Prinsinn snýr aftur til Bel-Air Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2022 23:12 Prinsinn snýr aftur til Bel-Air í nýjum þáttum á Peacock. Skjáskot/Getty Prinsinn Will mun snúa aftur til Bel-Air í nýrri dramaþáttaröð sem verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Peacock. Þættirnir eru byggðir á hinum sívinsælu The Fresh Prince of Bel-Air, sem voru sýndir á tíunda áratug síðustu aldar. Sagan á bak við þættina er nokkuð sérstök, satt best að segja. Hjólin fóru að snúast þegar kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Cooper ákvað að búa til stiklu að dramatískari útgáfu þáttanna The Fresh Prince of Bel-Air. Stiklan fór eins og eldur í sinu um internetið og meira að segja Will Smith, sem lék prinsinn í upprunalegu þáttunum, varð stórhrifinn af stiklunni. Svo hrifinn að hann ákvað að gera verkefnið að veruleika en hann er framleiðandi nýju þáttanna. Þættirnir, sem heita Bel-Air, fylgja sömu sögu og þeir upprunalegu þó án grínsins sem einkenndu þá á sínum tíma. Sagan er mun dramatískari í þetta skiptið. Hún hefst á Will, þegar hann býr enn í Fíladelfíu með mömmu sinni, þar sem hann kemur sér í mikil vandræði þegar hann er gómaður af lögreglunni með skammbyssu í fórum sínum. Horfa má á stikluna fyrir þættina í spilaranum hér að neðan. Og rétt eins og í upprunalegu þáttunum ákveður móðir hans að senda hann til frænku sinnar Vivan og Phil frænda, sem lifa góðu lífi í Bel-Air. Þættirnir hefja göngu sína á Peacock 13. febrúar næstkomandi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sagan á bak við þættina er nokkuð sérstök, satt best að segja. Hjólin fóru að snúast þegar kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Cooper ákvað að búa til stiklu að dramatískari útgáfu þáttanna The Fresh Prince of Bel-Air. Stiklan fór eins og eldur í sinu um internetið og meira að segja Will Smith, sem lék prinsinn í upprunalegu þáttunum, varð stórhrifinn af stiklunni. Svo hrifinn að hann ákvað að gera verkefnið að veruleika en hann er framleiðandi nýju þáttanna. Þættirnir, sem heita Bel-Air, fylgja sömu sögu og þeir upprunalegu þó án grínsins sem einkenndu þá á sínum tíma. Sagan er mun dramatískari í þetta skiptið. Hún hefst á Will, þegar hann býr enn í Fíladelfíu með mömmu sinni, þar sem hann kemur sér í mikil vandræði þegar hann er gómaður af lögreglunni með skammbyssu í fórum sínum. Horfa má á stikluna fyrir þættina í spilaranum hér að neðan. Og rétt eins og í upprunalegu þáttunum ákveður móðir hans að senda hann til frænku sinnar Vivan og Phil frænda, sem lifa góðu lífi í Bel-Air. Þættirnir hefja göngu sína á Peacock 13. febrúar næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira