Eðlileg krafa að ríkið greiði laun starfsmanna í einangrun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2022 13:02 Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm Hertar sóttvarnaaðgerðir hafa gífurleg áhrif á daglega starfsemi margra fyrirtækja. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann kallar eftir frekari lausnum gagnvart fyrirtækjum sem verst verða fyrir barðinu á takmörkunum og telur eðlilegt að ríkið greiði laun starfsmanna í einangun. Líkt og greint hefur verið frá voru samkomutakmarkanir hertar í gær og mega nú aðeins tíu koma saman í stað tuttugu. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hertar aðgerðir hafa gífurleg áhrif á daglega starfsemi margra fyrirtækja. „Ég held að allir hafi orðið fyrir vonbrigðum með þessar hertu sóttvarnaaðgerðir og það er alveg ljóst að við höfum kallað eftir því að ríkisstjórnin stígi fram með trúverðugar efnahagsaðgerðir til þess að styðja við bakið á fyrirtækjum. Það blasir auðvitað við að fyrirtæki sem að hökta í þessum samkomutakmörkunum og geta varla haldið úti starfsemi sinni, en eru á sama tíma að greiða laun fyrir starfsfólk sem er í sóttkví og jafnvel einangrun,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Eðlilegt að ríkið greiði laun starfsmanna í einangrun „Ríkisstjórnir flestra ríkja Norðurlanda. Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs hafa stigið inn í þetta með afgerandi hætti og eru farin að greiða laun starfsmanna í einangrun að hluta til. Það er eðlileg krafa og ég vænti þess að ríkisstjórnin muni sýna á spilin strax í næstu viku hvað það áhrærir.“ Hann segir ríkisstjórnina verða að koma fram með trúverðugar aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum samhliða hertum aðgerðum. „Þau hafa aðeins sýnt á spilin. Þetta er sannarlega skref í rétta átt en ef það á að viðhalda þessu ástandi. Tíu manna samkomutakmörkunum þá er ljóst að það þarf að ganga enn lengra. Við verðum að hafa í huga að ríkissjóður er ekki í sömu stöðu og í upphafi faraldursins og það þarf að fara að meta þessar sóttvarnaaðgerður út frá fleiri þáttum að mínu viti, þar á meðal þarf að taka tillit til efnahagslegrar stöðu bæði almennings og fyrirtækja í landinu.“ Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.143 greindust innanlands í gær 1.143 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 57 á landamærum. Það gera 1.200 í heildina. 15. janúar 2022 10:42 Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00 Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá voru samkomutakmarkanir hertar í gær og mega nú aðeins tíu koma saman í stað tuttugu. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hertar aðgerðir hafa gífurleg áhrif á daglega starfsemi margra fyrirtækja. „Ég held að allir hafi orðið fyrir vonbrigðum með þessar hertu sóttvarnaaðgerðir og það er alveg ljóst að við höfum kallað eftir því að ríkisstjórnin stígi fram með trúverðugar efnahagsaðgerðir til þess að styðja við bakið á fyrirtækjum. Það blasir auðvitað við að fyrirtæki sem að hökta í þessum samkomutakmörkunum og geta varla haldið úti starfsemi sinni, en eru á sama tíma að greiða laun fyrir starfsfólk sem er í sóttkví og jafnvel einangrun,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Eðlilegt að ríkið greiði laun starfsmanna í einangrun „Ríkisstjórnir flestra ríkja Norðurlanda. Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs hafa stigið inn í þetta með afgerandi hætti og eru farin að greiða laun starfsmanna í einangrun að hluta til. Það er eðlileg krafa og ég vænti þess að ríkisstjórnin muni sýna á spilin strax í næstu viku hvað það áhrærir.“ Hann segir ríkisstjórnina verða að koma fram með trúverðugar aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum samhliða hertum aðgerðum. „Þau hafa aðeins sýnt á spilin. Þetta er sannarlega skref í rétta átt en ef það á að viðhalda þessu ástandi. Tíu manna samkomutakmörkunum þá er ljóst að það þarf að ganga enn lengra. Við verðum að hafa í huga að ríkissjóður er ekki í sömu stöðu og í upphafi faraldursins og það þarf að fara að meta þessar sóttvarnaaðgerður út frá fleiri þáttum að mínu viti, þar á meðal þarf að taka tillit til efnahagslegrar stöðu bæði almennings og fyrirtækja í landinu.“
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.143 greindust innanlands í gær 1.143 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 57 á landamærum. Það gera 1.200 í heildina. 15. janúar 2022 10:42 Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00 Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
1.143 greindust innanlands í gær 1.143 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 57 á landamærum. Það gera 1.200 í heildina. 15. janúar 2022 10:42
Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00
Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56