Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Eiður Þór Árnason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. janúar 2022 18:50 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttanefndar. Vísir/Einar Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. Nú eru 42 sjúklingar inniliggjandi með Covid-19 á Landspítala, þar af 33 með virkt smit. Í gær voru fjórar innlagnir og fimm útskriftir. Á gjörgæslu eru átta sjúklingar og fjórir þeirra í öndunarvél. Eitt barn sem lagðist inn á spítalann Þorláksmessu liggur á gjörgæsludeild vegna Covid-19, að sögn Valtýs Stefánssonar Thors, barnasmitsjúkdómalæknis á Barnaspítala Hringsins. Annað barn var lagt inn á spítalann í gær en hefur nú verið útskrifað. Komi brátt í ljós hvort takmarkanirnar skili árangri Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar, segir stöðuna á Landspítalanum áfram vera í járnum en það hjálpi að dregið hafi úr komum sjúklinga á bráðamóttöku allra síðustu daga. Fjölmörgum aðgerðum hefur verið frestað á spítalanum í faraldrinum, þar á meðal hjá fólki sem greinst hefur með góðkynja æxli. Már segir að það verði umfangsmikið verkefni að vinna upp biðlista þegar faraldurinn kemst fyrir vind. „Þá má búast við því að þetta hvelfist yfir. Þetta getur ekki dregist úr hömlu, það er ekki ásættanlegt svo það verða næg verkefni að vinna þetta upp í framhaldinu.“ Ríkisstjórnin tilkynnti í dag að tíu manna samkomubann tæki gildi á miðnætti. Már á von á því að það komi í ljós á næstu sjö til tíu dögum hvort nýju aðgerðirnar skili tilætluðum árangri. „Ef fólk passar sig vel þá bind ég miklar vonir við þetta. Ef fólk passar sig ekki og breytir ekki sinni hegðun þá er ekki víst að þetta skipti neinu máli. Tíminni mun leiða þaðí ljós.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Nú eru 42 sjúklingar inniliggjandi með Covid-19 á Landspítala, þar af 33 með virkt smit. Í gær voru fjórar innlagnir og fimm útskriftir. Á gjörgæslu eru átta sjúklingar og fjórir þeirra í öndunarvél. Eitt barn sem lagðist inn á spítalann Þorláksmessu liggur á gjörgæsludeild vegna Covid-19, að sögn Valtýs Stefánssonar Thors, barnasmitsjúkdómalæknis á Barnaspítala Hringsins. Annað barn var lagt inn á spítalann í gær en hefur nú verið útskrifað. Komi brátt í ljós hvort takmarkanirnar skili árangri Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar, segir stöðuna á Landspítalanum áfram vera í járnum en það hjálpi að dregið hafi úr komum sjúklinga á bráðamóttöku allra síðustu daga. Fjölmörgum aðgerðum hefur verið frestað á spítalanum í faraldrinum, þar á meðal hjá fólki sem greinst hefur með góðkynja æxli. Már segir að það verði umfangsmikið verkefni að vinna upp biðlista þegar faraldurinn kemst fyrir vind. „Þá má búast við því að þetta hvelfist yfir. Þetta getur ekki dregist úr hömlu, það er ekki ásættanlegt svo það verða næg verkefni að vinna þetta upp í framhaldinu.“ Ríkisstjórnin tilkynnti í dag að tíu manna samkomubann tæki gildi á miðnætti. Már á von á því að það komi í ljós á næstu sjö til tíu dögum hvort nýju aðgerðirnar skili tilætluðum árangri. „Ef fólk passar sig vel þá bind ég miklar vonir við þetta. Ef fólk passar sig ekki og breytir ekki sinni hegðun þá er ekki víst að þetta skipti neinu máli. Tíminni mun leiða þaðí ljós.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03