„Ég get gert mun betur“ Atli Arason skrifar 6. janúar 2022 21:45 Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur Bára Dröfn Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur, var ánægður með níu stiga sigur á Vestra í kvöld en hugur hans var þó aðallega á þá hluti sem liðið getur bætt sig í. „Allir stóðu sig í kvöld og léku vel. Það er samt enn þá miklir möguleikar til að bæta okkur meira. Við héldum okkur við leikplanið og spiluðum hart eins og þjálfarinn bað okkur um í allar 40 mínúturnar. Við getum samt bætt okkur mun meira og það eru tækifæri til þess. Ég er mjög ánægður með sigurinn en það er margt sem við getum gert betur,“ sagði Burks í viðtali við Vísi eftir leik. „Í hverri sókn getum við spilað enn þá harðar ásamt því að bæta ákveðna andlega hluti og talað betur saman, ef við bætum þessa hluti þá getum við sem lið komist upp á næstu hæð,“ svaraði Burks aðspurður af því hvaða hluti Keflavík gæti gert betur í. Calvin Burks var stigahæsti leikmaður vallarins í kvöld með 23 stig ásamt því að taka sex fráköst og gefa eina stoðsendingu. Burks var einnig efstur í framlagi, með 23 framlagspunkta. Þrátt fyrir það telur hann sig eiga mun meira inni. „Mér gekk ágætlega í dag en ég get gert mun betur. Það er líka rými fyrir bætingu hjá mér bæði sóknar- og varnarlega. Ég mun horfa á þennan leik aftur og skoða hvað ég get gert betur.“ Keflavík var að sækja nýjan leikmann, Litháann Darius Tarvydas, sem kemur í stað David Okeke sem sleit hásin. Tarvydas var ekki kominn með leikheimild fyrir leikinn í kvöld en hann mun passa vel inn í lið Keflavíkur að mati Burks. „Hann er að passa vel inn. Ég kann mjög vel við hann en við erum búnir að vera saman í ræktinni undanfarið. Ég held að hann verði mjög góð viðbót í liðið okkar, hann er mjög góð skytta og snjall leikmaður. Hann mun passa vel inn í öll kerfin okkar.“ Næsti leikur Keflavíkur, undanúrslitaleik í bikarnum gegn Stjörnunni hefur verið frestað og því eru 15 dagar í næsta leik hjá liðinu. Burks kallar eftir því að Keflavík noti pásuna vel. „Við áttum að spila næsta miðvikudag en þeim leik var frestað. Það er bæði gott og vont að fá pásu, við getum allavega æft vel á þessum tíma, bæði sem lið og einstaklingar. Það verður væntanlega nóg af vídeó fundum og erfiðum æfingum á næstunni,“ sagði Calvin Burks Jr. að lokum með bros á vör. Keflavík ÍF Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
„Allir stóðu sig í kvöld og léku vel. Það er samt enn þá miklir möguleikar til að bæta okkur meira. Við héldum okkur við leikplanið og spiluðum hart eins og þjálfarinn bað okkur um í allar 40 mínúturnar. Við getum samt bætt okkur mun meira og það eru tækifæri til þess. Ég er mjög ánægður með sigurinn en það er margt sem við getum gert betur,“ sagði Burks í viðtali við Vísi eftir leik. „Í hverri sókn getum við spilað enn þá harðar ásamt því að bæta ákveðna andlega hluti og talað betur saman, ef við bætum þessa hluti þá getum við sem lið komist upp á næstu hæð,“ svaraði Burks aðspurður af því hvaða hluti Keflavík gæti gert betur í. Calvin Burks var stigahæsti leikmaður vallarins í kvöld með 23 stig ásamt því að taka sex fráköst og gefa eina stoðsendingu. Burks var einnig efstur í framlagi, með 23 framlagspunkta. Þrátt fyrir það telur hann sig eiga mun meira inni. „Mér gekk ágætlega í dag en ég get gert mun betur. Það er líka rými fyrir bætingu hjá mér bæði sóknar- og varnarlega. Ég mun horfa á þennan leik aftur og skoða hvað ég get gert betur.“ Keflavík var að sækja nýjan leikmann, Litháann Darius Tarvydas, sem kemur í stað David Okeke sem sleit hásin. Tarvydas var ekki kominn með leikheimild fyrir leikinn í kvöld en hann mun passa vel inn í lið Keflavíkur að mati Burks. „Hann er að passa vel inn. Ég kann mjög vel við hann en við erum búnir að vera saman í ræktinni undanfarið. Ég held að hann verði mjög góð viðbót í liðið okkar, hann er mjög góð skytta og snjall leikmaður. Hann mun passa vel inn í öll kerfin okkar.“ Næsti leikur Keflavíkur, undanúrslitaleik í bikarnum gegn Stjörnunni hefur verið frestað og því eru 15 dagar í næsta leik hjá liðinu. Burks kallar eftir því að Keflavík noti pásuna vel. „Við áttum að spila næsta miðvikudag en þeim leik var frestað. Það er bæði gott og vont að fá pásu, við getum allavega æft vel á þessum tíma, bæði sem lið og einstaklingar. Það verður væntanlega nóg af vídeó fundum og erfiðum æfingum á næstunni,“ sagði Calvin Burks Jr. að lokum með bros á vör.
Keflavík ÍF Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira