„Margt sem hefði getað farið illa“ Snorri Másson skrifar 7. janúar 2022 11:54 Fólk er mætt aftur til vinnu í Vísi eftir miklar ógöngur í gær. Vísir/Vilhelm Það er margt sem hefði getað farið illa en gerði það ekki, segir framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis í Grindavík, sem situr þó uppi með fleiri tuga milljóna króna tjón eftir sjógang í óveðri við höfnina í gær. Fólk slapp með skrekkinn í gærkvöldi. Eftir umfangsmiklar björgunaraðgerðir um morguninn í gær óttuðust menn að veðrið tæki sig aftur upp um kvöldið með svipuðum afleiðingum. Svo fór þó ekki, Einari Sveini Jónssyni slökkviliðsstjóra til léttis. „Það fóru bara allir heim að sofa í gærkvöldi og hvíldust eftir þessa törn. Þetta var orðið nánast sólarhringur þarna þegar við komum heim í gær,“ segir Einar Sveinn. Þó má nefna að töluverður sjór gekk á land við golfvöllinn í Grindavík, en það kallaði ekki á sérstök viðbrögð. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis, lýsir því að fólk hafi verið að í allt gærkvöld við að laga til og að full starfsemi hafi hafist strax í morgun. „Þetta er náttúrulega mjög mikið tjón á afurðum. Þetta er tugmilljónatjón, nokkuð margir tugur. En þetta gat farið miklu verr. Við hefðum getað verið í rekstrarstöðvun, eða þurft að fara í viðgerðir á gólfi í frystiklefum. Það er svo margt sem hefði getað farið illa en er byggt til að þola þetta. Við höfum ekki séð neinar stórar skemmdir, hvorki á búnaði né fasteignum,“ segir Pétur. Mikið stöðuvatn myndaðist við bygginguna í hamförunum í gær og allt varð rafmagnslaust, enda rafmagnskassinn á kafi. „Það er komin ný bryggja við húsið eftir að það var byggt og hún er hærri. Þess vegna er þetta orðin svolítil laut. Og það er alveg ljóst að við og höfnin þurfum að búa okkur undir að þetta geti komið fyrir aftur. Það er þá annars vegar betri dælubúnaður og betri niðurföll,“ segir Pétur. Grindavík Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. 6. janúar 2022 20:00 Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Eftir umfangsmiklar björgunaraðgerðir um morguninn í gær óttuðust menn að veðrið tæki sig aftur upp um kvöldið með svipuðum afleiðingum. Svo fór þó ekki, Einari Sveini Jónssyni slökkviliðsstjóra til léttis. „Það fóru bara allir heim að sofa í gærkvöldi og hvíldust eftir þessa törn. Þetta var orðið nánast sólarhringur þarna þegar við komum heim í gær,“ segir Einar Sveinn. Þó má nefna að töluverður sjór gekk á land við golfvöllinn í Grindavík, en það kallaði ekki á sérstök viðbrögð. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis, lýsir því að fólk hafi verið að í allt gærkvöld við að laga til og að full starfsemi hafi hafist strax í morgun. „Þetta er náttúrulega mjög mikið tjón á afurðum. Þetta er tugmilljónatjón, nokkuð margir tugur. En þetta gat farið miklu verr. Við hefðum getað verið í rekstrarstöðvun, eða þurft að fara í viðgerðir á gólfi í frystiklefum. Það er svo margt sem hefði getað farið illa en er byggt til að þola þetta. Við höfum ekki séð neinar stórar skemmdir, hvorki á búnaði né fasteignum,“ segir Pétur. Mikið stöðuvatn myndaðist við bygginguna í hamförunum í gær og allt varð rafmagnslaust, enda rafmagnskassinn á kafi. „Það er komin ný bryggja við húsið eftir að það var byggt og hún er hærri. Þess vegna er þetta orðin svolítil laut. Og það er alveg ljóst að við og höfnin þurfum að búa okkur undir að þetta geti komið fyrir aftur. Það er þá annars vegar betri dælubúnaður og betri niðurföll,“ segir Pétur.
Grindavík Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. 6. janúar 2022 20:00 Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. 6. janúar 2022 20:00
Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13