Spítalinn þoli ekki tvo daga í viðbót í óbreyttu ástandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. janúar 2022 19:56 Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. vísir/sigurjón Sóttvarnalæknir segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Stjórnvöld framlengdu samkomutakmarkanir um þrjár vikur í dag. „Ég held að það sé ekkert launungarmál að við á Landspítalanum hefðum viljað sjá hertar aðgerðir. Við hefðum viljað sjá meiri takmarkanir,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. „Við þolum ekki fleiri daga af þúsund til tólf, þrettán hundruð smitum. Það er alveg ljóst. Þannig að ef að sú þróun heldur áfram næstu tvo daga þá munum við held ég berja enn fastar á dyrnar,“ segir Hildur. Í minnisblaði sóttvarnalæknis sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra í gær varar hann við því að við óbreyttar takmarkanir geri allar spár ráð fyrir þúsund smituðum á dag út janúarmánuð. Hún hafi þó skilið stjórnvöld þannig að þau séu tilbúin til að herða ef næstu dagar sýni þörfina á því. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði einmitt eftir ríkisstjórnarfund í morgun að það þyrði fylgst vel með þróuninni á næstu dögum. Búin að vara stjórnvöld við Landspítalinn hefur verið starfandi á neyðarstigi í tvær vikur í dag. En hvað þarf að gerast til að spítalinn segi stjórnvöldum að nú verði að grípa í taumana? „Við erum í raun og veru búin að segja það að það þurfi að gera það núna. En við skiljum alveg að fólk vilji aðeins sjá smitin, hvernig daglegu smitin eru, þau voru lægri um helgina. Þau eru aftur hærri núna,“ segir Hildur. Spítalinn þegar sprunginn Nú verði fólk að taka höndum saman til að forða heilbrigðiskerfinu frá falli og taka minni áhættu í sínu daglega lífi til að minnka álag á bráðamóttökuna og spítalann í heild sinni. „Að sumu leyti er þetta sprungið nú þegar þegar ekki er hægt að sinna þeim lögbundnu verkefnum sem spítalinn á að sinna. Það sem er held ég svo mikilvægt er að fólk taki höndum saman að verja heilbrigðiskrefið sitt og bara hafi sig algjörlega hægt. Ef allir kæla sig niður,“ segir Hildur. Þannig ætti fólk að fara að taka núverandi bylgju eins alvarlega og fyrri bylgjum faraldursins. „Ef að hver og einn lítur í eigin barm og dregur sig aðeins í hlé þá komumst við í gegn um þetta.“ Þannig minna fyllerí og ferðalög? „Já, minna fyllerí og ferðalög, takk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
„Ég held að það sé ekkert launungarmál að við á Landspítalanum hefðum viljað sjá hertar aðgerðir. Við hefðum viljað sjá meiri takmarkanir,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. „Við þolum ekki fleiri daga af þúsund til tólf, þrettán hundruð smitum. Það er alveg ljóst. Þannig að ef að sú þróun heldur áfram næstu tvo daga þá munum við held ég berja enn fastar á dyrnar,“ segir Hildur. Í minnisblaði sóttvarnalæknis sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra í gær varar hann við því að við óbreyttar takmarkanir geri allar spár ráð fyrir þúsund smituðum á dag út janúarmánuð. Hún hafi þó skilið stjórnvöld þannig að þau séu tilbúin til að herða ef næstu dagar sýni þörfina á því. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði einmitt eftir ríkisstjórnarfund í morgun að það þyrði fylgst vel með þróuninni á næstu dögum. Búin að vara stjórnvöld við Landspítalinn hefur verið starfandi á neyðarstigi í tvær vikur í dag. En hvað þarf að gerast til að spítalinn segi stjórnvöldum að nú verði að grípa í taumana? „Við erum í raun og veru búin að segja það að það þurfi að gera það núna. En við skiljum alveg að fólk vilji aðeins sjá smitin, hvernig daglegu smitin eru, þau voru lægri um helgina. Þau eru aftur hærri núna,“ segir Hildur. Spítalinn þegar sprunginn Nú verði fólk að taka höndum saman til að forða heilbrigðiskerfinu frá falli og taka minni áhættu í sínu daglega lífi til að minnka álag á bráðamóttökuna og spítalann í heild sinni. „Að sumu leyti er þetta sprungið nú þegar þegar ekki er hægt að sinna þeim lögbundnu verkefnum sem spítalinn á að sinna. Það sem er held ég svo mikilvægt er að fólk taki höndum saman að verja heilbrigðiskrefið sitt og bara hafi sig algjörlega hægt. Ef allir kæla sig niður,“ segir Hildur. Þannig ætti fólk að fara að taka núverandi bylgju eins alvarlega og fyrri bylgjum faraldursins. „Ef að hver og einn lítur í eigin barm og dregur sig aðeins í hlé þá komumst við í gegn um þetta.“ Þannig minna fyllerí og ferðalög? „Já, minna fyllerí og ferðalög, takk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent