„Kominn tími á að draga sig í janúarskelina“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 11. janúar 2022 19:05 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum hvetur landsmenn til að draga sig í hlé. Vísir/Vilhelm Tími er kominn til að fólk dragi sig til hlés og eigi í sem minnstum samskiptum við aðra að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá Almannavörnum. Hann segir landsmenn þurfa að hegða sér eins og ströngustu sóttvarnareglur séu í gildi. Neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins var lýst yfir í dag en þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi er lýst yfir hér á landi vegna faraldursins. Þórólfur Guðnason var ómyrkur í máli í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þar sem hann varar við áframhaldandi greiningu um þúsund smitaðra dag hvern næstu vikurnar. Þá hefur Þórólfur varað við því að takist ekki að hemja útbreiðslu veirunnar muni algert neyðarástand ríkja í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendri starfsemi. Víðir segir að að einhverju leyti hafi landsmenn ekki farið nógu varlega undanfarnar vikur. „Að einhverju leiti höfum við ekki gert það og við þurfum núna að hegða okkur eins og það gildi ströngustu reglur sem við höfum nokkurn tíma séð. Það var ákveðið að framlengja gildandi reglur í morgun en við þurfum einhvern vegin að keyra þetta hratt niður svo það myndist ekki þetta yfirálag á heilbrigðiskerfinu og nú þegar er komið neyðarstig almannavarna er allt kerfið að vinna saman eins og vél,“ sagði Víðir í kvöldfréttum Stöðvar 2. En hvað þýðir þetta neyðarstig? „Neyðarstig er efsta stig almannavarna og það felur í sér í þessu tilviki virkjun á viðbragðsáætlun sem við erum að vinna með við heimsfaraldur. Þegar það er sett á efsta stig þýðir það að allar stofnanir og fyrirtæki, sem hafa hlutverki að gegna, fara með allan sinn viðbúnað á efsta stig,“ segir Víðir. Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi síðan 28. desember síðastiðinn en nú munu fleiri stofnanir og fyrirtæki þurfa að grípa til harðari aðgerða. „Nú er bara tími á að draga sig inn í janúarskelina, láta lítið fyrir sér fara, umgangast sem fæsta, vinna heima ef það er hægt og bara vera í eins litlum samskiptum og mögulegt er næstu vikurnar,“ segir Víðir. Hann segir þó langt í frá að öll von sé úti. „Keyrum þessa bylgju hratt niður og eins og Þórólfur sóttvarnalæknir sagði í dag stefnum við á að koma þessu niður í svona 500 smit og þá getum við farið að horfa bjartara til. Svo má ekki gleyma því að að er ljós við enda ganganna. Við erum að sjá ýmislegt i kring um þetta ómíkron afbrigði sem vekur vonir um það að það sé bjart ljós við enda ganganna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu, miðvikudaginn 12. janúar. 11. janúar 2022 18:56 Segir stefna í algjört neyðarástand með óbreyttri þróun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans. 11. janúar 2022 16:06 Neyðarástandi lýst yfir vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnalækni hefur lýst yfir neyðarstigi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna stöðu faraldursins frá því að hann hófst. 11. janúar 2022 16:50 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins var lýst yfir í dag en þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi er lýst yfir hér á landi vegna faraldursins. Þórólfur Guðnason var ómyrkur í máli í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þar sem hann varar við áframhaldandi greiningu um þúsund smitaðra dag hvern næstu vikurnar. Þá hefur Þórólfur varað við því að takist ekki að hemja útbreiðslu veirunnar muni algert neyðarástand ríkja í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendri starfsemi. Víðir segir að að einhverju leyti hafi landsmenn ekki farið nógu varlega undanfarnar vikur. „Að einhverju leiti höfum við ekki gert það og við þurfum núna að hegða okkur eins og það gildi ströngustu reglur sem við höfum nokkurn tíma séð. Það var ákveðið að framlengja gildandi reglur í morgun en við þurfum einhvern vegin að keyra þetta hratt niður svo það myndist ekki þetta yfirálag á heilbrigðiskerfinu og nú þegar er komið neyðarstig almannavarna er allt kerfið að vinna saman eins og vél,“ sagði Víðir í kvöldfréttum Stöðvar 2. En hvað þýðir þetta neyðarstig? „Neyðarstig er efsta stig almannavarna og það felur í sér í þessu tilviki virkjun á viðbragðsáætlun sem við erum að vinna með við heimsfaraldur. Þegar það er sett á efsta stig þýðir það að allar stofnanir og fyrirtæki, sem hafa hlutverki að gegna, fara með allan sinn viðbúnað á efsta stig,“ segir Víðir. Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi síðan 28. desember síðastiðinn en nú munu fleiri stofnanir og fyrirtæki þurfa að grípa til harðari aðgerða. „Nú er bara tími á að draga sig inn í janúarskelina, láta lítið fyrir sér fara, umgangast sem fæsta, vinna heima ef það er hægt og bara vera í eins litlum samskiptum og mögulegt er næstu vikurnar,“ segir Víðir. Hann segir þó langt í frá að öll von sé úti. „Keyrum þessa bylgju hratt niður og eins og Þórólfur sóttvarnalæknir sagði í dag stefnum við á að koma þessu niður í svona 500 smit og þá getum við farið að horfa bjartara til. Svo má ekki gleyma því að að er ljós við enda ganganna. Við erum að sjá ýmislegt i kring um þetta ómíkron afbrigði sem vekur vonir um það að það sé bjart ljós við enda ganganna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu, miðvikudaginn 12. janúar. 11. janúar 2022 18:56 Segir stefna í algjört neyðarástand með óbreyttri þróun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans. 11. janúar 2022 16:06 Neyðarástandi lýst yfir vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnalækni hefur lýst yfir neyðarstigi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna stöðu faraldursins frá því að hann hófst. 11. janúar 2022 16:50 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu, miðvikudaginn 12. janúar. 11. janúar 2022 18:56
Segir stefna í algjört neyðarástand með óbreyttri þróun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans. 11. janúar 2022 16:06
Neyðarástandi lýst yfir vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnalækni hefur lýst yfir neyðarstigi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna stöðu faraldursins frá því að hann hófst. 11. janúar 2022 16:50