón þannig að þetta er mjög stórt tjón þó þetta sé lítið af afurðum“ Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að sjórinn hafi verið um hálfs metra djúpur á hafnarsvæðinu fyrir hádegi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir vatnsmagnið svo mikið í flóðinu að það taki langan tíma að dæla. Hann hafi ekki gert ráð fyrir að ástandið yrði svo slæmt. „Það var búið að bregðast við með ýmsu móti en vatnið við fiskvinnsluna liggur hærra en við áttum von á,“ segir Fannar. Átökin séu þó ekki búin þar sem önnur holskefla ríði yfir bæinn í kvöld. „Slökkviliðið og björgunarsveitirnar eru að vinna á fullu við að reyna að koma vatninu í burtu og dælurnar sem að fyrir voru virka nú ennþá hjá okkur en þetta er svo mikið vatnsmagn sem kom hérna að það er tímafrekt að tæma þetta.“ Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík segir aðgerðir hafa gengið ágætlega fram eftir morgni. „Eina er að niðurföllin hafa ekki undan þannig að við þurfum að dæla öllu af planinu. Eins og þið sjáið er þetta gífurlegt magn og við erum að dæla sjö eða átta þúsund lítrum á mínútu. En þetta minnkar,“ segir Einar. Fyrirséð er að sjór haldi áfram að ganga á land en slökkviliðið er að vinna í því að tæma planið til þess að verja húsin við höfnina eins og hægt er svo ekki flæði inn í frystihúsið aftur. Vísir/VilhelmBjörgunarsveitin Þorbjörn er stödd á hafnarsvæði Grindavíkur.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarmenn eru klæddir í flóðgalla vegna ástandsins á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmFrystihús Vísis í Grindavík er óstarfhæft vegna flóðsins.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmStarfsmenn frystihúss Vísis reyna að halda fótunum þurrum.Vísir/VilhelmNóg er að gera hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/VilhelmVerið er að reyna að dæla sjó úr frystihúsinu, þó það kunni að reynast erfiðlega.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmStarfsmenn Vísis í Grindavík að störfum.Vísir/VilhelmNóg er að gera á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/Vilhelm Grindavík Veður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
„Það er aldrei skemmtilegt að lenda í tjóni en menn verða bara að taka á því og vinna úr því,“ sagði Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það komu gusur hérna inn en þetta er búið að vera óeðlilega lengi að renna frá og mér finnst kannski umfangið meira en þetta er allt í skoðun og við erum eins og þið sjáið í björgunaraðgerðum. Fyrst og fremst er sýnilegt að tjón hefur orðið á einhverjum afurðum og hráefni. Búnaðurinn sjálfur er ekki í mikilli hættu en svo eigum við eftir að sjá hvernig þetta fer með húsið og annað,“ segir Pétur. Mikið óveður var á Suður- og Vesturlandi í nótt og beið björgunarsveitin þess að flóðið skylli á í kjölfarið. Allir meðlimir björgunarsveitarinnar Þorbjörns voru klæddir í flóðgalla og staddir niðri á höfn fyrir hádegi til að takast á við krefjandi verkefni sem þar biðu þeirra. Tjónið að sögn Péturs er mjög mikið þó að fólki kunni að finnast að ekki mikið hafi skemmst. „Eitt bretti er nú bara milljón þannig að þetta er mjög stórt tjón þó þetta sé lítið af afurðum“ Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að sjórinn hafi verið um hálfs metra djúpur á hafnarsvæðinu fyrir hádegi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir vatnsmagnið svo mikið í flóðinu að það taki langan tíma að dæla. Hann hafi ekki gert ráð fyrir að ástandið yrði svo slæmt. „Það var búið að bregðast við með ýmsu móti en vatnið við fiskvinnsluna liggur hærra en við áttum von á,“ segir Fannar. Átökin séu þó ekki búin þar sem önnur holskefla ríði yfir bæinn í kvöld. „Slökkviliðið og björgunarsveitirnar eru að vinna á fullu við að reyna að koma vatninu í burtu og dælurnar sem að fyrir voru virka nú ennþá hjá okkur en þetta er svo mikið vatnsmagn sem kom hérna að það er tímafrekt að tæma þetta.“ Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík segir aðgerðir hafa gengið ágætlega fram eftir morgni. „Eina er að niðurföllin hafa ekki undan þannig að við þurfum að dæla öllu af planinu. Eins og þið sjáið er þetta gífurlegt magn og við erum að dæla sjö eða átta þúsund lítrum á mínútu. En þetta minnkar,“ segir Einar. Fyrirséð er að sjór haldi áfram að ganga á land en slökkviliðið er að vinna í því að tæma planið til þess að verja húsin við höfnina eins og hægt er svo ekki flæði inn í frystihúsið aftur. Vísir/VilhelmBjörgunarsveitin Þorbjörn er stödd á hafnarsvæði Grindavíkur.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarmenn eru klæddir í flóðgalla vegna ástandsins á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmFrystihús Vísis í Grindavík er óstarfhæft vegna flóðsins.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmStarfsmenn frystihúss Vísis reyna að halda fótunum þurrum.Vísir/VilhelmNóg er að gera hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/VilhelmVerið er að reyna að dæla sjó úr frystihúsinu, þó það kunni að reynast erfiðlega.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmStarfsmenn Vísis í Grindavík að störfum.Vísir/VilhelmNóg er að gera á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/Vilhelm
Grindavík Veður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira