Spítalinn þoli ekki tvo daga í viðbót í óbreyttu ástandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. janúar 2022 19:56 Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. vísir/sigurjón Sóttvarnalæknir segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Stjórnvöld framlengdu samkomutakmarkanir um þrjár vikur í dag. „Ég held að það sé ekkert launungarmál að við á Landspítalanum hefðum viljað sjá hertar aðgerðir. Við hefðum viljað sjá meiri takmarkanir,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. „Við þolum ekki fleiri daga af þúsund til tólf, þrettán hundruð smitum. Það er alveg ljóst. Þannig að ef að sú þróun heldur áfram næstu tvo daga þá munum við held ég berja enn fastar á dyrnar,“ segir Hildur. Í minnisblaði sóttvarnalæknis sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra í gær varar hann við því að við óbreyttar takmarkanir geri allar spár ráð fyrir þúsund smituðum á dag út janúarmánuð. Hún hafi þó skilið stjórnvöld þannig að þau séu tilbúin til að herða ef næstu dagar sýni þörfina á því. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði einmitt eftir ríkisstjórnarfund í morgun að það þyrði fylgst vel með þróuninni á næstu dögum. Búin að vara stjórnvöld við Landspítalinn hefur verið starfandi á neyðarstigi í tvær vikur í dag. En hvað þarf að gerast til að spítalinn segi stjórnvöldum að nú verði að grípa í taumana? „Við erum í raun og veru búin að segja það að það þurfi að gera það núna. En við skiljum alveg að fólk vilji aðeins sjá smitin, hvernig daglegu smitin eru, þau voru lægri um helgina. Þau eru aftur hærri núna,“ segir Hildur. Spítalinn þegar sprunginn Nú verði fólk að taka höndum saman til að forða heilbrigðiskerfinu frá falli og taka minni áhættu í sínu daglega lífi til að minnka álag á bráðamóttökuna og spítalann í heild sinni. „Að sumu leyti er þetta sprungið nú þegar þegar ekki er hægt að sinna þeim lögbundnu verkefnum sem spítalinn á að sinna. Það sem er held ég svo mikilvægt er að fólk taki höndum saman að verja heilbrigðiskrefið sitt og bara hafi sig algjörlega hægt. Ef allir kæla sig niður,“ segir Hildur. Þannig ætti fólk að fara að taka núverandi bylgju eins alvarlega og fyrri bylgjum faraldursins. „Ef að hver og einn lítur í eigin barm og dregur sig aðeins í hlé þá komumst við í gegn um þetta.“ Þannig minna fyllerí og ferðalög? „Já, minna fyllerí og ferðalög, takk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
„Ég held að það sé ekkert launungarmál að við á Landspítalanum hefðum viljað sjá hertar aðgerðir. Við hefðum viljað sjá meiri takmarkanir,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. „Við þolum ekki fleiri daga af þúsund til tólf, þrettán hundruð smitum. Það er alveg ljóst. Þannig að ef að sú þróun heldur áfram næstu tvo daga þá munum við held ég berja enn fastar á dyrnar,“ segir Hildur. Í minnisblaði sóttvarnalæknis sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra í gær varar hann við því að við óbreyttar takmarkanir geri allar spár ráð fyrir þúsund smituðum á dag út janúarmánuð. Hún hafi þó skilið stjórnvöld þannig að þau séu tilbúin til að herða ef næstu dagar sýni þörfina á því. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði einmitt eftir ríkisstjórnarfund í morgun að það þyrði fylgst vel með þróuninni á næstu dögum. Búin að vara stjórnvöld við Landspítalinn hefur verið starfandi á neyðarstigi í tvær vikur í dag. En hvað þarf að gerast til að spítalinn segi stjórnvöldum að nú verði að grípa í taumana? „Við erum í raun og veru búin að segja það að það þurfi að gera það núna. En við skiljum alveg að fólk vilji aðeins sjá smitin, hvernig daglegu smitin eru, þau voru lægri um helgina. Þau eru aftur hærri núna,“ segir Hildur. Spítalinn þegar sprunginn Nú verði fólk að taka höndum saman til að forða heilbrigðiskerfinu frá falli og taka minni áhættu í sínu daglega lífi til að minnka álag á bráðamóttökuna og spítalann í heild sinni. „Að sumu leyti er þetta sprungið nú þegar þegar ekki er hægt að sinna þeim lögbundnu verkefnum sem spítalinn á að sinna. Það sem er held ég svo mikilvægt er að fólk taki höndum saman að verja heilbrigðiskrefið sitt og bara hafi sig algjörlega hægt. Ef allir kæla sig niður,“ segir Hildur. Þannig ætti fólk að fara að taka núverandi bylgju eins alvarlega og fyrri bylgjum faraldursins. „Ef að hver og einn lítur í eigin barm og dregur sig aðeins í hlé þá komumst við í gegn um þetta.“ Þannig minna fyllerí og ferðalög? „Já, minna fyllerí og ferðalög, takk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum