„Margt sem hefði getað farið illa“ Snorri Másson skrifar 7. janúar 2022 11:54 Fólk er mætt aftur til vinnu í Vísi eftir miklar ógöngur í gær. Vísir/Vilhelm Það er margt sem hefði getað farið illa en gerði það ekki, segir framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis í Grindavík, sem situr þó uppi með fleiri tuga milljóna króna tjón eftir sjógang í óveðri við höfnina í gær. Fólk slapp með skrekkinn í gærkvöldi. Eftir umfangsmiklar björgunaraðgerðir um morguninn í gær óttuðust menn að veðrið tæki sig aftur upp um kvöldið með svipuðum afleiðingum. Svo fór þó ekki, Einari Sveini Jónssyni slökkviliðsstjóra til léttis. „Það fóru bara allir heim að sofa í gærkvöldi og hvíldust eftir þessa törn. Þetta var orðið nánast sólarhringur þarna þegar við komum heim í gær,“ segir Einar Sveinn. Þó má nefna að töluverður sjór gekk á land við golfvöllinn í Grindavík, en það kallaði ekki á sérstök viðbrögð. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis, lýsir því að fólk hafi verið að í allt gærkvöld við að laga til og að full starfsemi hafi hafist strax í morgun. „Þetta er náttúrulega mjög mikið tjón á afurðum. Þetta er tugmilljónatjón, nokkuð margir tugur. En þetta gat farið miklu verr. Við hefðum getað verið í rekstrarstöðvun, eða þurft að fara í viðgerðir á gólfi í frystiklefum. Það er svo margt sem hefði getað farið illa en er byggt til að þola þetta. Við höfum ekki séð neinar stórar skemmdir, hvorki á búnaði né fasteignum,“ segir Pétur. Mikið stöðuvatn myndaðist við bygginguna í hamförunum í gær og allt varð rafmagnslaust, enda rafmagnskassinn á kafi. „Það er komin ný bryggja við húsið eftir að það var byggt og hún er hærri. Þess vegna er þetta orðin svolítil laut. Og það er alveg ljóst að við og höfnin þurfum að búa okkur undir að þetta geti komið fyrir aftur. Það er þá annars vegar betri dælubúnaður og betri niðurföll,“ segir Pétur. Grindavík Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. 6. janúar 2022 20:00 Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Eftir umfangsmiklar björgunaraðgerðir um morguninn í gær óttuðust menn að veðrið tæki sig aftur upp um kvöldið með svipuðum afleiðingum. Svo fór þó ekki, Einari Sveini Jónssyni slökkviliðsstjóra til léttis. „Það fóru bara allir heim að sofa í gærkvöldi og hvíldust eftir þessa törn. Þetta var orðið nánast sólarhringur þarna þegar við komum heim í gær,“ segir Einar Sveinn. Þó má nefna að töluverður sjór gekk á land við golfvöllinn í Grindavík, en það kallaði ekki á sérstök viðbrögð. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis, lýsir því að fólk hafi verið að í allt gærkvöld við að laga til og að full starfsemi hafi hafist strax í morgun. „Þetta er náttúrulega mjög mikið tjón á afurðum. Þetta er tugmilljónatjón, nokkuð margir tugur. En þetta gat farið miklu verr. Við hefðum getað verið í rekstrarstöðvun, eða þurft að fara í viðgerðir á gólfi í frystiklefum. Það er svo margt sem hefði getað farið illa en er byggt til að þola þetta. Við höfum ekki séð neinar stórar skemmdir, hvorki á búnaði né fasteignum,“ segir Pétur. Mikið stöðuvatn myndaðist við bygginguna í hamförunum í gær og allt varð rafmagnslaust, enda rafmagnskassinn á kafi. „Það er komin ný bryggja við húsið eftir að það var byggt og hún er hærri. Þess vegna er þetta orðin svolítil laut. Og það er alveg ljóst að við og höfnin þurfum að búa okkur undir að þetta geti komið fyrir aftur. Það er þá annars vegar betri dælubúnaður og betri niðurföll,“ segir Pétur.
Grindavík Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. 6. janúar 2022 20:00 Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Sjá meira
Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. 6. janúar 2022 20:00
Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13