„Ég er ekki að biðja um eitthvað brjálæðislegt“ Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2022 13:01 Mohamed Salah er sennilega besti knattspyrnumaður heims í dag og vill laun við hæfi. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Mohamed Salah segist ekki vera að biðja um neitt „brjálæðislegt“ í samningaviðræðum sínum við Liverpool, sem halda áfram að dragast á langinn. Þetta segir Salah í stóru viðtali við tímaritið GQ. Þar er Egyptinn magnaði kynntur sem „besti leikmaður heims í dag“ en þess jafnframt getið að heimurinn hafi ekki alveg viðurkennt það enn þá. Mohamed Salah. Football legend. Fashion icon.(via British GQ) pic.twitter.com/jrRhAUe1Wv— ESPN FC (@ESPNFC) January 11, 2022 Salah, sem er 29 ára, hefur verið Liverpool afar dýrmætur síðan hann kom frá Roma sumarið 2017 og kannski aldrei meira en í vetur. Hann er langmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 16 mörk í 20 leikjum. Samningur Salah við Liverpool var síðast endurnýjaður árið 2018 og rennur hann út eftir eitt og hálft ár, sumarið 2023. Viðræður um nýjan samning hafa enn engu skilað en Salah segir það vera á ábyrgð eigenda Liverpool. Hann sé ekki með óraunhæfar kröfur. „Mig langar að vera áfram en þetta er ekki í mínum höndum. Þetta er í þeirra höndum,“ sagði Salah við GQ. „Þeir vita hvað ég vil. Ég er ekki að biðja um eitthvað brjálæðislegt,“ sagði Salah. Mo Salah on his contract: I want to stay, but it s not in my hands. It s in their hands. They know what I want. I m not asking for crazy stuff , he told GQ. #LFC I love the fans & club. But with the administration, they ve been told the situation. It s in their hands . pic.twitter.com/0gAtTYWOZg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2022 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði við Sky Sports í síðasta mánuði að félagið ætti í mjög góðu samtali við Salah um nýjan samning. Enn stendur þó eitthvað í veginum. Í grein GQ segir að fyrir Salah snúist nýr samningur um meira en peninga. Hann vilji fá viðurkenningu á því sem hann hafi gert og geri fyrir Liverpool, sem vann langþráðan Englandsmeistaratitil og Evrópumeistaratitil með Salah í broddi fylkingar. „Málið er að þegar maður biður um eitthvað og þeir sýna að þeir geta gefið manni eitthvað, þá ættu þeir að gera það því þeir kunna að meta það sem maður hefur gert fyrir félagið. Ég er núna á fimmta ári mínu hérna. Ég þekki félagið mjög vel. Ég elska stuðningsmennina. Þeir elska mig. En stjórnin hefur fengið að vita stöðuna. Þetta er í þeirra höndum,“ sagði Salah. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Þetta segir Salah í stóru viðtali við tímaritið GQ. Þar er Egyptinn magnaði kynntur sem „besti leikmaður heims í dag“ en þess jafnframt getið að heimurinn hafi ekki alveg viðurkennt það enn þá. Mohamed Salah. Football legend. Fashion icon.(via British GQ) pic.twitter.com/jrRhAUe1Wv— ESPN FC (@ESPNFC) January 11, 2022 Salah, sem er 29 ára, hefur verið Liverpool afar dýrmætur síðan hann kom frá Roma sumarið 2017 og kannski aldrei meira en í vetur. Hann er langmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 16 mörk í 20 leikjum. Samningur Salah við Liverpool var síðast endurnýjaður árið 2018 og rennur hann út eftir eitt og hálft ár, sumarið 2023. Viðræður um nýjan samning hafa enn engu skilað en Salah segir það vera á ábyrgð eigenda Liverpool. Hann sé ekki með óraunhæfar kröfur. „Mig langar að vera áfram en þetta er ekki í mínum höndum. Þetta er í þeirra höndum,“ sagði Salah við GQ. „Þeir vita hvað ég vil. Ég er ekki að biðja um eitthvað brjálæðislegt,“ sagði Salah. Mo Salah on his contract: I want to stay, but it s not in my hands. It s in their hands. They know what I want. I m not asking for crazy stuff , he told GQ. #LFC I love the fans & club. But with the administration, they ve been told the situation. It s in their hands . pic.twitter.com/0gAtTYWOZg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2022 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði við Sky Sports í síðasta mánuði að félagið ætti í mjög góðu samtali við Salah um nýjan samning. Enn stendur þó eitthvað í veginum. Í grein GQ segir að fyrir Salah snúist nýr samningur um meira en peninga. Hann vilji fá viðurkenningu á því sem hann hafi gert og geri fyrir Liverpool, sem vann langþráðan Englandsmeistaratitil og Evrópumeistaratitil með Salah í broddi fylkingar. „Málið er að þegar maður biður um eitthvað og þeir sýna að þeir geta gefið manni eitthvað, þá ættu þeir að gera það því þeir kunna að meta það sem maður hefur gert fyrir félagið. Ég er núna á fimmta ári mínu hérna. Ég þekki félagið mjög vel. Ég elska stuðningsmennina. Þeir elska mig. En stjórnin hefur fengið að vita stöðuna. Þetta er í þeirra höndum,“ sagði Salah.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti