Réttarkerfið þurfi að þróast í takt við þá samfélagslegu umbreytingu sem nú eigi sér stað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2022 19:00 Katrín Jakobsdóttir. vísir/vilhelm Forsætisráðherra segir að réttarkerfið þurfi að þróast í takt við þá miklu samfélagslegu umbreytingu sem nú eigi sér stað í málefnum um kynferðisofbeldi. Forsætisráðherra segir að marktækar breytingar eigi sér nú stað í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi. „Við erum auðvitað stödd í gríðarlegri samfélagslegri umbreytingu sem að einhverju leyti hófst með fyrstu metoo bylgjunni fyrir fjórum árum sem hefur skilað sér í ákveðnum breytingum og það má segja að þetta nýjasta mál marki síðan ákveðin tímamót í þessum málum öllum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísar hún þar í atburðarás sem fór hratt af stað þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungar konu um að fjórir þeirra hefðu brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambndi við vin þeirra. Mennirnir hafa allir verið þöglir sem gröfin eftir að málið rataði í fjölmiðla, þrátt fyrir tilraunir fréttastofu til þess að ná í þá í dag og síðustu daga. Þá hefur Elín Margrét Stefánsdóttir, stjórnarformaður Íseyjar útflutnings ekki heldur svarað símtölum fréttastofu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en stjórnin sagði framkvæmdastjóranum, Ara Edwald upp störfum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Katrín segir að okkur miði fram á við í málaflokknum. „Það er að aukast mjög skilningur í samfélaginu á kynbundnu og kynferðislegu áreitni og ofbeldi, afleiðingum þess og hvað þarf að breytast til þess að við getum tryggt það að þetta samfélag sé í raun öruggt fyrir okkur öll.“ Þá sé mikilvægt að bæta réttarstöðu þolenda líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Það skiptir einmitt máli að bæði réttarkerfið og öll okkar kerfi taki breytingum í takt við þessa samfélagslegu þróun.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur MeToo Tengdar fréttir Segir ungar konur hvatningu og greinir frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn Kona á sextugsaldri sem greindi frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn óttast að konur á hennar aldri veigri sér við því að stíga fram og skila skömminni. Hún dáist að ungum konum sem séu smátt og smátt að breyta samfélaginu. 10. janúar 2022 19:30 „Sorglegt? Nei, fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt“ „Ég hef tekið eftir því að sumir afgreiða fréttir síðustu daga með því að segja að þetta sé „fyrst og fremst sorglegt“. Eins og það sé niðurstaðan. Nei, þetta er fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt og það þarf að ræða þetta – meira og lengur. Fletta lögunum af, einu af öðru – því þetta er í mörgum, hárfínum lögum og þetta snýst ekki bara um fimm spillta og dómgreindarlausa karla úti í bæ.“ 11. janúar 2022 14:16 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Forsætisráðherra segir að marktækar breytingar eigi sér nú stað í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi. „Við erum auðvitað stödd í gríðarlegri samfélagslegri umbreytingu sem að einhverju leyti hófst með fyrstu metoo bylgjunni fyrir fjórum árum sem hefur skilað sér í ákveðnum breytingum og það má segja að þetta nýjasta mál marki síðan ákveðin tímamót í þessum málum öllum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísar hún þar í atburðarás sem fór hratt af stað þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungar konu um að fjórir þeirra hefðu brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambndi við vin þeirra. Mennirnir hafa allir verið þöglir sem gröfin eftir að málið rataði í fjölmiðla, þrátt fyrir tilraunir fréttastofu til þess að ná í þá í dag og síðustu daga. Þá hefur Elín Margrét Stefánsdóttir, stjórnarformaður Íseyjar útflutnings ekki heldur svarað símtölum fréttastofu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en stjórnin sagði framkvæmdastjóranum, Ara Edwald upp störfum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Katrín segir að okkur miði fram á við í málaflokknum. „Það er að aukast mjög skilningur í samfélaginu á kynbundnu og kynferðislegu áreitni og ofbeldi, afleiðingum þess og hvað þarf að breytast til þess að við getum tryggt það að þetta samfélag sé í raun öruggt fyrir okkur öll.“ Þá sé mikilvægt að bæta réttarstöðu þolenda líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Það skiptir einmitt máli að bæði réttarkerfið og öll okkar kerfi taki breytingum í takt við þessa samfélagslegu þróun.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur MeToo Tengdar fréttir Segir ungar konur hvatningu og greinir frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn Kona á sextugsaldri sem greindi frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn óttast að konur á hennar aldri veigri sér við því að stíga fram og skila skömminni. Hún dáist að ungum konum sem séu smátt og smátt að breyta samfélaginu. 10. janúar 2022 19:30 „Sorglegt? Nei, fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt“ „Ég hef tekið eftir því að sumir afgreiða fréttir síðustu daga með því að segja að þetta sé „fyrst og fremst sorglegt“. Eins og það sé niðurstaðan. Nei, þetta er fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt og það þarf að ræða þetta – meira og lengur. Fletta lögunum af, einu af öðru – því þetta er í mörgum, hárfínum lögum og þetta snýst ekki bara um fimm spillta og dómgreindarlausa karla úti í bæ.“ 11. janúar 2022 14:16 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Segir ungar konur hvatningu og greinir frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn Kona á sextugsaldri sem greindi frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn óttast að konur á hennar aldri veigri sér við því að stíga fram og skila skömminni. Hún dáist að ungum konum sem séu smátt og smátt að breyta samfélaginu. 10. janúar 2022 19:30
„Sorglegt? Nei, fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt“ „Ég hef tekið eftir því að sumir afgreiða fréttir síðustu daga með því að segja að þetta sé „fyrst og fremst sorglegt“. Eins og það sé niðurstaðan. Nei, þetta er fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt og það þarf að ræða þetta – meira og lengur. Fletta lögunum af, einu af öðru – því þetta er í mörgum, hárfínum lögum og þetta snýst ekki bara um fimm spillta og dómgreindarlausa karla úti í bæ.“ 11. janúar 2022 14:16
Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50
Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32