36 sjúklingar liggja á spítalanum vegna Covid-19. 38 lágu á spítalanum í gær. Sjö eru nú á gjörgæslu, fjórir þeirra í öndunarvél.
8.597 sjúklingar eru á COVID-göngudeild spítalans, þar af 2.207 börn. 915 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands og 134 á landamærunum. Það eru því aðeins færri en greindust í fyrradag en þá greindust 1.044 með kórónuveiruna. Ásókn í sýnatöku er þó oft minni um helgar.
Fréttin hefur verið uppfærð.