Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. janúar 2022 16:31 Sóttvarnalæknir safnar nú blóðsýnum í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. Íslensk erfðagreining hefur nú hafist handa við að kanna raunverulega útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu en sóttvarnalæknir safnar nú blóðsýnum í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu og heilbrigðisstofnanir. Niðurstöðurnar úr mótefnamælingum verða síðan nýttar af sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. Um er að ræða svipaða rannsókn og Íslensk erfðagreining framkvæmdi í apríl 2020 þar sem í ljós kom að tvöfalt fleiri hefðu smitast af veirunni þá heldur en PCR-prófin höfðu náð að greina. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að í ljósi þess hve margir eru nú að greinast smitaðir sé mjög líklegt að fleiri séu að smitast en PCR prófin ná að greina. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók undir það „Það getur breytt miklu að sjá raunverulega hverjir hafa smitast af veirunni og hverjir ekki, hvað er það stórt hlutfall. Það getur hjálpað mjög mikið við að segja okkur hvað er í vændum, við hverju gætum við búist og þar fram eftir götunum, þannig það verður mjög hjálplegt hvað varðar sóttvarnaráðstafanir og útlit okkar á faraldurinn í framhaldinu, alveg klárlega,“ sagði Þórólfur. Einstaklingar utan höfuðborgarsvæðisins geta einnig tekið þátt Tekið verður slembiúrtak úr einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 18 til 78 ára en ráðgert er að safna sýnum frá um eitt þúsund einstaklingum. Munu þeir einstaklingar fá boð með sms skilaboðum um að gefa blóð í Þjónustumiðstöð rannsóknarvverkefna. Þá verða einstaklingar utan höfuðborgarsvæðisins sem fara í blóðprufu af öðrum ástæðum einnig beðnir um að leyfa töku viðbótarsýnis sem verður sent til ÍE til mótefnamælinga. „Með því að mæla mótefni gegn bæði kjarnapróteini og broddpróteini SARS-CoV-2 veirunnar má greina hvort einstaklingur hafi smitast af veirunni, þá hefur hann bæði mótefni gegn kjarnapróteini og broddpróteini, eða hvort hann hafi verið bólusettur en ekki smitast, þá hefur hann bara mótefni gegn broddpróteininu. Mótefni gegn broddpróteininu eru talin mikilvægust fyrir vernd gegn smiti og gegn alvarlegum veikindum af völdum COVID-19,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Íslensk erfðagreining mun framkvæma mótefnamælingar og vinna úr niðurstöðunum með sóttvarnalækni en blóðprufur verða ekki notaðar í aðrar rannsóknir nema að fengnu upplýstu samþykki viðkomandi einstaklings. Sóttvarnarlæknir mun síðar upplýsa hvern og einn um sína niðurstöðu mótefna gegn broddpróteininu í gegnum Heilsuveru. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Tengdar fréttir 926 greindust innanlands í gær 926 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 170 greindust á landamærum. 10. janúar 2022 10:56 „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ 10. janúar 2022 08:18 Lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna stöðu faraldursins Ríkislögreglustjóri hyggst á þriðjudag lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Þetta er í annað sinn í faraldrinum sem hæsta viðbúnaðarstigi er lýst yfir vegna faraldurs kórónuveirunnar. 9. janúar 2022 18:26 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Íslensk erfðagreining hefur nú hafist handa við að kanna raunverulega útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu en sóttvarnalæknir safnar nú blóðsýnum í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu og heilbrigðisstofnanir. Niðurstöðurnar úr mótefnamælingum verða síðan nýttar af sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. Um er að ræða svipaða rannsókn og Íslensk erfðagreining framkvæmdi í apríl 2020 þar sem í ljós kom að tvöfalt fleiri hefðu smitast af veirunni þá heldur en PCR-prófin höfðu náð að greina. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að í ljósi þess hve margir eru nú að greinast smitaðir sé mjög líklegt að fleiri séu að smitast en PCR prófin ná að greina. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók undir það „Það getur breytt miklu að sjá raunverulega hverjir hafa smitast af veirunni og hverjir ekki, hvað er það stórt hlutfall. Það getur hjálpað mjög mikið við að segja okkur hvað er í vændum, við hverju gætum við búist og þar fram eftir götunum, þannig það verður mjög hjálplegt hvað varðar sóttvarnaráðstafanir og útlit okkar á faraldurinn í framhaldinu, alveg klárlega,“ sagði Þórólfur. Einstaklingar utan höfuðborgarsvæðisins geta einnig tekið þátt Tekið verður slembiúrtak úr einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 18 til 78 ára en ráðgert er að safna sýnum frá um eitt þúsund einstaklingum. Munu þeir einstaklingar fá boð með sms skilaboðum um að gefa blóð í Þjónustumiðstöð rannsóknarvverkefna. Þá verða einstaklingar utan höfuðborgarsvæðisins sem fara í blóðprufu af öðrum ástæðum einnig beðnir um að leyfa töku viðbótarsýnis sem verður sent til ÍE til mótefnamælinga. „Með því að mæla mótefni gegn bæði kjarnapróteini og broddpróteini SARS-CoV-2 veirunnar má greina hvort einstaklingur hafi smitast af veirunni, þá hefur hann bæði mótefni gegn kjarnapróteini og broddpróteini, eða hvort hann hafi verið bólusettur en ekki smitast, þá hefur hann bara mótefni gegn broddpróteininu. Mótefni gegn broddpróteininu eru talin mikilvægust fyrir vernd gegn smiti og gegn alvarlegum veikindum af völdum COVID-19,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Íslensk erfðagreining mun framkvæma mótefnamælingar og vinna úr niðurstöðunum með sóttvarnalækni en blóðprufur verða ekki notaðar í aðrar rannsóknir nema að fengnu upplýstu samþykki viðkomandi einstaklings. Sóttvarnarlæknir mun síðar upplýsa hvern og einn um sína niðurstöðu mótefna gegn broddpróteininu í gegnum Heilsuveru.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Tengdar fréttir 926 greindust innanlands í gær 926 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 170 greindust á landamærum. 10. janúar 2022 10:56 „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ 10. janúar 2022 08:18 Lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna stöðu faraldursins Ríkislögreglustjóri hyggst á þriðjudag lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Þetta er í annað sinn í faraldrinum sem hæsta viðbúnaðarstigi er lýst yfir vegna faraldurs kórónuveirunnar. 9. janúar 2022 18:26 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
926 greindust innanlands í gær 926 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 170 greindust á landamærum. 10. janúar 2022 10:56
„Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“ „Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“ 10. janúar 2022 08:18
Lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna stöðu faraldursins Ríkislögreglustjóri hyggst á þriðjudag lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Þetta er í annað sinn í faraldrinum sem hæsta viðbúnaðarstigi er lýst yfir vegna faraldurs kórónuveirunnar. 9. janúar 2022 18:26